30 ágúst, 2008

Í skólanum

Jæja þá er maður sestur aftur á skólabekk. MPM nám er hafið. Master of project management. Hvers vegna það nám var valið er umræða sem er löng og nenni ekki að fara út í núna. Þetta er þriðji dagurinn. Byrjaði síðasta fimmtudag og er síðan búinn að vera á milljón í þessu. Að lesa aðallega. Áttum að lesa um 200 blaðsíður fyrir morgundaginn og það fengum við að vita í gær. 

En þetta er búið að vera rosa gaman. Eflaust eftir að batna talsvert þegar líður á. En það er hellings vinna í gangi. Heimapróf 15. september, fyrirlestur 17. september og það á skila stefnu fyrir einhvern aðila 20. september. En ég held að allt á eftir að ganga upp og er byrjaður að vera rosa spenntur. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli