Ágúst Ólafur kosin varaformaður
Ég er skráður í samfylkinguna en tek ekkert þátt í starfssemi hennar og kaus hana ekki í síðustu kosningu. Hef lítinn áhuga á starfsemi hennar og mjög litla trúa á henni.
En góðkunningi minn hafði samband við mig og spurði hvort að ég væri til í að gera soldið fyrir hann. Hann sagði að Ágúst Ólafur væri að bjóða sig fram sem varaformaður og hvort ég væri til í að mæta á kjörstað og kjósa hann. Hann sagði að þetta væri vænn drengur og ætti það skilið að vera kosin. Ég sagðist vera til í það og þá fór hann að tala um það að hann gæti skráð mig í samfylkinguna og það eina sem ég þurfti að gera væri að mæta. Ég sagði honum að ég væri þegar skráður í hana og mundi mæta.
Gerði það og kaus svo Ágúst.
En síðan er ég að lesa í fjölmiðlum að Lúðvík er að tala um að heilmikið af ungmennum hafi mætt á svæðið til þess að taka þátt í kosningunum á varaformanninum og Ágúst segir að hann viti ekki neitt um neina smölun.
Auðvitað var smölun í gangi, er það ekki alltaf svoleiðis í svona "frjálsum kosningum"? En óþarfi að neita því. Segja bara "Stuðningsmenn voru mér hliðhollir og sýndu það í verki með því að mæta á kjörstað. Auðvitað hefur maður samband við fólk til þess að hvetja það til að sýna stuðning í verki o.s.frv.". Ekki fara í flimtingum með svona hluti. Það er bara bull og vitleysa. Ég verð hálfpirraður við svoleiðis hegðun. Finnst eins og einhver hafi notað mig.
Bætti við KGB í linkana. Drengur sem ég fílaði mjög vel í framhaldsskóla... held að ég hafi aldrei talað við hann en fannst hann frábær úr fjarlægð. Rafraussíðan hans er líka með skemmtilega pistla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli