Íslenskir kvenmenn
séð með augum Serba.
Við sátum saman í heita pottinum. Ég hallaði mér aftur og lét mig líða vel. Horfði með hálf-lokuðum augum á fólkið ganga framhjá. Hann var með augun alls staðar, horfandi á allt og alla. Spenntur eins og vanalega.
Við horfðum saman á tvær mjög stórar stelpur ganga framhjá okkur. Það koma smá þögn og síðan leit hann á mig og sagði hálf-vandræðalega "Sivar.... you know... öhhh... the icelandic girls are very big... have big bones".
"No they are not.. just a few.... "
og síðan fór ég að hugsa... hann var búin að vera hérna í um 5 daga og hafði ekki séð annað en fólk í góðum holdum. Hann var auðvitað ekki með örðu á fitu á sér og var vel skorin og masaður. Kannski aðeins of grannur en það var svo sem skiljanlegt.
Við íslendingar erum að verða feitir. Horfið bara í kringum ykkur... horfið bara á ykkur.
Ég síðan sit hérna í tölvustofunni á Háskólanum og það eru ekki margar stórar stelpur né strákar... en það er líka mín kynslóð. Ég held að sú næsta muni verða stærri.
Ég hef alls ekki neitt á móti feitu/þybbnu/stór fólki. En er þetta eitthvað sem við viljum stefna að?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli