06 september, 2004

Rauða Kross sumarbúðirnar

Rauði Krossinn... enn og aftur...

Á föstudaginn þá kom í ljós að ég myndi fara á þessar sumarbúðir á vegum rauða krossins. Mig langaði ekkert á þær búðir en ég gat ekki sagt nei. Ég var þreyttur á Rauða Krossinum, þreyttur á öllu þessi standi.

Á laugardaginn pikkaði ég svo nokkra félaga upp og við keyrðum á Snorrastaði, rétt hjá Eldborg. Ég átti að stjórna umræðuhóp og eftir smá tíma og miklar flækjur þá tókst mér að safna hópnum saman og koma honum af stað. Það voru 5 í hópnum mínum 2 útlendingar (Þýskaldan og Bandaríkin) og 3 íslendingar. Eftir smá tíma þá komst ég að því að einn var mjög fróður um málefnið okkar (börn sem hermenn) og hann tók eiginlega fræðsluhlutverkið að sér. Við spjölluðum um málefnið í einn og hálfan tíma. Veltum fyrir okkur alþjóðlegum samningum, hvað telst vera barnahermen, hvað getum við gert o.s.frv.

Í hléinu þá komst ég að því að bandaríkjamaðurinn var hinn dæmigerði bandaríkjamaður. Hann var frekar feitur, 20 ára, repúblikani, baptisti sem stundaði trúna sína, frá suðurríkjum bna, faðir hans var olíufursti, studdi Bush og sagði að Hussein væri vondur maður sem hefði átt að henda í burtu.

Hann var allt það sem ég hata við bandaríkin. Vissi mikið um BNA en lítið um önnur lönd, hefði lítið ferðast um heiminn og var af forréttindastétt. Var væmin, sagði oft "I love this and that" "oh my goss" o.s.frv.

Eftir þennan eina morgun þá komst ég að því að það var ekkert við hann sem ég mislíkaði. Hann var yndislegur, einlægur karakter. Var óhræddur við að sýna tilfinningar, hafði húmor fyrir sjálfum sér og var klár strákur.

Annars var þessi tími alveg stórkostlegur. Helling af skemmtilegu fólki og maður gengur í burtu reynslunni ríkari.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli