08 maí, 2006

Hausverkur

Hausverkur

Byrjaði með því að ég byrjaði að sjá verr og átti erfitt með að halda augun opnum.. eins og það væri ofbirta í gangi.. kom svona lýsing á sjóninni.. eins og ef maður horfir í ljós og lokar síðan augunum þá sér maður enn þá birtuna..

Það fór stækkandi.. og eftir smá tíma þá sá ég ekkert til hægri hliðar.. þetta ljósaskyn var yfirgnæfandi..

Þetta varði í um hálftíma og hvarf eftir það.. í stað þess kom nístandi hausverkur.. svona lamandi verkur um allt höfuð.. leið eins og munurinn væri fullur af bómull og átti erfitt með að finna orð.. fannst heilinn vera í fyrsta gír og væri ekkert að fara ofar...

2 parkódín og sat í sólinni í smá tíma.. týndi rusl í miklum hægagangi.. og þá slaknaði aðeins á honum...

finn enn samt fyrir honum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli