24 maí, 2006

Feitur = Grannur

Feitur/Grannur

1986 var ég 68 kg. Ég var líka alltof grannur. En þegar árin komu þá bættist nokkur kíló í hópinn. Fyrir nokkru, rétt áður en ég fór til Prag var ég 94,7 kg. Þarna á milli eru tæplega 30 kíló. En ég varð að játa að jú ég var með nokkur auka kíló... en þau voru ekkert of mörg og mér leið ekkert illa. Langaði til að breyta matarræðinu mínu en það var ekki vegna kílófjölda.

Nú eru þessi kíló að fjúka. Komin niður í 87 kíló og þeim er fækkandi. Ég finn það aðallega á fötunum mínum (lesist Buxunum). Buxur sem pössuðu vel á mig fyrir nokkru eru byrjaðar að hanga utan á mér. Það mikið að eina leiðin til að þær passi á mig er að nota belti. Þetta finnst mér ægilegt ástand. Ekki það að mér líður illa.. alls ekki. Ég er mjög sáttur við mig þegar ég gangandi um nakinn eða ber að ofan. En þetta með fötin er að fara í taugarnar á mér, sérstaklega þegar ég hugsa til þess að rétt áður en ég flutti til Prag þá tók ég allar buxurnar sem ég var hættur að nota vegna þess að ég var orðin of "feitur" og henti þeim.

Sérstaklega eru einar buxur sem ég sakna og blóta sjálfum mér að hafa hent. Þetta voru flauels buxur, víðar skálmar, svona hippa buxur en voru djöfulli flottar. Fann þær í L-12 búðinni á einhvern smápening og notaði þær mörgum sinnum.. en síðan fitnaði maður þó nokkuð og gat ekki notað þær og mig minnir að tala hafi dottið af þeim. Þannig að þær fengu að fjúka með öllu draslinu. Núna væru þær alveg fullkomnar... bölvað.

En þetta gengur ekki.. ég á ekki neinar gallabuxur sem ég er sáttu við... á einar útivistarbuxur sem eru nokkuð góðar og síðan tvennar sparibuxur sem eru að verða pokalegar... og síðan tvær aðrar buxur sem eru ágætar (svona khaki-buxur).

Hefði kannski átt að biðja um eitthvað svoleiðis í afmælisgjöf? Neee... ég á örugglega eftir að grennast meira og síðan fitna aftur.

Er það ekki hlutskipti allra í þessum heimi?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli