29 september, 2004

Aðalfundur

Hættur

Nú er svo komið að ég er búin að draga seglin saman í Rauða krossinum. Ég er hættur í stjórn Ungmennahreyfingar Rauða Kross Íslands - Reykjavíkurdeild (Urkí-R). Þurfti að draga mig úr einhverju og þetta varð fyrir valinu.

Ég komst líka að því að þrátt fyrir skemmtilega tíma þá skyldi þetta voðalega lítið eftir. Fékk ekki nóg út úr því að vera í stjórn.

En það verður víst bara að hafa það.

27 september, 2004

Viðtal við mig

Viðtal

Hvernig fannst ykkur viðtalið við mig koma út? Ég er bara nokkuð sáttur við það.

Á flótta

"Á flótta"
hugsun um vald

Ég tók þátt í leiknum "á flótta" um helgina. Þetta var mjög erfið reynsla sem tók mikið á. Fékk lítið að borða, slitróttur svefn, 12 km ganga, hljóp á gaddavír, var rænt af mér heilu súkkulaðistykki. En það var vel þess virði að prófa.

En það var eitt sem leikurinn hjálpaði mér að skilja. Hugtakið vald (Power). Á einum stað í leiknum þarf maður að vera á skrifstofu og fylla út eyðublöð, það sem er verið að gera á þeim stað er verið að sýna manni skrifstofubáknið, en það sem mér fannst merkilegast var hvernig valdahlutföllin voru. Þetta áttu að vera skrifstofumenn. Menn sem voru að láta mann fá eyðublöð og útfylla þau. Þegar þeir skipuðu manni að þegja eða vildu leita í föggum hjá manni, þá gat maður ekkert sagt. Maður hafði ekkert vald yfir aðstæðunum. Fólk, þar á meðal ég, hlýddu þessum skipunum eins og skot.

Ég hélt fyrst að þetta væri bara sú staðreynd að þeir gátu neitað okkur um stimpla og undirskriftir. En ég held að það sé bara hálf sagan. Klæðnaður, hegðun, fas þeirra bar vot um völd. Þeir hegðuðu sér eins og menn sem réðu og þá hlýddum við. Það var sérstaklega einn (Hlölli) sem gekk um og skipaði öllum hitt og þetta og fólk í mínum hóp hlýddi honum án þess að mögla. En það var einn sem var ekki eins skipandi og þá fólk fólk að reyna að efast og komast hjá skipunum.

En já...... hugsum aðeins nánar um þetta.

24 september, 2004

Ástandið á mér

Ástand

Ég er í blautum buxum. Það fylgir mér alveg geðveik rakalykt og ég fíla ekki lyktina af sjálfum mér. Ég misreiknaði mig aðeins í morgun. Hélt að það væri bara vindur og einhver smá rigning.

Beið síðan í 4 mín eftir strætó. Sem betur fer var ég í regnjakkanum mínum. En buxurnar blotnuðu alveg í gegn. Held að meirihluti af nærbuxunum séu þurrar. Finn samt ekki mikið fyrir þeim. Er bara blautur.

Vonandi batnar veðrið. Það verður öruglega hálf leiðinlegt að taka þátt í Á flótta leik í svona veðri.

22 september, 2004

Samstarfsfólk

Samstarfsfólk

Ég er byrjaður aftur í H.Í, eins og flestir vita, og það er búin að vera hörkugaman. En ég er í tveimur hópum. Einum þriggja manna og síðan er ég að byrja í samstarfi við annan.

Í þessum þriggja manna hóp er einn veikur hlekkur, af þessum fjórum fundum sem við erum búin að hafa hefur hann mætt á tvo og á annan fundinn mæti hann drukkinn. Á hinum tveimur hef hann komið með afsakanir og lofað betrun. En ekkert komið frá honum enn.

Í hinu samstarfinu, sem er eiginlega ekki byrjað, þá sagði hann við mig "ég sendi á þig tölvupóst á eftir"... og auðvitað er ekkert komið. Ég er búin að senda honum línu og sms en ekkert komið frá honum enn.

Fúlt.....

Síðan er símareikningurinn minn allt of hár. Fara hætta hringja. Bölvað bull.

20 september, 2004

Roleplay

Árásin á Possion

"Galdramaðurinn er búin að drepa Gerard og hans undirmenn" segir hermaðurinn másandi og blásandi, hann hafði hlaupið þvert í gegnum bæinn til að segja fréttirnar. "Andskotans fífl, ég trúi þessu ekki" segir generallinn á milli samanbitna tannanna. Hann lítur á undirmann sinn, Antonio, og biður hann um að safna mönnunum saman. Herförin "árásin á hjartað" á að hefjast þegar í stað.

Hann átti ekki skilið að deyja svona. Myrtur í rúminu sínu. Hann var snilldar samningsmaður með gott vit á fólki. En hann hafði misreiknað sig, og borgað fyrir það með lífinu sínu. Gerard... Gerard.... ég var búin að segja þér að vinna ekki með þessum manni. Þótt að það hefði kostað þjáningu fyrir bæjarbúa og stríð á götum. Hann mun ekki dirfast sagðir þú alltaf. Hann mun láta okkur í té þær eignir sem við þurfum án alls ofbeldis. Djöfulsins fífl að treysta honum svona. Núna þurfum við að hreinsa upp skítinn. Reyna losa okkur við þetta svarta hjarta.

Þeir byrjuðu að ráðast á höfuðstöðvar gildisins, bundu þá niður sem voru vinnumenn en drápu yfirmennina. Eftir smá tíma kom í ljós að menn Gerards voru komnir í felur og voru að forðast þá. Þá byrjuðu þeir að óttast. Þeir settu herlög á bæinn, útgöngubann.

Baldur stökk niður í ræsið. "Djöfulsins rugl er þetta, alltaf fáum við skítverkin" segir hann við félaga sinn Vilhjálm. Vilhjálmur leit á hann og seig niður á botninn. Vatnið, ef vatn skyldi kalla náði þeim upp að ökklum og þeir þurftu að labba hnúptir út af loft hæðinni. "hvað heldur Generallinn að við finnum hér? Her af risarottum?" "Hættu þessu kveini Baldur, það hjálpar okkur ekkert. Við fylgjum skipunum, það er okkar hlutverk" Baldur ullar á hann en segir ekki neitt. Þeir labba áfram í þögn. Sjá síðan ljós framundan. Þeir þurftu sjálfir ekki ljós, generallin hafði gert eitthvað við þá svo þeir þurftu ekki ljós. Þeir gengur rólega áfram í áttina að ljósinu. Eftir smá stund sáu þeir 15 vopnaða menn sem biðu átekta. Þeir ætluðu að snúa við þegar þeir heyrðu einhvern koma aftan að sér. Þeir gripu til vopna og sneru við. Sáu hermann ganga eftir göngunum í áttina að þeim. Þeir sáu hvorn annan. Baldur og Vilhjálmur réðust á hann og stungu hann með stuttsverðunum. En honum tókst að viðvara hina. Baldur slapp við illan leik úr ræsinu með þau skilaboð að það væri vel þjálfaður her þar niðri.

"hvað eigum við að gera, Antonio?" Spurði generallin undirmann sinn. Það var frekar undarlegt samband á milli þeirra þar sem Antoniu var mun betri bardagamaður heldur en generállin og var eiginlega herstjórnandinn í liðinu. Generallin virtist láta mikla ábyrgð í hendurnar á Antonio og byggja sína stjórnun á ráðleggingum hans. "Það verður gerð árás á okkur, þeir eru búnir að fá mennina hans Gerards með sér í lið og eru með her í ræsinu. Þeir eru algerlega grafnir niður þar og stjórna því svæði algjörlega. Ég held að við ættum að brenna bæinn. Þetta hlýtur að vera her á leiðinni. Hvaðan hann kemur veit ég ekki. En þessir menn eru ekki einir". "Brenna bæinn? Er það nú ekki frekar gróft? Getum við ekki tekið kastalann og varist þar?" "nei, það eru litlar sem engar vistir þar og þar er auðvelt að brjótast inn. Brennum hann og berjumst við þá í götum bæjarins. Við erum vel þjálfaðir til þess að gera það. Og kannski getum við hrakið þá á flótta og búist til varnar gagnvart þessum her sem er á leiðinni". "Já höfum það þannig, berjumst"

Þeir byrjuðu að kveikja í nokkrum gildahúsum. En mennirnir í ræsunum komur rjúkandi út til varnar húsanna. Bardagar voru harðir og snarpir, menn börðust í þröngum götum, inn í húsum, alls staðar voru menn með boga að skjóta á allt sem hreyfðist.

"Generall, þetta er ekki að ganga hjá okkur" Segir Antoniu þar sem þeir eru báðir við bryggjuna, Generallin er að stumra yfir einum af sínum mönnum að setja sárabindi á sár sem er gróa. "hvað meinar þú, Antoniu?" "Við ráðum við hermennina þeirra, þrátt fyrir að menn Gerards eru búnir að ganga í lið með þeim. En þeir eru með eitthvað fleira. Það eru skrímsli á meðal þeirra sem vaða í gegnum menn mína eins og tuskubrúður. Þeir eru líka með öflugan galdramann sem er búin að taka yfir kastalann. Við erum búnir að tapa." "Þá bökkum við í höfnina og bíðum eftir hvíta fánanum" "Ég held að að þessir menn séu verri en belgurinn" "Verri en Belly of the wolf? Þú veist ekkert um hvernig þeir eru, Antonio. Það er ekkert verra en þeir, við semjum bara um að ganga burt héðan" "Ekkert mál herra. En þú lofar mér að ef eitthvað fer úrskeiðis þá flýrð þú! Ég veit að þú getur gert það og ekkert múður" "Sonur..." Antoniu grípur fram í honum "Ekkert rugl Generall, þú gerir það!"

Hann steig upp úr jörðinni um 400 metra fyrir utan borgina, í fjöruborðinu. Hann settist á stein, og skvetti köldum sjónum í andlitið á sér. Þvoði blóðið í burtu. Hann leit á nýja örið á líkamanum sínum. Þar sem þessi Raul hafði rekið hann í gegn. Lífsbjörgunin hans. Hann var svo upptekin við að drepa fólkið í kringum að hann spáði ekki í því þegar hann slapp. Þeir sviku hann, myrtu mennina hans, drepið besta vina hans sem var líka sonur hans. Hann flúði. Hljóp í burtu, þegar hann vissi að það var engin leið út. Heyrði mennina hann deyja í gengum jörðina. Hann vissi að þessi öskur myndu fylgja honum til dauðadags.

17 september, 2004

300

300

Þegar ég stend nálægt bjargbrún eða á háum svölum....

Þá langar mig að hoppa...

Þegar ég sé stóra á eða risastóran foss hjá mér....

þá langar mig að stökkva...

Þegar ég labba meðfram stóri umferðargötu....

Þá langar mig að hlaupa yfir...

Þegar ég labba yfir göngubrý og sé umferðina fyrir neðan....

þá langar mig að stökkva niður...

Þegar ég er að keyra og komin upp í góðan hraða....

þá langar mig að beyja snögglega og helst inní næsta bíl...

Djöfull er lífið Hressandi!!!!!

15 september, 2004

Jennifer connely

Bíó - Video

Ég tók tvær spólur í gær. Meet the Parents og House of sand and fog. Tvær ólíkar en frábærar myndir. Í meet tha parents var Robert De Niro alveg stórkostlegur og samleikur hans og Ben Stillers var frábær.

House of sand and fog er svona þunglyndismynd. Maður lifir sig inní myndina og allar persónur standa ljóslifandi hjá manni. Eðlilegar og skiljanlegar, það er engin hegðun í myndinni (að undandskildu einu atviki) sem er raunverulekt. Þetta eina atriði dregur soldið úr trúverðugleika myndarinnar en það er bara vegna þess að það er ekki gefin nógur tími til þess að skýra vissa hluti.

Allir leikarar standa sig ótrúlega vel. Eftir að hafa horft á þessa mynd þá er ég búin að bíta það í mig að Jennifer Connely er ein besta unga leikkonan sem er að leika þessa daga. Hún er stórkostleg. Allar myndir sem ég hef séð hana í hafa verið góðar og hún virðist leita eftir hlutverkum sem eru bitastæð. Mun fylgjast vel með henni.

14 september, 2004

Uppfærsla

Uppfærsla

Nú er búin að uppfæra hlekkina mína. Skipti þessu í fjóra flokka - fjölskyldan, Vinir, vinir úr grunnskóla, félagar.

Það vantar helling af linkum, endilega sendið mér línu í athugasemdum til þess að fá að bæta við hlekkjum eða kvarta yfir staðsetningu.

10 september, 2004

Bílar

Bílar

Ég hef verið bílandi síðastliðnu daga, allt LSJ að þakka. Fékk lánaðan bílinn og hún sagði mér að hún myndi bara hringja ef hún þyrfti hann. Hef auðvitað misnotað það algerlega. Það er búið að vera mjög þægilegt að hafa bílinn. Vakna aðeins seinna en mæta samt fyrr en venjulega í vinnuna.

Engin þarf að skutla mér neitt og get reddað mér sjálfum.

Já að eiga bíl er þægilegt. En það er samt einn hlutur. Ég les minna þegar ég er á bíl. Aðallestrartíminn minn er í strætó. Þannig að það gengur ekki fyrir mér að eiga bíl.

Mun skila bílnum á eftir.

07 september, 2004

Íslenskir kvennmenn

Íslenskir kvenmenn
séð með augum Serba.

Við sátum saman í heita pottinum. Ég hallaði mér aftur og lét mig líða vel. Horfði með hálf-lokuðum augum á fólkið ganga framhjá. Hann var með augun alls staðar, horfandi á allt og alla. Spenntur eins og vanalega.

Við horfðum saman á tvær mjög stórar stelpur ganga framhjá okkur. Það koma smá þögn og síðan leit hann á mig og sagði hálf-vandræðalega "Sivar.... you know... öhhh... the icelandic girls are very big... have big bones".

"No they are not.. just a few.... "

og síðan fór ég að hugsa... hann var búin að vera hérna í um 5 daga og hafði ekki séð annað en fólk í góðum holdum. Hann var auðvitað ekki með örðu á fitu á sér og var vel skorin og masaður. Kannski aðeins of grannur en það var svo sem skiljanlegt.

Við íslendingar erum að verða feitir. Horfið bara í kringum ykkur... horfið bara á ykkur.

Ég síðan sit hérna í tölvustofunni á Háskólanum og það eru ekki margar stórar stelpur né strákar... en það er líka mín kynslóð. Ég held að sú næsta muni verða stærri.

Ég hef alls ekki neitt á móti feitu/þybbnu/stór fólki. En er þetta eitthvað sem við viljum stefna að?

06 september, 2004

Rauða Kross sumarbúðirnar

Rauði Krossinn... enn og aftur...

Á föstudaginn þá kom í ljós að ég myndi fara á þessar sumarbúðir á vegum rauða krossins. Mig langaði ekkert á þær búðir en ég gat ekki sagt nei. Ég var þreyttur á Rauða Krossinum, þreyttur á öllu þessi standi.

Á laugardaginn pikkaði ég svo nokkra félaga upp og við keyrðum á Snorrastaði, rétt hjá Eldborg. Ég átti að stjórna umræðuhóp og eftir smá tíma og miklar flækjur þá tókst mér að safna hópnum saman og koma honum af stað. Það voru 5 í hópnum mínum 2 útlendingar (Þýskaldan og Bandaríkin) og 3 íslendingar. Eftir smá tíma þá komst ég að því að einn var mjög fróður um málefnið okkar (börn sem hermenn) og hann tók eiginlega fræðsluhlutverkið að sér. Við spjölluðum um málefnið í einn og hálfan tíma. Veltum fyrir okkur alþjóðlegum samningum, hvað telst vera barnahermen, hvað getum við gert o.s.frv.

Í hléinu þá komst ég að því að bandaríkjamaðurinn var hinn dæmigerði bandaríkjamaður. Hann var frekar feitur, 20 ára, repúblikani, baptisti sem stundaði trúna sína, frá suðurríkjum bna, faðir hans var olíufursti, studdi Bush og sagði að Hussein væri vondur maður sem hefði átt að henda í burtu.

Hann var allt það sem ég hata við bandaríkin. Vissi mikið um BNA en lítið um önnur lönd, hefði lítið ferðast um heiminn og var af forréttindastétt. Var væmin, sagði oft "I love this and that" "oh my goss" o.s.frv.

Eftir þennan eina morgun þá komst ég að því að það var ekkert við hann sem ég mislíkaði. Hann var yndislegur, einlægur karakter. Var óhræddur við að sýna tilfinningar, hafði húmor fyrir sjálfum sér og var klár strákur.

Annars var þessi tími alveg stórkostlegur. Helling af skemmtilegu fólki og maður gengur í burtu reynslunni ríkari.


02 september, 2004

Rauða korss pælingar

Pælingar um RKÍ

Ég hef verið starfandi í Rauða krossinum síðan 97 eða 98 man ekki alveg hvort það var. Að minnsta kosti 6 ár. Ég hef starfað að mörgum verkefnum, BUSL, Skyndihjálparhóp, L-12, stjórn ungmennahreyfingunnar, vinardeildarsamstarfi o.fl.

Hef nefnilega verið í stjórn í tvö ár og núna er kjörtímabilinu mínu lokið. Ég ætla ekki að halda áfram í stjórn Ungmennahreyfingarinnar. Búin að fá nóg af því. Sérstaklega hafa síðustu mánuðir verið mjög vægt pirrandi.

Langar líka að losna við L-12 verkefnið en þori eiginlega ekki að sleppa því. Vantar verkefnisstjóra í það í staðin fyrir mig. En það á engin að vera ómissandi, ég á að geta gengið í burtu.

Síðan langar mig að koma af stað almennilegum alþjóðahóp. Hóp sem er ekki bara vinahópur eða fámenn klíka heldur hópur fólks sem hefur áhuga á vinardeildarsamstarfi, sjálfboðavinnu erlendis og innanlands o.s.frv. Þessi hópur ætti að vera Reykjavíkurdeildarverkefni en ekki bara á höndunum á Ungmennahreyfingunni. Það ætti að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í þetta verkefni.

Væri ekki betur farið með orkuna mína í þetta heldur en eitthvað þref sem breytir engu?

01 september, 2004

Þreyta eftir Eistlendinga

Þreyttur og fleiri fréttir.

Eistlendingar farnir og ekki meira um það að segja. Er þreyttur eftir þá. Er pirraður á mörgu en verð að hætta að hugsa um það. Neikvæðar hugsanir draga svo gríðarlega orku úr manni.

Ég er byrjaður aftur í H.Í. Skráði mig í tvo áfanga, ég hlakka til að mæta í tíma á morgun. Minnka við mig vinnu.

Lenti í furðulegu atviki um daginn.... atviki sem margir myndu nú móðgast við að lesa hérna... þannig að þeir sem eru hneykslunargjarnir og klígjugjarnir ekki lesa meira.. fjallar um kynlíf og fleira.

Ég fékk blautan draum um daginn. Sem er nú ekki frá sagna vert ef það væri ekki fyrir þá staðreynd að ég hafði stundað kynlíf með sjálfum mér svona tveimur tímum fyrr. Er þetta eðlilegt? Ég bara spyr.

Ekki kvarta síðan yfir þessum upplýsingum... ég lét ykkur vita!