"Á flótta"
hugsun um vald
Ég tók þátt í leiknum "á flótta" um helgina. Þetta var mjög erfið reynsla sem tók mikið á. Fékk lítið að borða, slitróttur svefn, 12 km ganga, hljóp á gaddavír, var rænt af mér heilu súkkulaðistykki. En það var vel þess virði að prófa.
En það var eitt sem leikurinn hjálpaði mér að skilja. Hugtakið vald (Power). Á einum stað í leiknum þarf maður að vera á skrifstofu og fylla út eyðublöð, það sem er verið að gera á þeim stað er verið að sýna manni skrifstofubáknið, en það sem mér fannst merkilegast var hvernig valdahlutföllin voru. Þetta áttu að vera skrifstofumenn. Menn sem voru að láta mann fá eyðublöð og útfylla þau. Þegar þeir skipuðu manni að þegja eða vildu leita í föggum hjá manni, þá gat maður ekkert sagt. Maður hafði ekkert vald yfir aðstæðunum. Fólk, þar á meðal ég, hlýddu þessum skipunum eins og skot.
Ég hélt fyrst að þetta væri bara sú staðreynd að þeir gátu neitað okkur um stimpla og undirskriftir. En ég held að það sé bara hálf sagan. Klæðnaður, hegðun, fas þeirra bar vot um völd. Þeir hegðuðu sér eins og menn sem réðu og þá hlýddum við. Það var sérstaklega einn (Hlölli) sem gekk um og skipaði öllum hitt og þetta og fólk í mínum hóp hlýddi honum án þess að mögla. En það var einn sem var ekki eins skipandi og þá fólk fólk að reyna að efast og komast hjá skipunum.
En já...... hugsum aðeins nánar um þetta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli