Að spila Roleplay
Ég eyði miklum tíma í hlutverkaspilun. Að spila þau, hugsa um þau, undirbúa fyrir þau o.fl. Ég upplifði í gær að ég væri að eyða þeim tíma tileinskins. Mætti snemma á staðin. En þurfti að bíða í tvo tíma eftir því að við byrjuðum.
Þrátt fyrir að spilastundin sjálf var ágæt þá komst ég aldrei í fíling vegna þess að að ég var svo pirraður yfir þessum tíma sem fór í bið. Eyddi síðan kvöldinu í að reyna að spila. Er búin að upplifa þetta þó nokkrum sinnum upp á síðkastið. Maður mætir og þó nokkur tími fer í að hanga, bíða eftir einhverju. Stundum er þetta sveiflukennt hvað þetta fer í taugarnar á mér. En upp á síðkastið hefur þetta tekið virkilega á taugarnar. Finnst þetta vera metnaðarleysi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli