12 maí, 2006

Hugleiðingar

Dagar víns og gleði

Nú er pabbi komin til baka. Þarf að þjálfa sig upp og bæta við sig vöðvamassa. En er orðin tiltökulega hress... miðað við ástandið fyrir tveimur mánuðum allavega.

Líf mitt er að skríða saman. Er búin að vera vinna hérna í 2 mánuði og líka þetta ágætlega. Er samt byrjaður að huga að haustinu. Sótti meira að segja um aðra vinnu í sumar. Fékk þau svör að það væru löngu liðin umsóknarfrestur og fékk einhvern hroka í mig.. en ohh well...

Líkar líka ágætlega hérna í hlöðunni. Samt soldið furðulegt stundum að hitta jafnaldra mína sem eru enn í námi, á meðan ég er að týna ruslið í kringum bygginguna. Gerir nú ekki góða hluti fyrir egóið hjá manni. En þar sem mjög fáir þekkja mig (hárið var við lýði þegar ég var hérna í námi) þá er þetta í fína lagi.

Ég hef ekki verið mikið að lesa upp á síðkastið. Svo sem nóg að gera hjá manni. Langar oftast að gera eitthvað annað heldur en að lesa.

Fór á mission Impossible 3 í gær. Fínasta afþreying. Nægur hasar og byssuskothríð til að stytta manni stundirnar.

Hef ekki enn þá bætt við mig þessum kílóum sem ég missti og ekki miklar líkur á því að ég geri það á næstunni. Mikil hreyfing og reglulegar máltíðir (oftast). Er léttur á mér og líður bara nokkuð vel. Held samt að vöðvamassin hefur eitthvað minnkað.. og ekki var hann mikill til að byrja með.

Þarf eiginlega að fara í klippingu... fá mér ný innlegg, kíkja til eyrnalæknis (eyrnamergurinn), skrifa meira á blogginu, taka fleiri myndir á myndavélina mína,

já það er margt sem maður þarf að gera... en geri auðvitað ekki helminginn af þessu. en það er bara eins og það er.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli