Ég get nú ekki sagt að skapið mitt er að fara sömu leið en er ég með sömu orku og áður? Ég veit ekki, kannski. Lífið er hægara en það var, en samt er allt að þjóta framhjá. Maður áttar sig betur hve tímanum líður. Er ég að missa af einhverju? Er lífið mitt að fara í súginn? Er ég ekki að þróast og breytast? Er ég staðnaður? Get ég breyst?
Mikið af spurningum, en ætli svörin skipti einhverju máli, eru það ekki spurningarnar sem skipta máli, svörin segja manni svo lítið. Eru það ekki spurningarnar sem veita manni vísbendingar um líf manns? Kannski.. hver veit?
Megir þú lifa á áhugaverðum tíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli