29 maí, 2006

Deitið

Deit.. stefnumót

Í fyrsta skiptið í okkar sambandi þá bauð ég kærustunni á deit. Hafði aldrei boðið henni á svona almennilegt stefnumót, þar sem ég klæði mig upp í fínasta pússi og vonast til þess að hún geri slíkt hið sama, þar sem það er mikið spjallað og hlegið og haft góða stund saman. Ekki það að við höfum aldrei góðar stundir.. þvert á móti.. en hafði aldrei gert þetta...

Þetta varð að einhverskonar óvissuferð. Ég skipulagði hlutina, bauð henni í mat og síðan á bar þar sem var farið í pílukast. Eyddum einni kvöldstund bara við tvö.. það var alger snilld. Mér var ekki rústað í pílukastinu og við gengum nokkuð jöfn út úr því. Kíktum í pool og ég glapraði þeim möguleika að geta sýnt mína miklu hæfileika þar, mér var rústað. Síðan var kíkt í keilu og teknir nokkrir þythokkí leikir.

Auðvitað var drukkið nokkrir bjórar með og tekið svona eitt skot.. og einn kokteill... Afleiðingin var auðvitað þynnka.. en hún var ekki mikil.

Ég mæli með að allir geri þetta.. taki smá tíma fyrir sig og sinn maka. Senda börnin í pössun, ekki drekka of mikið, eyða jafn miklu og þú þorir og ekki krónu meira, njóta þess að vera saman. Held að allir hafi nú gott af því. Maður verður einhvern vegin svo endurnærður.. eftir þynnkuna þ.e.a.s.

27 maí, 2006

Kosningar

Kosningar

Í dag eru kosningar. Ég hef lengi verið að spá í þessu og langar að skrifa hellings pistil um kosningarnar.. hvað ég er að spá í að kjósa.. af hverju.. hvers vegna...

Hvaða mál eru mér hjartfólgin.. álit mitt á flutning flugvallarins (allt flug til kefló).. álit mitt á pólítik svona generalt..

langar að skrifa helling.. en nenni því ekki...

Ætla bara að segja að samkvæmt afstada.is þá á ég að kjósa samfylkinguna (50%) eða vinstri græna (40%). Og ég hugsa að kjósi þessa grænu.

En satt að segja þá er að ég spá að kjósa D-listann. Fór að spá í því hvort ég vildi sjá einhverja samsteypu stjórn.. D listin og f listin saman.. eða eitthvað álíka.. og það var ekki eitthvað sem ég vildi sjá.. og hvað get ég þá valið? Gefa D-listanum mitt atkvæði og kannski meirihluta í borgarstjórn? Láta Villa eftir borgarstjórastólinn og leyfa þeim að stjórna batteríinu eftir sínu höfði?

Er það ekki bara þjóðráð?

En málið er að ég hef sagt að ég muni aldrei kjósa D-listann.. finnst stefna þeirra í mörgum málum, einkavæðing, hylla undir þá ríkari o.fl... finnst hún bara ekki góð.

En er þetta bara ekki allt sama sjittið? Allt sama rassgatið undir þeim öllum? Manni grunar það nú oft að það sé svo... en lýðræði er lýðræði.. maður getur oft kvartað undan því.. en þetta kerfi er besti kosturinn af öllum þeim vondu sem eru í boði.

Ég veit ekki hvað ég á að kjósa.. ég mun örugglega taka ákvörðun þegar ég stend í klefanum og munda pennann.

En eitt get ég sagt með stolti "Aldrei kaus ég Framsókn".

24 maí, 2006

Feitur = Grannur

Feitur/Grannur

1986 var ég 68 kg. Ég var líka alltof grannur. En þegar árin komu þá bættist nokkur kíló í hópinn. Fyrir nokkru, rétt áður en ég fór til Prag var ég 94,7 kg. Þarna á milli eru tæplega 30 kíló. En ég varð að játa að jú ég var með nokkur auka kíló... en þau voru ekkert of mörg og mér leið ekkert illa. Langaði til að breyta matarræðinu mínu en það var ekki vegna kílófjölda.

Nú eru þessi kíló að fjúka. Komin niður í 87 kíló og þeim er fækkandi. Ég finn það aðallega á fötunum mínum (lesist Buxunum). Buxur sem pössuðu vel á mig fyrir nokkru eru byrjaðar að hanga utan á mér. Það mikið að eina leiðin til að þær passi á mig er að nota belti. Þetta finnst mér ægilegt ástand. Ekki það að mér líður illa.. alls ekki. Ég er mjög sáttur við mig þegar ég gangandi um nakinn eða ber að ofan. En þetta með fötin er að fara í taugarnar á mér, sérstaklega þegar ég hugsa til þess að rétt áður en ég flutti til Prag þá tók ég allar buxurnar sem ég var hættur að nota vegna þess að ég var orðin of "feitur" og henti þeim.

Sérstaklega eru einar buxur sem ég sakna og blóta sjálfum mér að hafa hent. Þetta voru flauels buxur, víðar skálmar, svona hippa buxur en voru djöfulli flottar. Fann þær í L-12 búðinni á einhvern smápening og notaði þær mörgum sinnum.. en síðan fitnaði maður þó nokkuð og gat ekki notað þær og mig minnir að tala hafi dottið af þeim. Þannig að þær fengu að fjúka með öllu draslinu. Núna væru þær alveg fullkomnar... bölvað.

En þetta gengur ekki.. ég á ekki neinar gallabuxur sem ég er sáttu við... á einar útivistarbuxur sem eru nokkuð góðar og síðan tvennar sparibuxur sem eru að verða pokalegar... og síðan tvær aðrar buxur sem eru ágætar (svona khaki-buxur).

Hefði kannski átt að biðja um eitthvað svoleiðis í afmælisgjöf? Neee... ég á örugglega eftir að grennast meira og síðan fitna aftur.

Er það ekki hlutskipti allra í þessum heimi?

23 maí, 2006

Rýr uppskera

Afmælið

Ég hélt upp á afmælið mitt á laugardaginn. Bjó sjálfur til skyrtertu og túnfisksalat, systir mín bjó til heitan rétt og súkkulaði köku og mamma bjó til pönsur. Veitingarnar og skemmtunin var vel heppnuð í alla staði.

En rýr var uppskeran. Ekki voru mikið af gjöfum og þess vegna var líka hellings afgangur af veitingunum. En þar sem mesta gleðin var að vera með vinum og vandamönnum þá var þetta ekki vandamál.

En gjafirnar voru svo sem ekki á verri endanum, þótt að ein hafi staðið upp úr.

En hvernig er að vera árinu eldri? Það er nú ekki mikill munur skal ég segja ykkur, eins og þið vitið flest öll.

Síðan var ég að rifja upp að fyrir ári síðan þá lagðist ég í mikinn lestur á bókum um Rúanda. Það var skrítið tímabil, held að ég hafi ekki gert neitt í tilefni afmælisins. Árið þar áður þá hélt ég upp á afmæli með Catan spileríi. Það eru tvö ár síðan en ekki eitt eins og ég hélt. Þá bjó ég líka til skyrtertu.. en hún tókst ekki eins vel. 2003 þá bauð ég fólki heim í bakkelsi og kökur, ekki mættu margir en mig minnir að það hafi verði fínt. Þá var ég líka alvarlega að spá í því að hætta í LT og fara til útlanda.. sem varð ekki að raunveruleika fyrr en á þessu ári.

Árið 2002 þá var ég ekki byrjaður að rafrausast.. svo ég man ekkert hvað ég gerði þá.

19 maí, 2006

Afmæli

20. Maí.

Ég ætla halda upp á afmælið mitt! Allir sem vilja mega koma í heimsók milli 16:-18:00 og þiggja veitingar.

Ég ætla baka eina til tvær kökur (betty crocker hjálpar öruglega til) og mun öruglega væla út einhvern heitan rétt frá systur minni.

Auðvitað er skylda að koma með gjöf og fólk fær veitingar í samhengi við gjafirnar. Því stærri gjöf, því meiri veitingar.

17 maí, 2006

Afmæli

20. maí - stóri dagurinn

Næstkomandi laugardag á síðuhaldari afmæli. Hann verður 29 ára gamall. Dagurinn sem maður á að líta til baka og fagna þessum árum. Þessum gleðitíðindum.

Oftast er þetta fagnað með veislu þar sem vinum og vandamönnum er boðið í. Ég hef ekki haldið almennilegt afmæli síðan ég náði þeim merka áfanga að verða tvítugur. Þá var sko tekið á því. Haldið almennilegt partí í heimahúsi þar sem allir voru boðnir. Það var dansað, drukkið, reykt út í garði, spjallað og fleira. Það partí skiptist í tvennt, edrú herbergið og hinir. Í því partíi myndaðist mikið af slúðursögum. Um Óla og Tinnu sem eru hjón í dag... ekki vegna þessara veislu. Vita örugglega ekki af því að þau voru nálægt hvort öðru. Partíið þar sem Halli Dökk stakk undan vini sínum. Þar sem Unnar og Tóti lentu á einhverju rosa spjalli. Þar sem Rúnar tók rosalega diskó takta inní stofu o.fl.

Hef ekki haldið almennilegt partí síðan. Var líka gestgjafinn svo að ég þurfti að vera flakkandi á milli fólks og haldandi stemmingunni uppi. Langaði lítið að vera gestgjafinn þá.

Ég ætla ekkert að halda upp á afmælið mitt. Kannski bjóði fólki í köku ef ég nenni að baka. Er búin að tala við R-ið um að gera eitthvað skrall en það er alls óvíst hvort af því verði. Síðan er Evróvísjón um kvöldið svo það rænir svolítið athyglinni frá mér.

Er alltaf með svolitlar blendnar tilfinningar gagnvart afmælum, sérstaklega þegar árin færast yfir. Upplifi það að maður er ennþá alltof ungur í hegðun. Á ekki neitt nema bækur, er ekki enn búin að gefa bókina mína út, ekki enn búin að gerast sjálfboðaliði í afríku, ekki enn búin að marka mín spor á heiminn. En ohh well.. best að reyna fagna því að ég á enn styttra ólifað í dag en í gær.

12 maí, 2006

Hugleiðingar

Dagar víns og gleði

Nú er pabbi komin til baka. Þarf að þjálfa sig upp og bæta við sig vöðvamassa. En er orðin tiltökulega hress... miðað við ástandið fyrir tveimur mánuðum allavega.

Líf mitt er að skríða saman. Er búin að vera vinna hérna í 2 mánuði og líka þetta ágætlega. Er samt byrjaður að huga að haustinu. Sótti meira að segja um aðra vinnu í sumar. Fékk þau svör að það væru löngu liðin umsóknarfrestur og fékk einhvern hroka í mig.. en ohh well...

Líkar líka ágætlega hérna í hlöðunni. Samt soldið furðulegt stundum að hitta jafnaldra mína sem eru enn í námi, á meðan ég er að týna ruslið í kringum bygginguna. Gerir nú ekki góða hluti fyrir egóið hjá manni. En þar sem mjög fáir þekkja mig (hárið var við lýði þegar ég var hérna í námi) þá er þetta í fína lagi.

Ég hef ekki verið mikið að lesa upp á síðkastið. Svo sem nóg að gera hjá manni. Langar oftast að gera eitthvað annað heldur en að lesa.

Fór á mission Impossible 3 í gær. Fínasta afþreying. Nægur hasar og byssuskothríð til að stytta manni stundirnar.

Hef ekki enn þá bætt við mig þessum kílóum sem ég missti og ekki miklar líkur á því að ég geri það á næstunni. Mikil hreyfing og reglulegar máltíðir (oftast). Er léttur á mér og líður bara nokkuð vel. Held samt að vöðvamassin hefur eitthvað minnkað.. og ekki var hann mikill til að byrja með.

Þarf eiginlega að fara í klippingu... fá mér ný innlegg, kíkja til eyrnalæknis (eyrnamergurinn), skrifa meira á blogginu, taka fleiri myndir á myndavélina mína,

já það er margt sem maður þarf að gera... en geri auðvitað ekki helminginn af þessu. en það er bara eins og það er.

08 maí, 2006

Hausverkur

Hausverkur

Byrjaði með því að ég byrjaði að sjá verr og átti erfitt með að halda augun opnum.. eins og það væri ofbirta í gangi.. kom svona lýsing á sjóninni.. eins og ef maður horfir í ljós og lokar síðan augunum þá sér maður enn þá birtuna..

Það fór stækkandi.. og eftir smá tíma þá sá ég ekkert til hægri hliðar.. þetta ljósaskyn var yfirgnæfandi..

Þetta varði í um hálftíma og hvarf eftir það.. í stað þess kom nístandi hausverkur.. svona lamandi verkur um allt höfuð.. leið eins og munurinn væri fullur af bómull og átti erfitt með að finna orð.. fannst heilinn vera í fyrsta gír og væri ekkert að fara ofar...

2 parkódín og sat í sólinni í smá tíma.. týndi rusl í miklum hægagangi.. og þá slaknaði aðeins á honum...

finn enn samt fyrir honum.

05 maí, 2006

Eyðsla

Eyðsla

Í sumarbústaðarferðinni minni um daginn þá ákvað ég að skrá niður og sjá hvað ég eyði miklum peningum að meðaltali.

Þetta fór fram þannig að ég tók niður kvittanir á þeim stöðum sem ég verslaði við og skráði síðan inní exel skjal. Flokkaði hlutina niður í nokkra flokka. Þeir voru matur, Gos & nammi, Transportation, Dót, skemmtanir, Sími, tryggingar, áfengi, annað.

Í apríl mánuð fyrir utan ferðalagið (finnst ekki rétt að taka þá eyðslu hérna inn, en hef hana alla skráða).
Þá eyddi ég á tímabilinu 1-23 apríl.
20.979 kr í mat
19.719 í transport
5.091 í gos & nammi
12.995 í dót
1.540 í skemmtanir
7.957 í síma
2.023 í tryggingar
1.921 í áfengi
5.749 í annað.

Samtals eyðsla var 77.292. Meðaltali á dag eyddi ég 3360. Þannig að ef ég hefði verið á Íslandi til 30 apríl þá hefði ég eytt 100.816

er það eðlileg eyðsla?

02 maí, 2006

Lífsskoðanir

Lífsskoðanir



Á síðustu mánuðum þá hefur margt breyst í mínu líf. Ýmislegt hefur komið upp á og maður hefur þurft að takast á við það.

Eftir þessar lífsreynslu þá hef ég uppgötvað margt í sambandi við sjálfan mig og hvað ég tel mikilvægt í lífinu.

Lífið er stutt. Þetta er eitthvað sem allir vita.. en ég hugsa að fáir gera grein fyrir þessu. Maður verður að mjólka lífið af öllu því sem það býður uppá. Ég er ekki að segja að maður eigi að hegða lífinu sínu eins og "there is no tomoorow". Ef þú gerir það þá endarðu bara sem róni eða fíkill eftir nokkur ár.

Maður verður að lifa hátt tilfinningalega. Maður á að elska af öllu hjarta. Hata þegar maður hatar.. leyfa tilfinningunum að sleppa sér.. maður á ekki að eyða lífinu sínu í miðjumoð og í einhverjar endalausar málamiðlarnir. Lífið býður upp á miklu meira en það.

Maður á að taka ákvarðanir og ekki horfa til baka með eftirsjá. Þegar stórar ákvarðanir eru teknar... eins og taka dóp til dæmis þá á maður að gera það eftir að hafa íhugað það aðeins og síðan gera það.. og láta þína ákvörðun ráða.. ekki hópþrýstings eða annars..

Maður á ekki að sætta sig við eitthvað hálfkák.. annað hvort að skella sér í þetta eða sleppa því. Ekkert þarna á milli. (þegar ég segi þetta þá er ég aðallega að hugsa um B.A ritgerðina mína).

Við eigum ekki að lifa í skugga.. við eigum að brjótast í gegnum skýin, finna lyktina af lífinu.. upplifa sorg, gleði og ást.. njóta hverrar einar mínútu sem maður er hérna uppistandandi.

Við eigum að upplifa það þegar við stöndum á grafarbakkanum að við getum horft til baka og sagt "Ég lifði vel og sé ekki eftir neinu" hvort sem þú deyrð í dag eða eftir 80 ár!

Engin miskunn!