29 maí, 2006

Deitið

Deit.. stefnumót

Í fyrsta skiptið í okkar sambandi þá bauð ég kærustunni á deit. Hafði aldrei boðið henni á svona almennilegt stefnumót, þar sem ég klæði mig upp í fínasta pússi og vonast til þess að hún geri slíkt hið sama, þar sem það er mikið spjallað og hlegið og haft góða stund saman. Ekki það að við höfum aldrei góðar stundir.. þvert á móti.. en hafði aldrei gert þetta...

Þetta varð að einhverskonar óvissuferð. Ég skipulagði hlutina, bauð henni í mat og síðan á bar þar sem var farið í pílukast. Eyddum einni kvöldstund bara við tvö.. það var alger snilld. Mér var ekki rústað í pílukastinu og við gengum nokkuð jöfn út úr því. Kíktum í pool og ég glapraði þeim möguleika að geta sýnt mína miklu hæfileika þar, mér var rústað. Síðan var kíkt í keilu og teknir nokkrir þythokkí leikir.

Auðvitað var drukkið nokkrir bjórar með og tekið svona eitt skot.. og einn kokteill... Afleiðingin var auðvitað þynnka.. en hún var ekki mikil.

Ég mæli með að allir geri þetta.. taki smá tíma fyrir sig og sinn maka. Senda börnin í pössun, ekki drekka of mikið, eyða jafn miklu og þú þorir og ekki krónu meira, njóta þess að vera saman. Held að allir hafi nú gott af því. Maður verður einhvern vegin svo endurnærður.. eftir þynnkuna þ.e.a.s.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli