29 september, 2008

Mál málanna

Mál málanna í dag er Glitnir og þessi ákvörðun sem við fengum að vita af í dag.

En vitið þið hvað? Ég nenni ekki að tala um það. Ég held að allt sé logandi í spjalli um þetta atriði, kannski skiljanlegt og nóg hægt að ræða um þetta mál frá öllum sjónarhólum. En fyrir mér var þetta mál strax þreytt og leiðinlegt. Aðallega vegna þess að flestir sem ég ræddi við og tjáði skoðanir sínar á þessu voru með svo miklar yfirlýsingar að ég var bara þreyttur við að lesa það.

Svo ég ætla ræða um aðra hluti...

hmm...

hugs hugs

Ok.. hef ekkert að segja. En hér fáið þið mynd í staðinn!

26 september, 2008

Að vorkenna sjálfum sér

Þessi póstur er einn af þessum póstum sem fjalla um hægðir og vesen í kringum það. Þeir sem eru viðkvæmir og þola ekki tal um slíkt skulu beina augum sínum annað og helst slökkva á vafranum strax.


Ég er að vara ykkur við.. fjallar um kúk og fleira.

Allt þá þrennt er.. nú vara ég enn einu sinni við því að lesa þennan pistil. Ég mun ekki skafa undan og lýsa öllu eins nákvæmlega og mér er unnt.

Jæja kominn svo langt?

Í dag var helling að gera. Það var stór ráðstefna á vegum Hjallastefnunnar í dag og ég þurfti að mæta í skólann. Mig langaði að fara á ráðstefnuna en skólinn hefur forgang. Ég vissi að goðið myndi blása krafti í fólk og allir myndu ganga út með gleði og kraft í hjarta sér.

En í skólanum voru líka skemmtilegir hlutir að gerast. Erum að byrja á nýjum áfanga og í honum er stórt verkefni og við ráðum sjálf hvað við tökum fyrir. Ég var kominn með snilldarhugmynd og langaði að setja ákveðna hluti í gang. Ég ætlaði að gera bæði, byrja í skólanum og þegar búið væri að ákveða verkefnið þá myndi ég rjúka á ráðstefnuna og heyra síðasta fyrirlestur goðsins og skella mér síðan í ráðstefnumatinn.

En... í gær þá var mér smá bumbult. Ekkert alvarlegt og þegar ég skeit þá leið mér mun betur. Hægðirnar voru bara eðlilegar og allt var í góðu. Herbergisfélaginn minn var veikur með gubbupest og niðurgang og ég vonaði að ég yrði ekki svo veikur. Þegar ég vaknaði í morgun þá var óróleikinn kominn aftur. Ég fékk mér smá að borða og skellti mér í skólann. Mér var smá óglatt og var má þrýsting í rassi. Fyrirlesturinn var að fara ofan garð og neðan hjá mér á meðan ég barðist við þessa vanlíðan. Síðan skellti ég mér á klósettið og skeit.. ég veit nú ekki hvort "skeit" sé rétta orðið. Drulla væri mun betra orð. Hvellskita væri líka í áttina en samt ekki alveg þar sem þetta var að miklu meirihluta vatn.

Ég áttaði mig þá að þetta þýddi ekki. Kvaddi hópinn minn, skellti mér aftur á klósettið þar sem sagan endurtók sig. Keyrði síðan heim þar sem skipt var um nærbuxur og lagst upp í rúm. MIlli þess að ég dottaði þá fór ég á klósettið, eitt skiptið velti ég því fyrir mér hvort ég væri að pissa. Hljóðin sem komu þegar óæðri endinn minn skilaði vatninu var eins og þegar maður heyrir kvenmann pissa.

En ég tók mig saman í andlitinu og fór á síðasta fyrirlesturinn á Ráðstefnunni. Þurfti bara að fara þrisvar á klósettið og hélt þetta út og gott betur. En það var ekki séns að ég ætlaði að fara mæta í matinn og láta fólk missa matarlystina. Ég held að fólk hafi ekkert gaman að því að sessunauturinn sé með magakveisu og þurfi sífellt að standa upp og rjúka á klósettið.

25 september, 2008

Viltu fá huggun?

Heilræði

Viltu fá huggun? Þessi setning er mikið notuð hjá mér, alveg síðan ég uppgötvaði hana. Hún er mjög einföld í notkun en minnkar gríðarlega spennuna og röfl. Maður notar hana þegar einhver meiðir sig. Aðallega þegar einhver kemur til mans grátandi. Maður horfir á barnið og spyr "viltu fá huggun?" barnið kinnkar kolli og maður gefur því gott, mjúkt og yndislegt faðmlag. Barnið hættir að gráta í flestum tilfellum og fer síðan að leika sér.

Ef barnið segir "hann/hún meiddi/ýtti/hrinti mér" þá segir maður bara á móti "já er það, þá skaltu segja honum/henni að þú vilt ekki láta meiða/ýta/hrinda þér" og þá stekkur barnið af stað og segir við hitt barnið "HÆTTU" og oftast er málið búið þegar sú setning er komin í loftið.

Ef barnið hættir ekki að gráta strax við faðmlagið þá skoðar þú barnið. Athugar hvort að það sé einhver sár á því eða hvort einhver bólga byrjar að myndast. Þá getur maður farið í "hvað gerðist" spurningaleikinn.

En með þessari aðferð þá er hægt að sleppa við "hvað gerðist og hver gerði hvað" spurningaleikinn.

24 september, 2008

Áhrif breytinga

Ég fékk bréf í pósti í dag og á því stóð Jens Ívar Jóhönnuson Albertsson. Það er þá orðið að veruleika. Ég verð nú að játa að það er frekar skrýtið að breyta um nafn á þrítugsaldri og maður er lengi að venjast þessu. Skrifa það öðruvísi, segja það öðruvísi.

Þarf nú að láta vinnuna breyta nafninu á starfsmannasíðunni.. ætli ég þurfi að breyta ökuskírteininu? nee.. varla, alla vega ekki strax.

Skrýtið.

Merkilegt

Merkilegt hvernig lítið símtal breytir deginum hjá manni. Hvernig litlar upplýsingar snúi öllu á hvolf hjá manni. Hvernig maður finnur einhvern lítn dofa læðast upp eftir hálsinum.

Þessi sannleikur að hver einasta manneskja sem við höfum hitt getur haft tækifæri til að hafa áhrif á líf manns.

Í gær upplifði ég í tengslum við frétt
Doða
Afneitun
Vottur af leiða
Samúð
Sorg
Tár
Mikla reiði
Vonleysi
Von
Sorg

Maður veit stundum ekkert hvort maður er að koma eða fara.

22 september, 2008

Nýtt á interneti

Ég er aðeins búinn að dreifa úr mér á internetinu. Er byrjaður að nota Google reader (rss forrit) og mæli með því að flestir opni fyrir RSS fítus á blogginu sínu. Þeir sem segja að ég sé svolítið seinn í þessu.. þá er ég ögn sammála.

Er kominn inn á Fésbókina og er nokkuð sammála að þetta sé snilld. En þetta er nokkuð skemmtilegt með nútíman og internetið.. allt í einu er komin aðferð til að halda sambandi við einhverja sem maður ætti að vera löngu búinn að missa allt samband við. Fólk sem maður ætti kannski að kinka kolli til þegar maður hittist á laugaveginum. En nú er hægt að tala við það, senda því allskonar vitleysu og fleira. Merkilegur skítur. En auðvitað mun þetta varla miklu breyta. Við munum halda áfram að hugsa um hluti til að segja, en segja þá svo síðan ekki. Hugsa um hvað það væri gaman að vera í sambandi við ákveðin aðila en síðan líða dagarnir og hugsunin verður bara það.. hugsun.

En kannski mun það breytast, ég veit ekki.

Fésbók adressan er FÉSBÓK JENSA

20 september, 2008

Vesen

Er staddur á klósettinu og að er engin klósettpappír.. og konan sofandi inn í herbergi. Maður getur nú ekki vakið hana við út af svona máli.

En það er gott að hafa hana Bellu hjá sér og geta leyft sér að rafrausast (blogga) um það, er það ekki?

17 september, 2008

Kenninafnabreytingin

Já þetta er ekkert grín. Ég er búinn að breyta nafninu mínu í Jens Ívar Jóhönnuson Albertsson. Ástæðan er einföld.

Fyrir nokkrum árum síðan var ég að spá í barneignir, hvað ég myndi skíra barnið mitt þegar/ef ég myndi eignast það/þau. Eitt af því fyrsta sem ég spáði í var kenninafnið Jensson (fannst og finnst það enn svolítið halló). Hún Eva sys á dóttir sem heitir Evudóttir. Ég hugsaði hvers vegna það væri bara faðirinn sem ætti að fá kenninafn. Hugsaði að þetta væri nú bara af gamla karlavaldinu eða föðurvaldinu og hefði lítið breyst. Væri bara hefð. Ég fíla ekki hefðir ef hefðirnar eru ekki byggðar á góðum og traustum grunni. EF ég á að virða hefð þá verður hún að vera skiljanleg og nýtileg. Þessi kenninafnahefð finnst mér ekki undir þeim formerkjum.

Svo að ég ákvað ég myndi skíra barnið eftir báðum foreldrum þegar/ef ég myndi eignast það. Síðan liðu nokkur ár. Þá kynntist ég Ester og þegar ég sagði henni frá þessu þá fussaði hún svolítið og benti mér jafnframt á að ég gæti nú auðveldlega breytt nafninu mínu ef mig langaði. Eftir nokkra íhugun þá sá ég að þetta var rétt hjá henni. EF ég ætlaði að láta barn mitt brjóta einhverjar hefðir þá þyrfti ég að sýna fordæmi.

Ég talaði við foreldra mína og sagði þeim frá þessu og fékk samþykki þeirra á þessu. Í gær (eftir um hálft ár frá því að ég tók ákvörðun) þá fór ég í Hagstofuna og lét þetta verða að veruleika.

Hvort að þetta breytir einhverju, það skiptir svo sem ekki máli, en Nú get ég horft sáttari við sjálfan mig í speglinum.

Jóhönnuson Albertsson

Ég fór niður í þjóðskrá í dag og breytti kenninafninu mínu.

Nú heiti ég Jens Ívar Jóhönnuson Albertsson.

Tekur víst nokkra daga að breyta þessu.

16 september, 2008

Breytingar á hegðun

Nú er ég að skrifa 16 póstinn minn í september. Fyrr á þessu ári skrifaði ég 12 pósta samtals. Ég eyði núna talsverðum tíma fyrir framan tölvuna að gera ýmsa hluti. Ég er að flakka, glíma, blogga, lesa blogg, fikta í myndum og margt fleira.

Auðvitað er hún Bella Machintosh stór hluti af þessu. Yndisleg tölva í alla staði og ég verð að játa að ég fíla apple viðmótið. Langar núna í bluetooth mús en ég hef lesið að músin sem Apple selur hefur galla sem er al talaður um veraldarvefinn (núna væri gott að koma með helling af linkum til þess að útskýra fyrir ykkur hvað ég á við.. ég bara nenni því ekki).

En hin ástæðan er einfaldlega sú að ég er með miklu meiri orku. Sumarið gaf mér helling af orku og nú er veturinn byrjaður og ég má ekkert slaka á. Ég er í fullri ábyrgð í vinnunni og er í skóla (sem kostar gommu af peningum). Maður getur þá ekki leyft sér að slaka á. Þar sem ég má ekki slaka á þá er ég á fullu alsstaðar. Les enn bækur, þrátt fyrir skólabækurnar, blogga enn mikið, les bloggin sem ég hef ekki sinnt í langan tíma.

Þannig að hegðun mín er einhvern veginn kröftugri núna heldur en síðastliðin vetur. Vonandi heldur það sér svoleiðis áfram.

Vínekruhlaup

Hef ég sagt ykkur að ég elska internetið?Það er svo skemmtilegt. .. og ég elska BELLU!

Lærdómur

Strax eftir vinnu þá rauk ég til borg óttans og hitti þar nokkra MPM nemendur. Við vorum að fara yfir hópverkefnið okkar, stefnumótun fyrir jeppaklúbb. Þvílíkt veður en komst klakklaust á áfangastað. Þar ræddum við í smá stund um verkefnið og settum niður hvað hver og einn átti að gera. Ég er með stöðumatið á mínum snærum. Á að skrifa niður hvernig staðan er hjá klúbbnum og hvort hann geti náð þessum markmiðum sem við erum búinir að setja honum.

Ekki beint skemmtilegasta efnið en maður er hluti af hóp og gerir það sem það er krafist af manni. Það er engin freelóder enn í félagsskapnum. Allir virðast þokkalega meðvitaðir um verkefnið og eru að vinna að heillindum.

Jæja áfram gakk.

15 september, 2008

Próf 3

Jæja klukkan er 21:37 og prófið er farið af stað. Ég játa að mér fannst þetta ekki erfitt. En það er spurning hvort að minn skilningur sé nógu góður. Hvort að ég hafi skilið prófið nógu vel til að fá frábæra einkunn. Ég veit að ég næ.. annar er ég mjög veruleikafyrtur.

Nú ætla ég að skella mér í sturtu og slappa af smá. Ekki það að ég hafi verið stressaður, þvert á móti, það er bara svo gott að fara í sturtu.. eða í bað.

Er byrjaður að fara oftar í bað. Ég var eiginlega hættur að fara í bað, en nú byrjaður aftur. Það er gott.

Próf 2

Nú er ég búinn að svara öllu prófinu, á mest að skrifa 1500 orð, er búinn að nota 1364 orð. Nú ætla ég að fá mér te og bora aðeins í nefið.

Setjast aftur niður eftir svona 20 mín og fara yfir það.

Gaman að því

Próf

Er í prófi... og er eitthvað að slaka á hér.. usss...

En þetta er nú ekki erfitt, maður verður bara að játa það. 4 spurningar.. ekkert of opnar og ekkert rosalegt lesefni. Er að rúlla þessu upp, klukkutími búinn og ég er búinn með 2 spurningar. Á 3 tíma eftir af próftímanum.

Gaman að því

14 september, 2008

Spurning um sjónarhorn...Tekið af cyanide and happiness

Próf

Á morgun milli 18 og 22 mun ég þurfa að taka heimapróf í stefnumiðaðri stjórnun. Á að lesa 3 kafla í bókinni "What is stragety - and does it matter?" og síðan 7 kafla í leshefti sem við fengum í byrjun námskeiðsins.

Ég er búinn að lesa allt nema einn kafla og las líka alla bókina hans Whittingtons. Ég vissi nefnilega ekki hvað átti að lesa fyrir próf. Ég get nú ekki sagt að ég sé mjög stressaður fyrir þetta próf en maður verður nú samt að standa sig vel. Ætla þess vegna að lesa yfir þetta námsefni í kvöld.

Er samt ekki með eirð í mér til þess að lesa. Langar að gera eitthvað annað, knúsa konuna, fara í bíó, spila RPG eða borðspil. Þið vitið, þessi tilfinning sem maður fær þegar maður á að vera að lesa undir próf. Núna til dæmis er ég að rafrausast í stað þess að lesa sem er auðvitað fullkomin sóun á tíma. Ég á líka eftir að fara í bað.. nú til þess að lesa í baðinu.. og síðan borða og spjalla smá við R-ið (ef hann fæst til að spjalla). Þannig að það er næg tækifæri til að þumla sig og lesa lítið.

En er einhver ástæða til að óttast? Nei það held ég ekki. Er búinn að lesa helling og hef fylgst með í tímum. Er líka með ágætan skilning á efninu og er með einstakar gáfur sem hafa leyft mér að fljóta í gegnum margt.

En já.. nóg af röfli. Best að fara og skella vatn í baðið og þvo þvottinn og taka til af skrifborðinu.. síðan þarf ég eiginlega að fara skipta um rúmföt.. og huga að snarli..

12 september, 2008

Síminn týndur

Síminn minn er villtur. Af einhverjum orsökum þá er hann ekki á sínum stað við sem veldur eigenda hans miklum leiðindum. Ekki er vitað nákvæmlega hvað eða hvenær síminn villtist en það var ákveðið augnablik þar sem eigandinn uppgötvaði að síminn væri ekki á sínum stað. En þrátt fyrir það hefur hann ekki komist í leitirnar.

Það gengur alveg að hringja í símann en þrátt fyrir það þá hefur enginn svarað. Hvað mun gerast? Verður síminn talinn týndur og keyptur er annar? Eflaust á endanum. En eigandinn er bara ekki sáttur við að hann skuli ekki finnast. Ekki búinn að hafa hann hjá sér í ár.

10 september, 2008

Amish í Ohio

Þegar ég var staddur í USA þá keyrðum við í gegnum Ohio og við ákváðum að kíkja á Amish county. Við lásum það einhverstaðar að það væru stærsta Amish samfélag í Bandaríkjunum í Ohio. 

Við keyrðum í gegnum það, keyptum allir kúrekahatta þar (hatturinn sem ég geng með dagsdaglega var keyptur af mjög viðkaunalegum hjónum á 25$), ég keypti hunang og ferðaðist með það til Íslands, við skoðuðum mjög skrýtna verslun sem þjónaði Amish fólki og sáum Amish fólk. 

Þegar ég segi við sáum Amish fólk þá fær maður það á tilfinninguna að þetta hafi verið einhverskonar dýragaður. Að Amish fólkið hafi verið bara út um allt og við höfum getað glápt. Að vissu leyti er það rétt, fyrir utan það að við vorum ekki dónalegir. En þarna var samfélag fólks sem lifði á 19.öldinni. Notaði ekki rafmagn nema að litlu leyti og klæddi sig svo öðruvísi að maður fékk þá tilfinninguna að maður væri staddur í Árbæjarsafni. Síðan voru hestvagnar út um allt. Litlir hestvagnar fyrir 12 ára drenginn, stórir hestvagnar fyrir fjölskylduna o.s.frv. Það myndast oft biðraðir vegna hestvagnanna. 

Mjög sérstök upplifun sem ég mundi vilja sökkva mér betur í. Myndi vilja dvelja lengur þarna, dvelja hjá Amish fólki. Kynnast því hvernig er að lifa án rafmangs, án tölva, án síma, án ísskáps og án BIFREIÐAR.

Lifa lífi sem virðist einfaldara, ekki mikið að hugsa um fatnað og þróun í samfélaginu. Lífi sem virðist samt vera margbrotið og snúið. 

Að vissu leyti þá öfunda ég Amish.


09 september, 2008

Læknafóbía eða sinnuleysi?

Ég horfði á tánna mína eftir matinn og blótaði henni. Heyrðist þá í herbergisfélaganum "þú ert búinn að vera kvarta yfir þessu í 9 mánuði, gerðu eitthvað í þessu".

Eflaust er það rétt hjá honum. Í 9 mánuði hef ég þjáðst af naglasvepp og nú eru neglurnar á tánum orðnar frekar ógeðslegar. Það ógeðslegar að það hefur ekki verið minnst á tánudd og hvað þá að tærnar hafa verið sleiktar hjá betri helmingnum. 

En hvað er málið?

Nú er ég líka með bólgna hálseitla. Sem gerist með reglulegu millibili. Og ég er líka búinn að vera kvarta undan því lengi. Miðað við sögu mína þá held ég að það ætti að fjarlægja þá hið snarasta. En ég geri ekkert í því. Nenni því ekki. Stend ekki í því. Þetta er ekki svo slæmt.... ég er oftast í sokkum og hálsinn er lagi 3 vikur í mánuðinum. Maður fer ekkert að gera vesen úr svona hlutum.

En þetta er ferkar mikið rugl. Maður verður að fara gera eitthvað í þessu.

Kannski þegar ég tala næst um þetta þá verð ég búinn að panta tíma eða eitthvað álíka.

07 september, 2008

Starcraft Lan

Í gamla daga þá hittumst við félagarnir heima hjá einhverjum og tengdum saman tölvum. Vorum með snúru og rowdera og allir voru að updeita leikinn og drævera í tölvunum. 

Það var alltaf hellings vesen að koma þessu saman. Oftast þýddi þetta að ef við ætluðum að spila einhvern leik og ætluðum að nota til þess alla helgina (laugardag og sunnudag) þá þýddi það að tölvurnar voru byrjaðar að tala við hvor aðra um klukkan níu á laugardagskvöldi. Ef við byrjuðum snemma þ.e.a.s. 

Í dag þá erum við ekki að vesenast með þetta, þetta þýddi auðvitað flutningar með tölvurnar og skjái. Í dag erum við bara á netinu eða förum á Ground zero.

En í kvöld þá ætluðum við Óli að taka smá Starcraft. En þá hófst vesenið. Ég þurfti að finna leikinn. Ég þurfti síðan að installa honum á mac tölvuna mína, til þess þurfti eitthvað lítið installation forrit sem fékkst bara á einhverri heimasíðu. Síðan kom í ljós að ég þurfti að dóvngreida dræverana mína vegna þess að leikurinn er orðinn svo gamall að nýjustu tölvurnar styðja einfaldlega hann ekki. Þegar það var búið þá þurfti að patcha leikinn og það tók hellings tíma vegna þess að netið hrundi í miðjum klíðum og ég þurfti að byrja aftur. 

Síðan var allt þetta komið og það var rokið í leikinn.... þá fékk ég villumeldingu um að Blizzard var ekki sáttur við þessa útgáfu og bað mig vinsamlegast um að byrja upp á nýtt.

Þá gafst ég upp á þessu veseni og ákvað bara að fara sofa eða horfa smá á imbann. Upplifði aftur þessa Lan-tilfinningu gömlu daganna.

Children of Men

Eflaust er ég búinn að skrifa um þessa mynd hérna áður. En ég ætlaði bara að láta ykkur vita að þetta er ein af þeim betri myndum sem ég hef séð og ég stefni á það að horfa á hana í kvöld.

Ekki gaman að vita af því?

06 september, 2008

Amy Winehouse

Fyrir nokkru þá heyrði ég lag í tölvunni hjá R-inu og lagði við hlustir. Fannst þetta skemmtilegt lag og spurði hann hver væri að syngja. Fannst þetta vera svona blús/djass söngkona, sá fyrir mér feita afríska/ameríska konu (blökkukonu) vera að kyrja. 

R-ið svaraði "Amy Winehouse". Huh? Dópistinn sem er alltaf verið að tala um í blöðunum? Þessa konu sem annar hver pistill er um hve hún er forfallinn dópisti og er bara að fara deyja bráðum? Já svo var víst. Ég spáði lengi í þessu. Tónlistarmaður sem ég vissi meira um hvernig lífstíl hún lifði heldur en tónlistina hennar. 

Síðan þegar ég var staddur í USA þá keypti ég mér diskinn hennar og sé ekki eftir því. R&B hefur aldrei verið minn tebolli og hún er víst sögð vera svoleiðis söngkona (svo segir Itunes mér). En þetta fíla ég. Af hverju? Það er röddin hennar sem heillar mig. Alveg eins og röddinn hans Louis Armstrong heillar mig. Það er eitthvað við þessar raddir sem lætur mig frá gæsahúð. 

Það finnst mér kúl.

04 september, 2008

VInnuaðstaða

Búinn að setja upp vinnuaðstöðuna upp heima hjá mér. Kominn í skóla og solleiðis. Það þýddi að ég tók til á skrifborðinu mínu. 

Ef ég væri ofvirkur og með athyglisbrest þá gæti ég aldrei unnið handtak við skrifborðið eins og það er núna. En það er hellingur af drasli á því sem stendur. En ég held að ég sé ekki með athyglisbrest svo að ég ætla að gefa þessu séns. Það er einn stór galli á þessu og hann er sá að ég er ekki með almennilegan stól. En það verður bara að hafa það. 

Bara langaði að tjá mig við ykkur. 

02 september, 2008

Dagar Víns og blóma

Haustið er komið með sína yndislegu strauma, sína fallegu ásjónu. Veðrið er að breytast. Stækka, breikka, verða dumbrautt. 

Ég get nú ekki sagt að skapið mitt er að fara sömu leið en er ég með sömu orku og áður? Ég veit ekki, kannski. Lífið er hægara en það var, en samt er allt að þjóta framhjá. Maður áttar sig betur hve tímanum líður. Er ég að missa af einhverju? Er lífið mitt að fara í súginn? Er ég ekki að þróast og breytast? Er ég staðnaður? Get ég breyst? 

Mikið af spurningum, en ætli svörin skipti einhverju máli, eru það ekki spurningarnar sem skipta máli, svörin segja manni svo lítið. Eru það ekki spurningarnar sem veita manni vísbendingar um líf manns? Kannski.. hver veit? 

Megir þú lifa á áhugaverðum tíma.