30 apríl, 2004

Hann leit upp og sá líkamann falla niður. Var eins og í bíómynd. Hann snerist hægt og rólega í loftinu og þetta virtist gerast ótrúlega hægt. Hann fraus, gat ekki slitið augun frá sýninni. Hann virtist vera lifandi og baðaði vöngunum út en öskraði ekki. Heyrðist ekkert hljóð frá honum. Áhorfandinn sýndist sjá hræðslusvip mannsins en taldi sjálfan sig seinna meir að hann hefði ekki verið hræddur. Hefði tekið á móti dauðanum án hræðslu.

það tók slökkviliðsmennina þrjá tíma að þrífa gangstéttina.
HVERT??

Eins og flestir hafa tekið eftir þá mun ég víst fara til Evrópu einhvern tíman á þessu ári. En ég veit ekki hvert og hvað ég á að gera og hvern ég ætti að taka með mér.

Komið með hugmyndir!

Ég er með nokkrar.

1. Kíkja á Hróarskeldu.
2. Fara til Berlínar og...
3. Fara til Írlands og...

Síðan má ekki gleyma því að ég er að fara til Danmerkur eftir tæpan mánuð. Ætla kíkja á Ella og Fjölskyldu. Dvelja hjá þeim yfir helgi. Það verður vonandi gott veður þá!

29 apríl, 2004

29. Apríl er góður dagur

Hvað er svona gott við þennan dag?

1. Ósk á afmæli - til hamingju með daginn!
2. Ég fékk launahækkun - ok.. kannski ekki alveg sú launahækkun sem ég vildi.. en samt launahækkun
3. Ég fæ mjög líklega "Ungling" inn á heimilið
4. Síðast en alls ekki síðst Kíkið á þetta Vr.is og ýtið á Launakönnun (efst til vinstri).
- þar koma nokkur númer og upplýsingar um þau
- mitt númer er 2106

Vinnan

Fyrir um þremur dögum var ég alvarlega að hugsa um að hætta hjá félagsþjónustunni og halda í skrifstofuvinnuna.

En nú er dæmið algjörlega búið að snúast við.

Ég er nefnilega að fá "Ungling" inn. Þannig að þetta tilgangsleysi sem hefur verið að anda ofan í hálsmálið hjá mér í sambandi við þá vinnu er hætt. Ef það myndi koma "unglingur" inn þá held ég að það vænkist hagurinn. Þó kannski ekki spilalega séð þar sem spilaaðstaðan myndi minnka eitthvað.

En nú er ég að hugsa um að hætta í skrifstofuvinnunni. Þetta er fín vinna og ég hef alltaf verið tiltölulega sáttur við hana. En um daginn þá fannst mér launin vera til háborinnar skammar. Ég uppgvötaði að ég gæti fengið hærri laun við að vinna í leikskóla. Þannig að ég sótti um launahækkun. Það sem mér fannst ég var lág laun þá bað ég um MJÖG ríflega launahækkun, ákvað til tilbreytingar að vera ekki hógvær. Ég fékk launahækkun og fæ hana á næsta útborgunardegi, sem er í dag eða á morgun, en ég verð að játa að ég varð fyrir vonbrigðum. Fannst hún ekki há launahækkunin.

Þannig að ég fór að hugsa um hvort maður ætti eitthvað að púkka upp á þessa vinnu. Ætla nú ekki að segja upp strax þar sem ég er að fara í sumarfrí en ég hugsa að ég skili uppsagnarbréfi fljótt eftir sumarfríið.

27 apríl, 2004

B.a Verkefni

Já ég ætla aðeins að skrifa um það. Reyna að setja ýmsa hluti í samhengi og rýna aðeins í framtíðina.

Ég er búin að vera síðustu tvö árin að gera B.a verkefnið. Er eiginlega búin með skólann en á ritgerðina eftir. Það hefur verið þrýst á mig frá mörgum áttum að klára þetta "Það er svo hættulegt að eiga þetta eftir" "þú verður að klára þetta" "Þú ert bara kærulaus slugsi" ofl. Ég hef stundum tekið svona setninga nærri mér en oftast hefur þetta farið ofan garðs og neðan.

Ég veit að ég mun klára þessa ritgerð. Í mínum huga hefur það aldrei verið spurning. Spurning um að fá "andann" og nennuna.

Þegar ég var í skólanum þá langaði mig að gera ritgerð um kynfræðslu, var með helling af hugmyndum varðandi hana og langaði að koma því niður á blað.
Þegar ég "kláraði" skólann og hætti að mæta í tíma. Var eitthvað voða þungur síðustu önnina og gerði EKKERT í ritgerðinni. Alls ekkert. Held að ég hafi ekki einu sinni reynt að finna upp einhverja hugmynd.
En síðan kom góður félagi minn með þá hugmynd að gera ritgerð saman og við fórum eitthvað að vinna í henni. Við spjölluðum saman af og til um hana. Lásum einhverjar greinar og skrifuðum eitthvað niður. Gerð var áætlun ofl. En ekkert gerðist. Ég hafði ekkert frumkvæði og hann lítinn tíma. Þannig að við fórum í sitthvora áttina.

Ég var búin að lofa sjálfum mér að ég myndi klára þessa ritgerð í vor en það er nokkuð augljóst að við þetta loforð verður ekki staðið. Þannig að eitthvað verð ég að gera.

Ég fékk í hendurnar um daginn verkefni og hugsanlegan styrk við gerð þessa verkefnis. Það væri ekki of erfitt og jafnvel væri það skemmtilegt. Það kitlar mig soldið þetta verkefni.

Er að spá að fara aftur í skólann næsta haust til þess að hvetja sjálfan mig í að klára þetta.

Hugsa að það væri góð hugmynd.

26 apríl, 2004

Fréttir

Ein nokkuð skemmtileg frétt um áhugamálið mitt.

Annars var ég að spila á föstudag og laugardag. Haukur og félagar káluðu um 65 Orogs og 35 gnollum í miklu blóðbaði á föstudaginn. Björguðu þrælum og fundu mikilvægt sendibréf.
Á laugardag prófaði ég Exalted og fannst það bara nokkuð gott, þótt að karakterinn var soldið gallaður.

Fór á sunnudaginn á Grease í Borgarleikhúsinu. Lokasýning. Það má kannski bæta því við að þetta var annað skiptið sem ég fór á þessa leiksýningu. Fór með henni Hafdísi og skemmti mér jafnvel og hún. Sátum á fremsta bekk og fengum þetta beint í æð. Var rosalegur kraftur í leikhópnum og sungu fantavel. Á köflum var Hafdísin byrjuð að dansa og syngja með og fékk líka athygli frá Birgittu sjálfri sem vinkaði henni í endanum á leikritinu.

Var hörkugaman. Núna er bara spurning um að finna annað leikrit handa hinni frænkunni.

23 apríl, 2004

Hvað á ég að gera?

Ég var kallaður til Framkvæmdarstjórans í morgun. Hann sagði að fyrirtækið ætlaði að styrkja eitthvað málefni um 20.000 kr. á mánuði. Hann fór mér það verkefni að finna það verkefni.

Sjit sjit sjit... hvað ég að gera?
8,1

Það er nú fín einkunn. Fékk þá meðaltalseinkunn 7,35 og er þá komin í hópinn. En ég ákvað að draga mig úr þessu þannig að ég verða aðilinn sem fer ekki út.
Af hverju var ég að því? Aðalástæðan er sú að mér finnst ég ekki eiga erindi í keppnina. Ég fór í þetta til þess að taka prófið og skoða hvort ég hafði einhverja þekkingu á skyndihjálp. Þegar ég komst að því að það mun einn detta út þá ákvað ég að það yrði ég. Þetta var alls ekkert málefni sem ég hef brennandi áhuga á og þessi ferð myndi bara vera bónus og skemmtun. Ég þarf ekki á henni að halda og mér fannst að hinir eigi meira erindi þangað heldur en ég.

Annars er sumarið byrjað og það byrjaði mjög vel. Frábært veður og tókst að plata hin dökka og ljós í Catan spil. Fannst það mjög gaman.. þangað til að hinn ljósi vann. Annars var ég bara að slappa af í gær og naut góðs félagskapar, catan spil og sólar.

20 apríl, 2004

5,6

Ekki er það nú góð einkunn. En þetta er samt mín einkunn svo að það er nú ekki við henni að kvarta. Já ég fékk þessa einkunn úr bóklega prófinu í gær.

Hellboy

Ágætis ræma en það vantar einhvern anda í hana. Endirinn var soldið anti-climax og þetta var stundum of-formúlukennt. Voru skemmtilegar karakterar í henni og tæknibrellur voru geggjaðar.

Annars var dagurinn með ágætum.

19 apríl, 2004

Annir

Ég fattaði um helgina að ég hafði þríbókað mig á mánudaginn. Ætlaði að fara í bíó á Hellboy, ætlaði að taka bóklegt próf í skyndihjálp, til þess að komast á FACE og svo stjórna Haukfrá Brámána.

Sparkaði duglega í mig vegna þessa en ég vissi að Haukur myndi hafa forgang. Frábær karkterar með þéttri og góðri sögu sem eru að fara að lenda í geðveikum ævintýrum. Á að vera eldraun Hauks. Búin að sjá fyrir með geðveika bardaga og frábær plott.

En síðan þurftum við að breyta tímanum færa það yfir á miðvikudag, fimmtudag.

En ég gerði mikið um helgina. Spilaði Zombie með jóa bró og R-inu á föstudaginn, skrapp aðeins niður í bæ þar sem ég var á bíl.

Á laugardaginn þá vaknaði ég snemma opnaði búðina og fór á Cargasonne mót og tapaði með glæsibrag þar. Fór síðan á hangs með R-inu og GEB. Endaði síðan kvöldið með því að fara á Spilamaraþon Buslara og var vakandi mest alla nóttina.

Kom heim í hádeginu og hafði þá tekið fjórar spólur Open Range (sem var bara nokkuð góð, aðeins of yfirgengileg á köflum), Cidade de Deus (Ótrúleg mynd) og Bad Boys II (hörmung sem ætti að forðast). Tókst ekki að horfa á þá fjórðu.

Fór síðan í sturtu og upp í rúm.

15 apríl, 2004

Dagarnir eftir páska.

Síðustu dagar hafa ekki verið sérstaklega góður við Sivarinn. Ég tók þá snilldar ákvörðun að taka tilboði um vildarferð til Evrópu og fyllti út eitthvað form á netinu, en hef ekki enn fengið svar.

Síðan er endalaus bið eftir því hvort maður fái að fara til Austurríkis á FACE eður ei. Endalausar vangaveltur í sambandi við það.

Síðan er ég í kjörnefnd Reykjavíkur deildar og ég verð að játa að ég gef lýðræðisnotkun Rauða Krossins algera falleinkunn. Veit bara ekki hvernig ég get breytt því.

Einn vinur minn er gjörsamlega bálreiður út í mig. Ég skil það svo sem af hverju það er. En maður tekur sínar ákvarðanir og stundum veldur leiðindum. Finnst þetta samt voða leiðinlegt.

Er með sár á ofarlegum hælnum, þar sem hásinin er. Á báðum löppum. Er voða vont og ég vorkenni sjálfum mér ekkert smá útafþví.

Ætli næstu dagar verði eitthvað skárri?

13 apríl, 2004

07 apríl, 2004

Horn og hali

Það kom gríðarlegur púki og það hlakkaði í mér í gær eftir eitt símtal í vinnunni. Það hringdi einstaklingur sem var mjög dónalegur og sagðist ekkert vita af hverju hann væri á skrá. Eftir að hann hafi hálf hótað ýmsu og skellti á mig þá athugaði ég málið og það ískraði í mér af illkvittnislegnum hlátri vegna þess að allt stóðst.

Gott á hann hugsaði ég.

Ég held að þessi vinna hefur ekki sérstaklega góð áhrif á mitt sálarlíf. Er byrjaður að hugsa meira um peninga. Trúin á mannfólkið breytist (takið eftir Breytist! Ekki minkar).

Annars hlakkar mig að komast í sumarbústaðinn hjá gamla settinu. Tek með mér allskonar spil sem ég ætla að prófa í bústaðnum og en ég ætla að reyna að fá smá tíma til að hugsa. Hugsa um lífið, tilveruna, vinnu, skóla og hin ýmis önnur mál.

En ég hugsa að meiri hluti tímans fer í spjall, mat, bjórdrykkju, lestur, spilerí og svefn. Tek kannski göngutúr.

06 apríl, 2004

Tómarúm

hún hvarf
Vonin hvarf

ljósið baðaði
mig í

gullnum litum
hitaði mig

ljósið nærði mig
og gaf mér kraft

himnarnir voru
í fangi mínu

englar sungu
og glöddust með

Vonin var mín
mín, já mín.

en síðan kláraðist
bókin


já maður má reyna! Er það ekki? Já ég las alveg frábæran bókaflokk um daginn. Ein af þeim bestu fantasíu sögum sem ég hef lesið. Ég lifði mig inní söguna og spændi þessar 900 bls upp á innan við viku. En þegar bækurnar voru búnar þá myndaðist tómarúm.

Fannst ég ekki geta tekið upp einhverja bók og byrjað að lesa. Vissi að alveg sama hvað ég tæki upp þá yrði það ekkert miðað við þessa sögu.

Er að spá í að taka upp einhverja ævisögu til þess að fara í einhverja aðra átt.

Lesa kannski Jóhönnu af Örk eða Lenín um páskana. Já ég held að það yrði þjóðráð.

05 apríl, 2004

Helgin

Um helgina gerði ég eftirfarandi

*Fór á Dawn of the dead. Frábær ræma. Þú verður að sjá hana ef þú hefur gaman að Zombie myndum (28 days later). Mátt ekki heldur fara út þó að stafirnir séu byrjaðir. Verður að horfa alveg til enda!
*Fór í Styrkingarjóga. Líkaminn hefur ekki titrað eins mikið við áreynslu á ævinni.
*Var í L-12 búðinni, kom 18.000 kall inn. Hef á tilfinningunni að salan fari minnkandi. Þarf að athuga....
*Spilaði Catan af miklum móð. Vorum 7 sem spiluðum og tókum samtals 4 leiki. Ég vann tvo... en það er víst ekki nóg að skora á æfingum :(
*lappaði heima frá mér í Europay í góða veðrinu. Verslaði mér mat, klósettpappír (R-ið.. hann er mýkri en sá síðasti), álpappír o.fl.
*Var síðan kvöldið að undirbúa Roleplay, fór í líka í bað.
*Á mánudags morgun fór ég og sótti sendingu nokkura spila sem ég hafði keypt af Ebay. Lenti auðvitað í tollinum og reyndi að ljúga að honum. Það gekk illa og kom í hausinn á mér. Ég hef samt ekkert samviskubit út af lyginni, ætti ég að hafa hana?

02 apríl, 2004

Ég þarf Hund

Allir þurfa að réttlæta allt fyrir sér. Maður gerir ýmsa hluti sem eru kannski ekki miður fallegir og maður kannski "neyðist" smá að gera þá. En maður er alltaf til í að réttlæta hluti fyrir sér.

ég er í vinnu sem er stundum miður skemmtileg og sumir segja að engin er gerður greiði með því að hafa svona fyrirtæki starfandi. Ég hef alveg getað réttlæt það fyrir mig að vinna hér. Fundist ekkert að þessari vinnu.

Þangað til í dag. Nú var vinnan mín misnotuð illilega og vonandi eiga eftir að vera afleiðingar af því. En mín réttlæting varð fyrir hnekki.

Þannig að ég þarf hund til að sparka í.