29 apríl, 2004

Vinnan

Fyrir um þremur dögum var ég alvarlega að hugsa um að hætta hjá félagsþjónustunni og halda í skrifstofuvinnuna.

En nú er dæmið algjörlega búið að snúast við.

Ég er nefnilega að fá "Ungling" inn. Þannig að þetta tilgangsleysi sem hefur verið að anda ofan í hálsmálið hjá mér í sambandi við þá vinnu er hætt. Ef það myndi koma "unglingur" inn þá held ég að það vænkist hagurinn. Þó kannski ekki spilalega séð þar sem spilaaðstaðan myndi minnka eitthvað.

En nú er ég að hugsa um að hætta í skrifstofuvinnunni. Þetta er fín vinna og ég hef alltaf verið tiltölulega sáttur við hana. En um daginn þá fannst mér launin vera til háborinnar skammar. Ég uppgvötaði að ég gæti fengið hærri laun við að vinna í leikskóla. Þannig að ég sótti um launahækkun. Það sem mér fannst ég var lág laun þá bað ég um MJÖG ríflega launahækkun, ákvað til tilbreytingar að vera ekki hógvær. Ég fékk launahækkun og fæ hana á næsta útborgunardegi, sem er í dag eða á morgun, en ég verð að játa að ég varð fyrir vonbrigðum. Fannst hún ekki há launahækkunin.

Þannig að ég fór að hugsa um hvort maður ætti eitthvað að púkka upp á þessa vinnu. Ætla nú ekki að segja upp strax þar sem ég er að fara í sumarfrí en ég hugsa að ég skili uppsagnarbréfi fljótt eftir sumarfríið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli