20 maí, 2005

Að setja myndir inná vefinn

Um breytingar


Eins og þið sjáið þá hef ég sett mynd af mér hér til hliðar. Ekki beint frábærar myndir og mætti athuga með stærðina á þeim. En þar sem ég var að gera þetta á vinnutíma þá er kannski skiljanlegt að ég var ekki að vanda mig (líka að gera þetta í paint :P )

Þegar ég byrjaði að skrifa hérna á netinu þá ætlaði ég að láta þetta vera vefsvæði þar sem ég nöldra. Ég hafði satt að segja lítið að nöldra yfir þannig að ég breytti því í blaður. Ætlaði að hafa þetta undir nafnleynd en það hefur ekki gengið sem skildi. Gef alveg nægar upplýsingar hérna til að fólk geti googlað og grafið upp nafn, heimilisfang, kennitölu, störf, sjálfboðastörf o.s.frv.

Þannig að ég er komið með mynd á netið. Er líka komin með stafræna myndavél og ætla að reyna að koma mér upp myndabanka á netinu, ef ég nenni..

en já hérna sést myndir af mér eins og ég var og eins og ég er í dag. Myndarsmiðir eru Azrael og Gzur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli