23 apríl, 2004

8,1

Það er nú fín einkunn. Fékk þá meðaltalseinkunn 7,35 og er þá komin í hópinn. En ég ákvað að draga mig úr þessu þannig að ég verða aðilinn sem fer ekki út.
Af hverju var ég að því? Aðalástæðan er sú að mér finnst ég ekki eiga erindi í keppnina. Ég fór í þetta til þess að taka prófið og skoða hvort ég hafði einhverja þekkingu á skyndihjálp. Þegar ég komst að því að það mun einn detta út þá ákvað ég að það yrði ég. Þetta var alls ekkert málefni sem ég hef brennandi áhuga á og þessi ferð myndi bara vera bónus og skemmtun. Ég þarf ekki á henni að halda og mér fannst að hinir eigi meira erindi þangað heldur en ég.

Annars er sumarið byrjað og það byrjaði mjög vel. Frábært veður og tókst að plata hin dökka og ljós í Catan spil. Fannst það mjög gaman.. þangað til að hinn ljósi vann. Annars var ég bara að slappa af í gær og naut góðs félagskapar, catan spil og sólar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli