05 maí, 2006

Eyðsla

Eyðsla

Í sumarbústaðarferðinni minni um daginn þá ákvað ég að skrá niður og sjá hvað ég eyði miklum peningum að meðaltali.

Þetta fór fram þannig að ég tók niður kvittanir á þeim stöðum sem ég verslaði við og skráði síðan inní exel skjal. Flokkaði hlutina niður í nokkra flokka. Þeir voru matur, Gos & nammi, Transportation, Dót, skemmtanir, Sími, tryggingar, áfengi, annað.

Í apríl mánuð fyrir utan ferðalagið (finnst ekki rétt að taka þá eyðslu hérna inn, en hef hana alla skráða).
Þá eyddi ég á tímabilinu 1-23 apríl.
20.979 kr í mat
19.719 í transport
5.091 í gos & nammi
12.995 í dót
1.540 í skemmtanir
7.957 í síma
2.023 í tryggingar
1.921 í áfengi
5.749 í annað.

Samtals eyðsla var 77.292. Meðaltali á dag eyddi ég 3360. Þannig að ef ég hefði verið á Íslandi til 30 apríl þá hefði ég eytt 100.816

er það eðlileg eyðsla?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli