26 september, 2008

Að vorkenna sjálfum sér

Þessi póstur er einn af þessum póstum sem fjalla um hægðir og vesen í kringum það. Þeir sem eru viðkvæmir og þola ekki tal um slíkt skulu beina augum sínum annað og helst slökkva á vafranum strax.


Ég er að vara ykkur við.. fjallar um kúk og fleira.

Allt þá þrennt er.. nú vara ég enn einu sinni við því að lesa þennan pistil. Ég mun ekki skafa undan og lýsa öllu eins nákvæmlega og mér er unnt.

Jæja kominn svo langt?

Í dag var helling að gera. Það var stór ráðstefna á vegum Hjallastefnunnar í dag og ég þurfti að mæta í skólann. Mig langaði að fara á ráðstefnuna en skólinn hefur forgang. Ég vissi að goðið myndi blása krafti í fólk og allir myndu ganga út með gleði og kraft í hjarta sér.

En í skólanum voru líka skemmtilegir hlutir að gerast. Erum að byrja á nýjum áfanga og í honum er stórt verkefni og við ráðum sjálf hvað við tökum fyrir. Ég var kominn með snilldarhugmynd og langaði að setja ákveðna hluti í gang. Ég ætlaði að gera bæði, byrja í skólanum og þegar búið væri að ákveða verkefnið þá myndi ég rjúka á ráðstefnuna og heyra síðasta fyrirlestur goðsins og skella mér síðan í ráðstefnumatinn.

En... í gær þá var mér smá bumbult. Ekkert alvarlegt og þegar ég skeit þá leið mér mun betur. Hægðirnar voru bara eðlilegar og allt var í góðu. Herbergisfélaginn minn var veikur með gubbupest og niðurgang og ég vonaði að ég yrði ekki svo veikur. Þegar ég vaknaði í morgun þá var óróleikinn kominn aftur. Ég fékk mér smá að borða og skellti mér í skólann. Mér var smá óglatt og var má þrýsting í rassi. Fyrirlesturinn var að fara ofan garð og neðan hjá mér á meðan ég barðist við þessa vanlíðan. Síðan skellti ég mér á klósettið og skeit.. ég veit nú ekki hvort "skeit" sé rétta orðið. Drulla væri mun betra orð. Hvellskita væri líka í áttina en samt ekki alveg þar sem þetta var að miklu meirihluta vatn.

Ég áttaði mig þá að þetta þýddi ekki. Kvaddi hópinn minn, skellti mér aftur á klósettið þar sem sagan endurtók sig. Keyrði síðan heim þar sem skipt var um nærbuxur og lagst upp í rúm. MIlli þess að ég dottaði þá fór ég á klósettið, eitt skiptið velti ég því fyrir mér hvort ég væri að pissa. Hljóðin sem komu þegar óæðri endinn minn skilaði vatninu var eins og þegar maður heyrir kvenmann pissa.

En ég tók mig saman í andlitinu og fór á síðasta fyrirlesturinn á Ráðstefnunni. Þurfti bara að fara þrisvar á klósettið og hélt þetta út og gott betur. En það var ekki séns að ég ætlaði að fara mæta í matinn og láta fólk missa matarlystina. Ég held að fólk hafi ekkert gaman að því að sessunauturinn sé með magakveisu og þurfi sífellt að standa upp og rjúka á klósettið.

1 ummæli:

  1. http://translate.google.com/#is|en|hvellskita

    SvaraEyða