03 maí, 2005

Morgunstund

Morgunstund gefur gull...

Á venjulegum morgni þá vakna ég um hálf átta. Horfi á klukkuna og blóta í huganum. Er búin að vera vakna á undan klukkunni í nokkrar vikur. En ég held samt áfram að liggja upp í rúmi. Síðan þegar klukkan byrjar að hringja þá ýti ég á snooze nokkrum sinnum og rís úr rekkju korter yfir átta.

Í morgun þá vaknaði ég klukkan sjö og um leið og ég opnaði augun og leit á klukkuna og ætlaði að blóta þá byrjaði hann Pablo að syngja. Ég veit nú ekki hvort að syngja sé rétta orðið en hann lét allavega heyra í sér. Gargaði á mig. Ég seinkaði klukkunni og ætlaði að reyna að ná mér í aðeins meiri svefn. En Pablo vildi nú ekki hlusta á það. Fattaði líka að það væri mjög líklega ekki mikill matur hjá kallinum, svo að ég reis úr rekkju og gaf setti meiri mat hjá honum. En þrátt fyrir það þá var hann ekkert sáttur og öskraði á mig af miklum krafti og flaug svo í kringum mig. En eftir smá stund þá hætti hann þessu.. held að hann hafi fattað að ég setti virkilega mat hjá honum.

Skreið síðan aftur upp í rúm en sofnaði ekki fyrr en klukkan fór að hringja. Þá ýtti ég á snooze og sofnaði strax eftir það. En áttaði mig síðan á því að ég þurfti að gera ýmislegt áður en ég næði strætó. Setti á mig hælsærisplástra og setti líka plástra á tærnar mínar (var að fá mér nýja skó). Fann mér síðan disk til að hlusta á, í leiðinni til vinnu (Debut eftir Björk) og greip bókina mína (The drawing of three e. stebba kóng).

Frábært veður og satt að segja þá var ég í góðu skapi. Mjög góðu skapi. Eins og það sé einhver dillema farinn af öxl minni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli