Ástand
Ég er í blautum buxum. Það fylgir mér alveg geðveik rakalykt og ég fíla ekki lyktina af sjálfum mér. Ég misreiknaði mig aðeins í morgun. Hélt að það væri bara vindur og einhver smá rigning.
Beið síðan í 4 mín eftir strætó. Sem betur fer var ég í regnjakkanum mínum. En buxurnar blotnuðu alveg í gegn. Held að meirihluti af nærbuxunum séu þurrar. Finn samt ekki mikið fyrir þeim. Er bara blautur.
Vonandi batnar veðrið. Það verður öruglega hálf leiðinlegt að taka þátt í Á flótta leik í svona veðri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli