02 september, 2004

Rauða korss pælingar

Pælingar um RKÍ

Ég hef verið starfandi í Rauða krossinum síðan 97 eða 98 man ekki alveg hvort það var. Að minnsta kosti 6 ár. Ég hef starfað að mörgum verkefnum, BUSL, Skyndihjálparhóp, L-12, stjórn ungmennahreyfingunnar, vinardeildarsamstarfi o.fl.

Hef nefnilega verið í stjórn í tvö ár og núna er kjörtímabilinu mínu lokið. Ég ætla ekki að halda áfram í stjórn Ungmennahreyfingarinnar. Búin að fá nóg af því. Sérstaklega hafa síðustu mánuðir verið mjög vægt pirrandi.

Langar líka að losna við L-12 verkefnið en þori eiginlega ekki að sleppa því. Vantar verkefnisstjóra í það í staðin fyrir mig. En það á engin að vera ómissandi, ég á að geta gengið í burtu.

Síðan langar mig að koma af stað almennilegum alþjóðahóp. Hóp sem er ekki bara vinahópur eða fámenn klíka heldur hópur fólks sem hefur áhuga á vinardeildarsamstarfi, sjálfboðavinnu erlendis og innanlands o.s.frv. Þessi hópur ætti að vera Reykjavíkurdeildarverkefni en ekki bara á höndunum á Ungmennahreyfingunni. Það ætti að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í þetta verkefni.

Væri ekki betur farið með orkuna mína í þetta heldur en eitthvað þref sem breytir engu?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli