23 maí, 2006

Rýr uppskera

Afmælið

Ég hélt upp á afmælið mitt á laugardaginn. Bjó sjálfur til skyrtertu og túnfisksalat, systir mín bjó til heitan rétt og súkkulaði köku og mamma bjó til pönsur. Veitingarnar og skemmtunin var vel heppnuð í alla staði.

En rýr var uppskeran. Ekki voru mikið af gjöfum og þess vegna var líka hellings afgangur af veitingunum. En þar sem mesta gleðin var að vera með vinum og vandamönnum þá var þetta ekki vandamál.

En gjafirnar voru svo sem ekki á verri endanum, þótt að ein hafi staðið upp úr.

En hvernig er að vera árinu eldri? Það er nú ekki mikill munur skal ég segja ykkur, eins og þið vitið flest öll.

Síðan var ég að rifja upp að fyrir ári síðan þá lagðist ég í mikinn lestur á bókum um Rúanda. Það var skrítið tímabil, held að ég hafi ekki gert neitt í tilefni afmælisins. Árið þar áður þá hélt ég upp á afmæli með Catan spileríi. Það eru tvö ár síðan en ekki eitt eins og ég hélt. Þá bjó ég líka til skyrtertu.. en hún tókst ekki eins vel. 2003 þá bauð ég fólki heim í bakkelsi og kökur, ekki mættu margir en mig minnir að það hafi verði fínt. Þá var ég líka alvarlega að spá í því að hætta í LT og fara til útlanda.. sem varð ekki að raunveruleika fyrr en á þessu ári.

Árið 2002 þá var ég ekki byrjaður að rafrausast.. svo ég man ekkert hvað ég gerði þá.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli