31 ágúst, 2003

1.kafli
A ferd um Eistland med Ice-SAR

Jaeja nu er eg buin ad ferdast i um viku. Thetta er i fyrsta skiptid sem eg kemst a netid og eg hef ekki mikin tima til thess ad tala. En allvega tha hef eg verid ad ferdast med Austurland-Rustabjorgun.

Frabaer hopur af folki. Med theim er eg buin ad gera margt. Sumt hefur ekki verid fyrir minn smekk en annad hef eg skemmt mer mjog vel i.

Eg hef
- farid i fjogurra tima kajak ferd nidur a. Ferdasti med honum Nikka og vid stodum okkur bara nokkud vel.
- for i gonguferd um skog, einhverskonar aevintyraferd thar sem vid thurftum ad vada drullu og klifra yfir tradrumba.
- For upp i 40 m haan turn sem var notadur af sovetmonnum til thess ad merkja stadsetningar hvar sprengjur lentu.
- skodad heilmarkt i Eistlandi, kastala, hella, kirkjur, sofn, slokkvibila, o.fl, o.fl.

En nu er komid gott. Eg hef akvedid ad skreppa til Finnlands og heilsa upp a Tiinu, stelpu sem eg kynnist ut i Nordur Irlandi 1999. Fer med ferju fra Tallin til Helsinki. Sidan tharf eg bara ad redda mer yfir til Tekklands eftir thad!

En skrifa meira seinna.

21 ágúst, 2003

Evrópa

Ég er á leiðinni þangað. Ég fer þangað eftir tvo daga.... ekki á morgun heldur hinn!

Á þessum síðum mun ég reyna að fanga stemminguna eins og hún kemur mér fyrir sjónir. Reyna að segja ykkur frá því sem er að gerast.

En annars er voðalega lítið að frétta. Er algerlega hugmyndasnauður, hugsa bara um ferðalög, stelpu, flutninga, skóla, vinnu, lífið, dauða ofl. Bara þetta venjulega.

13 ágúst, 2003

Fordómar... eða hvað?

Ég lít á mig sem tiltörulega fordómalausann einstakling. En eins og allir vita þá eru allir með fordóma. En mikilvæga spurningin er sú hvort að þeir fordómar hafi áhrif á hvernig þú hegðar þér gagnvart öðru fólki og hvort að maður sé tilbúin að skoða sína fordóma og jafnvel breyta þeim eða eyða.

Ég var staddur í strætó í dag og sá þar nokkuð frægan mann. Þetta var aðili sem kom fram í myndinni Hlemmur og lísti því yfir að hann mundi vilja finna sér konu af asískum uppruna og svo stuttu seinna lísti hann því yfir að hann studdi Nasisma.

Ég sá hann í strætó og með honum í för var ung kona af asískum uppruna og þau voru með barnavagn með sér, með ungabarni. Ég sá ekki hvort að þetta var kærastan hans eða bara vinkona hans. En auðvitað fór hugsarninar mínar í gang...

"ætli hann sé búin að ná sér í eina?" "Er hann strax búin að eignast barn?" "ætli hann hafi keypt hana?" "Hvað er hún að spá í að vera með svona gömlum kalli" osfrv.

Þetta eru auðvitað púra fordómar. Ég veit ekkert um þennan mann og hvað þá þessa konu. Þau gætu alveg verið ástfanginn upp fyrir haus. Alveg kynnst á "eðlilegan" máta. En hvernig fór hann að þessu? Fór hann til Tælands og náði sér í hana þar? Var einhver póstlisti sem hann fór í? Er einhver sérstakur einkamáladálkur sem hann kíkti í eða hún?

Það er hægt að horfa á þetta sem einhverskonar þrældóm. Þær eru að leita að betra lífi og finna það hér á Íslandi. Hér er hærri laun, betra líf, fleiri möguleikar og eina sem þær þurfa að gera er að gifta sig og vera gift í sjö ár (held ég) og svo skilja við kallinn. Sjö ár og síðan geta þær valið þær sem þær vilja. Geta fengið fjölskylduna sína hingað. En sjö ár, og mér leyfist að efast um að þær skilja við hann ef hann beitir hana andlega eða líkamlegu ofbeldi.

Það væri nú gaman ef einhver mundi kanna þessi mál til hlýtar... svo þessir fordómar fengu að hverfa.

11 ágúst, 2003

Draumar

Nú ætla ég að byrja að hugsa alvarlega um að byrja að taka aftur pillurnar mínar. Þetta gengur ekki lengur!

Í nótt þá slóg ég mig út í viðbjóði og ógeðslegheitum. Ég fékk smá martröð í nótt, sem gerist svona stundum og stundum.

Í þessum draumi var ég ekki gerandi, ég skaut ekki neinn, eða var að horfa á einhvern vera pyntan til dauða... ekki neitt svoleiðis. Í þetta skiptið var ég fórnarlamb. Svona dæmigerð martröð.

Hún fjallaði um að hópur af fólki var búið að hneppa annað fólk í hálfgert fangelsi (ég var einn af þeim í fangelsinu). Síðan voru settar alls konar gildrur fyrir fólkið til þess að fjarlæga það (svona eins og í myndinni the Cube). Þetta var samt ólíkt þar sem fólkið var inní húsi. Síðan var reynt að stía okkur í sundur og stundum var einhver drepin og stundum bara hvarf einstaklingurinn.

Allir virtust hafa einhvern sérhæfileika sem átti að hjálpa hópnum, einn var rosalega góður í græjum osfrv. Ég var oftast maðurinn sem öskraði og hjúkraði þeim sem voru að deyja.

Þetta var svona dæmigerð martröð fyrir utan að einn maður sem var í "vonda" liðinu. Hann reyndi að ná fólki lifandi og gera allskonar viðbjóðslega hluti við það og síðan skilaði hann fólkinu aftur. Þessi maður var hunsaður af hinu vonda fólkinu sem notaði oftast fínlega aðferðir við að hræða fólkið. Svo að hann var einhvers konar einfari meðal hópsins. Algert rándýr. Þar sem það er möguleiki að börn lesi þetta þá ætla ég ekki að fara í nein smáatriðið í hvað hann gerði.

En ég vaknaði í miklu svitakófi þegar við vorum bara fimm eftir og inn í herbergi þar sem bara ein hurð var í. Fyrir ofan hurðina var gluggi og þar var spegill svo að ég sá hver var fyrir utan hurðina. Tvö voru að gera eitthvað í sambandi við tölvur og eftirlitskerfi á meðan ég beið með hinum tveim (sem höfðu lent í maninum og voru hvorki fær um að tala nér hreyfa sig) og horði á hurðina. Síðan sá ég hann koma að hurðinni og hann leit upp í spegilinn, var með hornspangargleraugu, stutt brúnt hár, svona meðalmaður. hann glotti og ég byrjaði að öskra á hina og hann henti inn um gluggan sprengju með svefn gasi.

Síðasta sem ég sá áður en ég "sofnaði" (vaknaði) var að hann var kominn inn í herbergið.

Vaknaði með andfælum og var í einn tíma að róa mig niður til þess að sofna aftur.

08 ágúst, 2003

Bíó

Ég skellti mér á nokkuð góða mynd í gær. Pirates of the carribiean: Curse of the black pearl.... ætlaði að skrifa meira.. en nennti því ekki.

07 ágúst, 2003

Hernaður

Spáið í því.... stærsti iðnaður sem er í gagni í heiminum í dag er hergagnaiðnaður, mestum peningunum er eytt í hernað. Við lifum ennþá á 21. öld og samt er hent mörg hundruð miljörðum í að þróa, betrumbæta, og kaupa vopn og verjur. Ótrúlegt!

Afhverju ætli það sé?

Þurfum við á þessu að halda? Þurfa jarðarbúar á her að halda?

Það virðast sumir halda og nefna að án hers þá erum við varnalaus. Varnarlaus gangvart hverjum? Okkur sjálfum! Við erum með her til þess að verja okkur gegn okkur sjálfum! Sjit mar. En sú bilun.

Jarðarbúar eru ótrúlega frumstæðir. En maður skilur þetta svo sem, ekki vill maður vera tekin í görn vegna þess að maður vildi ekki verja sig. Ekki getum við treyst Kína, þeir mundu öruglega valta yfir okkur alveg eins og þeir gerðu við Tíbet, ef við mundum vera varnarlaus.

Já með vopnum og ofbeldi þá nær einhver tökum á öðru.

En síðan er stundum nefnt að mesta þróunarskrefin hafi gerst í styrjöldum. Það er alveg rétt. Ef einhver ógnar öryggi þínu þá geriru allt til þess að verjast. Það er líf okkar að veði. Auðvitað verjumst við! Ef barnið okkar er með sjúkdóm þá reynum við að finna lækni sem getur læknað hann, eða jafnvel fundið lækningu sjálf (eins og sumir hafa gert), ef snjóflóð fellur á bæ þá reynum við að koma í veg fyrir að það komi fyrir aftur, einhver bilaður kall kemur með nokkur þúsund skriðdreka inní land þá stökkvum við til og finnum eitthvað sem stoppar hann.

Osfrv. Þróunin gerðist kannski hraðar útaf þessum átökum... en var það þess virði?

05 ágúst, 2003

Hugmynd!

Fyrir ekki svo mörgum árum síðan var fólk kallað:

Aumingjar ef það þjáðist af alkahólisma
Fávitar ef það var með þroskaskerðingu
Vitlaust ef það var með lesblindu
Aumingjar, letingjar ef það var þunglynt
Bilað ef það var með Geðklofa

Ætli það verði sama með þágufallsýki. Ætli það finnist gen sem gerir það að verkun að einstaklingur geti ekki náð tökum á málfræði.

hmm.......

04 ágúst, 2003

Upplifun

Þessi helgi mun hanga í minningunni mjög lengi. Ég skrap út á land og tók þátt í útihátíð í smábæ. Þarna dvaldi ég með fólki sem ólst uppi á svæðinu og sumir sem bjuggu ennþá þar. Þetta var helgi þar sem ég kynntist menningarheimi sem ég hef lesið um, heyrt talað um en aldrei kynnst sjálfur.

Það mætti segja að ég hafi fengið menningarsjokk sem er mjög skemmtileg tilhugsun þar sem þetta er hluti af landinu mínu og maður mundi ætla að þetta er ekki svo fjarlægt manni eins og ég upplifði það. Ég uppgvötaði nýja vídd á fólki, nýja hugsun, ný viðhorf. Margt sem ég upplifði sem kom mér á óvart.

Ég hef alltaf búið í Reykjavík, sem kannski skýrir afhverju ég fékk sjokk. Aldrei haft lögheimili fyrir utan borgarmarkana, en dvaldi sem drengur eitt sumar á Ísafirði (sem var mjög ánægjulegur tími).

Ég hlustaði á margar samræður, tók sjaldnast þátt í þeim þar sem ég hafði mjög lítið eitthvað til málana að leggja og vegna viðvarana hjá sumum aðilum þá sagði ég ekki neitt við sumu þótt að ég hafði skoðun á þeim málum. Ég fylgdist grant með umhverfi og fólki, kannski ekki nöfnum á stöðum og fólki, heldur hvernig fólk talaði, hvaða skoðanir fólkið hafði osfrv.

Ég held að ég hefði gott að því að flytja út á land og búa þar í eitt ár. Bara til þess að upplifa þessa menningu og þennan veruleika sem Höfuðborgarsvæðið virðist sneytt af.

Reynslunni ríkari