18 maí, 2005

að hata

Tilfinningar


Ég var einu sinni að skutla stelpu, sem hafði verið að vinna með mér í L-12 búðinni á laugaveginum, heim. Ég lendi fyrir aftan einhvern sleða og missti út úr mér "djöfull.. hata ég þessa sleða" og síaðan fattaði ég hvað ég hafði sagt og sagði.. "nee. maður ætti ekki að segja svona. Ekki hata". Hún leit á mig og sagði "af hverju ekki segja að hata?". Hún var frá landi í Suður-Ameríku. Henni fannst frekar skrýtið hvað íslendingar hikuðu við að segja orð eins og "hata".

Við íslendingar erum hógvær í orðum. Það er sjaldan sem eru sögð miklar hatursræður opinberlega. Ég held að það sé öðruvísi en í öðrum löndum (mínir fordómar). Ég held að þetta sé bæði jákvætt og neikvætt. Gefur okkur það þegar við segjum þessi orð þá erum við að meina þau, líka er hatur svo endanlegt orð, orð sem er sagt í reiði eða í geðshræringu, ekkert sniðugt að vera segja þau oft.

Ég veit ekkert af hverju ég er að tala um þetta... langaði bara til þess. Og veit ekkert hvernig ég á að enda þetta.

Og síðan eru þessar pælingar bara hrein og beinir fordómar.. ætti ekkert að vera publisha þetta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli