15 september, 2004

Jennifer connely

Bíó - Video

Ég tók tvær spólur í gær. Meet the Parents og House of sand and fog. Tvær ólíkar en frábærar myndir. Í meet tha parents var Robert De Niro alveg stórkostlegur og samleikur hans og Ben Stillers var frábær.

House of sand and fog er svona þunglyndismynd. Maður lifir sig inní myndina og allar persónur standa ljóslifandi hjá manni. Eðlilegar og skiljanlegar, það er engin hegðun í myndinni (að undandskildu einu atviki) sem er raunverulekt. Þetta eina atriði dregur soldið úr trúverðugleika myndarinnar en það er bara vegna þess að það er ekki gefin nógur tími til þess að skýra vissa hluti.

Allir leikarar standa sig ótrúlega vel. Eftir að hafa horft á þessa mynd þá er ég búin að bíta það í mig að Jennifer Connely er ein besta unga leikkonan sem er að leika þessa daga. Hún er stórkostleg. Allar myndir sem ég hef séð hana í hafa verið góðar og hún virðist leita eftir hlutverkum sem eru bitastæð. Mun fylgjast vel með henni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli