19 apríl, 2004

Annir

Ég fattaði um helgina að ég hafði þríbókað mig á mánudaginn. Ætlaði að fara í bíó á Hellboy, ætlaði að taka bóklegt próf í skyndihjálp, til þess að komast á FACE og svo stjórna Haukfrá Brámána.

Sparkaði duglega í mig vegna þessa en ég vissi að Haukur myndi hafa forgang. Frábær karkterar með þéttri og góðri sögu sem eru að fara að lenda í geðveikum ævintýrum. Á að vera eldraun Hauks. Búin að sjá fyrir með geðveika bardaga og frábær plott.

En síðan þurftum við að breyta tímanum færa það yfir á miðvikudag, fimmtudag.

En ég gerði mikið um helgina. Spilaði Zombie með jóa bró og R-inu á föstudaginn, skrapp aðeins niður í bæ þar sem ég var á bíl.

Á laugardaginn þá vaknaði ég snemma opnaði búðina og fór á Cargasonne mót og tapaði með glæsibrag þar. Fór síðan á hangs með R-inu og GEB. Endaði síðan kvöldið með því að fara á Spilamaraþon Buslara og var vakandi mest alla nóttina.

Kom heim í hádeginu og hafði þá tekið fjórar spólur Open Range (sem var bara nokkuð góð, aðeins of yfirgengileg á köflum), Cidade de Deus (Ótrúleg mynd) og Bad Boys II (hörmung sem ætti að forðast). Tókst ekki að horfa á þá fjórðu.

Fór síðan í sturtu og upp í rúm.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli