10 september, 2008

Amish í Ohio

Þegar ég var staddur í USA þá keyrðum við í gegnum Ohio og við ákváðum að kíkja á Amish county. Við lásum það einhverstaðar að það væru stærsta Amish samfélag í Bandaríkjunum í Ohio. 

Við keyrðum í gegnum það, keyptum allir kúrekahatta þar (hatturinn sem ég geng með dagsdaglega var keyptur af mjög viðkaunalegum hjónum á 25$), ég keypti hunang og ferðaðist með það til Íslands, við skoðuðum mjög skrýtna verslun sem þjónaði Amish fólki og sáum Amish fólk. 

Þegar ég segi við sáum Amish fólk þá fær maður það á tilfinninguna að þetta hafi verið einhverskonar dýragaður. Að Amish fólkið hafi verið bara út um allt og við höfum getað glápt. Að vissu leyti er það rétt, fyrir utan það að við vorum ekki dónalegir. En þarna var samfélag fólks sem lifði á 19.öldinni. Notaði ekki rafmagn nema að litlu leyti og klæddi sig svo öðruvísi að maður fékk þá tilfinninguna að maður væri staddur í Árbæjarsafni. Síðan voru hestvagnar út um allt. Litlir hestvagnar fyrir 12 ára drenginn, stórir hestvagnar fyrir fjölskylduna o.s.frv. Það myndast oft biðraðir vegna hestvagnanna. 

Mjög sérstök upplifun sem ég mundi vilja sökkva mér betur í. Myndi vilja dvelja lengur þarna, dvelja hjá Amish fólki. Kynnast því hvernig er að lifa án rafmangs, án tölva, án síma, án ísskáps og án BIFREIÐAR.

Lifa lífi sem virðist einfaldara, ekki mikið að hugsa um fatnað og þróun í samfélaginu. Lífi sem virðist samt vera margbrotið og snúið. 

Að vissu leyti þá öfunda ég Amish.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli