Dagarnir eftir páska.
Síðustu dagar hafa ekki verið sérstaklega góður við Sivarinn. Ég tók þá snilldar ákvörðun að taka tilboði um vildarferð til Evrópu og fyllti út eitthvað form á netinu, en hef ekki enn fengið svar.
Síðan er endalaus bið eftir því hvort maður fái að fara til Austurríkis á FACE eður ei. Endalausar vangaveltur í sambandi við það.
Síðan er ég í kjörnefnd Reykjavíkur deildar og ég verð að játa að ég gef lýðræðisnotkun Rauða Krossins algera falleinkunn. Veit bara ekki hvernig ég get breytt því.
Einn vinur minn er gjörsamlega bálreiður út í mig. Ég skil það svo sem af hverju það er. En maður tekur sínar ákvarðanir og stundum veldur leiðindum. Finnst þetta samt voða leiðinlegt.
Er með sár á ofarlegum hælnum, þar sem hásinin er. Á báðum löppum. Er voða vont og ég vorkenni sjálfum mér ekkert smá útafþví.
Ætli næstu dagar verði eitthvað skárri?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli