02 maí, 2006

Lífsskoðanir

Lífsskoðanir



Á síðustu mánuðum þá hefur margt breyst í mínu líf. Ýmislegt hefur komið upp á og maður hefur þurft að takast á við það.

Eftir þessar lífsreynslu þá hef ég uppgötvað margt í sambandi við sjálfan mig og hvað ég tel mikilvægt í lífinu.

Lífið er stutt. Þetta er eitthvað sem allir vita.. en ég hugsa að fáir gera grein fyrir þessu. Maður verður að mjólka lífið af öllu því sem það býður uppá. Ég er ekki að segja að maður eigi að hegða lífinu sínu eins og "there is no tomoorow". Ef þú gerir það þá endarðu bara sem róni eða fíkill eftir nokkur ár.

Maður verður að lifa hátt tilfinningalega. Maður á að elska af öllu hjarta. Hata þegar maður hatar.. leyfa tilfinningunum að sleppa sér.. maður á ekki að eyða lífinu sínu í miðjumoð og í einhverjar endalausar málamiðlarnir. Lífið býður upp á miklu meira en það.

Maður á að taka ákvarðanir og ekki horfa til baka með eftirsjá. Þegar stórar ákvarðanir eru teknar... eins og taka dóp til dæmis þá á maður að gera það eftir að hafa íhugað það aðeins og síðan gera það.. og láta þína ákvörðun ráða.. ekki hópþrýstings eða annars..

Maður á ekki að sætta sig við eitthvað hálfkák.. annað hvort að skella sér í þetta eða sleppa því. Ekkert þarna á milli. (þegar ég segi þetta þá er ég aðallega að hugsa um B.A ritgerðina mína).

Við eigum ekki að lifa í skugga.. við eigum að brjótast í gegnum skýin, finna lyktina af lífinu.. upplifa sorg, gleði og ást.. njóta hverrar einar mínútu sem maður er hérna uppistandandi.

Við eigum að upplifa það þegar við stöndum á grafarbakkanum að við getum horft til baka og sagt "Ég lifði vel og sé ekki eftir neinu" hvort sem þú deyrð í dag eða eftir 80 ár!

Engin miskunn!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli