02 apríl, 2004

Ég þarf Hund

Allir þurfa að réttlæta allt fyrir sér. Maður gerir ýmsa hluti sem eru kannski ekki miður fallegir og maður kannski "neyðist" smá að gera þá. En maður er alltaf til í að réttlæta hluti fyrir sér.

ég er í vinnu sem er stundum miður skemmtileg og sumir segja að engin er gerður greiði með því að hafa svona fyrirtæki starfandi. Ég hef alveg getað réttlæt það fyrir mig að vinna hér. Fundist ekkert að þessari vinnu.

Þangað til í dag. Nú var vinnan mín misnotuð illilega og vonandi eiga eftir að vera afleiðingar af því. En mín réttlæting varð fyrir hnekki.

Þannig að ég þarf hund til að sparka í.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli