10 september, 2004

Bílar

Bílar

Ég hef verið bílandi síðastliðnu daga, allt LSJ að þakka. Fékk lánaðan bílinn og hún sagði mér að hún myndi bara hringja ef hún þyrfti hann. Hef auðvitað misnotað það algerlega. Það er búið að vera mjög þægilegt að hafa bílinn. Vakna aðeins seinna en mæta samt fyrr en venjulega í vinnuna.

Engin þarf að skutla mér neitt og get reddað mér sjálfum.

Já að eiga bíl er þægilegt. En það er samt einn hlutur. Ég les minna þegar ég er á bíl. Aðallestrartíminn minn er í strætó. Þannig að það gengur ekki fyrir mér að eiga bíl.

Mun skila bílnum á eftir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli