Horn og hali
Það kom gríðarlegur púki og það hlakkaði í mér í gær eftir eitt símtal í vinnunni. Það hringdi einstaklingur sem var mjög dónalegur og sagðist ekkert vita af hverju hann væri á skrá. Eftir að hann hafi hálf hótað ýmsu og skellti á mig þá athugaði ég málið og það ískraði í mér af illkvittnislegnum hlátri vegna þess að allt stóðst.
Gott á hann hugsaði ég.
Ég held að þessi vinna hefur ekki sérstaklega góð áhrif á mitt sálarlíf. Er byrjaður að hugsa meira um peninga. Trúin á mannfólkið breytist (takið eftir Breytist! Ekki minkar).
Annars hlakkar mig að komast í sumarbústaðinn hjá gamla settinu. Tek með mér allskonar spil sem ég ætla að prófa í bústaðnum og en ég ætla að reyna að fá smá tíma til að hugsa. Hugsa um lífið, tilveruna, vinnu, skóla og hin ýmis önnur mál.
En ég hugsa að meiri hluti tímans fer í spjall, mat, bjórdrykkju, lestur, spilerí og svefn. Tek kannski göngutúr.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli