Átök
"Andskotans fífl", "ertu með einhver derring", "glæpamaður", "are you going somewhere?", "þú litli maður, nýtur þú þess að ************ djöfulsins andskotans fíflið" "þú ert að drepa mig"
Merkilegt hvað þessi orð sögð í bræði geta haft mikil áhrif á mann. Orð sem maður veit að er ekki beint að manni persónulega, heldur sögð vegna þess að persónunni veit eiginlega ekki hvað hún er að segja. Er bara reið.
Maður veit það. En samt... samt byrjar maður að hugsa um þetta og getur ekki losnað við það. Verður svona hugsunarsteinn sem margar hugsanir hnjóta yfir. Verður til vandræða.
Veldur óþægindum. Slæmum draumum, pirringi og veseni. Afhverju geta ekki bara köld rök náð tökum á þessu og ýtt þessu til hliðar... þetta er jú alger vitleysa.
31 júlí, 2003
30 júlí, 2003
Neiðarlegt atvik og STAR WARS
Í gær lenti ég í ein neyðarlegasta atviki lífs míns og þó er ég búin að lenda í þó nokkrum. Þetta var það hrikalegt að það er varla hægt að hlæja að því.
En því miður er þetta þannig atvik að það er ekki hægt að segja frá því á svona opinberum stað. Ég hef nefnilega komist að því að þrátt fyrir að manni langi til þess að segja frá öllu, þá er til fólk sem vill ekki heyra allt. Þetta atvik er eitt af þeim hlutum sem fólk vill ekkert komast að. Svo að ég ætla þegja yfir þessu á blogginu en ef þið viljið þá getið þið heyrt söguna frá mér. En þið verðið að muna það að þetta er kannski eitthvað sem þið viljið ekkert heyra um! Svo að ég er búin að aðvara ykkur!
En í gær spilaði ég líka Star Wars. Ég hef alltaf haft fordóma á móti Star Wars spunaspilinu. Þau örfáu skipti sem ég spilaði þau þá var það mjög flatt og maður nálgaðist ekkert tilfinninguna sem maður fékk þegar horft var á myndirnar. En síðan kom Haraldur hinn Dökki og vildi stjórna því.
Við erum búnir að spila þetta tvisvar og í bæði skiptin vorum við bara tveir spilarar. Samspilari minn spilaði jedi ráðgjafa af manna kynþætti. Ráðgjafi er eins og Joda. Er ekkert sérstaklega góður bardagamaður en hefur ljósasverðið og nokkra Force krafta. Er aðalega í hlutum eins og samningsviðræðum, pólitík og svoleiðis.
Ég aftur á móti spilaði force adept af Ithian kynþætti. Force adept er með með force kraft, og það þó nokkuð af þeim en aftur á móti þá lítur sá karakter á force sem galdra eða krafta frá guðunum. Þeir eru ekki með Jedi kennslu og kunna ekkert á ljósasverðið.
Ég verð nú að játa að ég fékk nokkuð góðan Stjörnustríðs fíling meðan við vorum að spila þetta. Atriði eins og að hoppa úr veðurstjórnarturninum á Corusant (sem er nokkra kílómetra hár) inní sendibíl sem er að þjóta í burtu. Lenda síðan í stuttum bardaga við mann í bílnum sem endar með því að hann flýgur út, ekki af fúsum og frjálsum vilja. Stökkva síðan í farþegasætið og rétt svo geta fest sig áður en bílinn brotlendir á byggingu svona einum kílómetra fyrir neðan.
Seinna þá var ég að fljúga yfir torg þar sem helling af hryðjuverkamönnum voru að gera árás á fólk, henti nokkrum rotsprengjum á hryðjuverkamennina, fljúga að senetor Palpatine þar sem hann er hangandi á svífandi platformi og þar sem jedi sem er gangandi hina myrkru leið er að reyna drepa hann. Öskra á Palpatine að stökkva og fljúga síðan í burtu en fá Jedinn hoppandi á bílinn og eina leiðin til þess að losna við hann var að brotlenda.
Maður vonar eftir að þetta haldi nú áfram, eins og maður vonar með WOD, mage, werewolf ofl.
hörkustuð
Í gær lenti ég í ein neyðarlegasta atviki lífs míns og þó er ég búin að lenda í þó nokkrum. Þetta var það hrikalegt að það er varla hægt að hlæja að því.
En því miður er þetta þannig atvik að það er ekki hægt að segja frá því á svona opinberum stað. Ég hef nefnilega komist að því að þrátt fyrir að manni langi til þess að segja frá öllu, þá er til fólk sem vill ekki heyra allt. Þetta atvik er eitt af þeim hlutum sem fólk vill ekkert komast að. Svo að ég ætla þegja yfir þessu á blogginu en ef þið viljið þá getið þið heyrt söguna frá mér. En þið verðið að muna það að þetta er kannski eitthvað sem þið viljið ekkert heyra um! Svo að ég er búin að aðvara ykkur!
En í gær spilaði ég líka Star Wars. Ég hef alltaf haft fordóma á móti Star Wars spunaspilinu. Þau örfáu skipti sem ég spilaði þau þá var það mjög flatt og maður nálgaðist ekkert tilfinninguna sem maður fékk þegar horft var á myndirnar. En síðan kom Haraldur hinn Dökki og vildi stjórna því.
Við erum búnir að spila þetta tvisvar og í bæði skiptin vorum við bara tveir spilarar. Samspilari minn spilaði jedi ráðgjafa af manna kynþætti. Ráðgjafi er eins og Joda. Er ekkert sérstaklega góður bardagamaður en hefur ljósasverðið og nokkra Force krafta. Er aðalega í hlutum eins og samningsviðræðum, pólitík og svoleiðis.
Ég aftur á móti spilaði force adept af Ithian kynþætti. Force adept er með með force kraft, og það þó nokkuð af þeim en aftur á móti þá lítur sá karakter á force sem galdra eða krafta frá guðunum. Þeir eru ekki með Jedi kennslu og kunna ekkert á ljósasverðið.
Ég verð nú að játa að ég fékk nokkuð góðan Stjörnustríðs fíling meðan við vorum að spila þetta. Atriði eins og að hoppa úr veðurstjórnarturninum á Corusant (sem er nokkra kílómetra hár) inní sendibíl sem er að þjóta í burtu. Lenda síðan í stuttum bardaga við mann í bílnum sem endar með því að hann flýgur út, ekki af fúsum og frjálsum vilja. Stökkva síðan í farþegasætið og rétt svo geta fest sig áður en bílinn brotlendir á byggingu svona einum kílómetra fyrir neðan.
Seinna þá var ég að fljúga yfir torg þar sem helling af hryðjuverkamönnum voru að gera árás á fólk, henti nokkrum rotsprengjum á hryðjuverkamennina, fljúga að senetor Palpatine þar sem hann er hangandi á svífandi platformi og þar sem jedi sem er gangandi hina myrkru leið er að reyna drepa hann. Öskra á Palpatine að stökkva og fljúga síðan í burtu en fá Jedinn hoppandi á bílinn og eina leiðin til þess að losna við hann var að brotlenda.
Maður vonar eftir að þetta haldi nú áfram, eins og maður vonar með WOD, mage, werewolf ofl.
hörkustuð
25 júlí, 2003
Reynsla
Merkilegt hvað sum reynsla fylgir manni lengi. Óþægilegar tilfinningar, hræðsla, ótti, efasemdir, hatur, reiði.
Hinar virðast falla í gleymsku. Maður man frekar hæðnisorðin sem sögð voru fyrir 10 árum síðan heldur en hrósið sem maður fékk í gær. Dýr sem hefur verið lamið og felur sig út í horni. Ógnvaldurinn er löngu horfin en samt er það ennþá að fela sig.
Mistökin sem maður gerði í staðin fyrir það sem gekk vel. Ósigrana í staðin fyrir sigrana. Verkkvíði í staðin fyrir verklokagleði.
Svona festist með reynslu. Slæmri reynslu. En afhverju er góða reynslan svona lengi að ýta þessu út?
Eða er ég kannski bara að eiga slæman dag?
Merkilegt hvað sum reynsla fylgir manni lengi. Óþægilegar tilfinningar, hræðsla, ótti, efasemdir, hatur, reiði.
Hinar virðast falla í gleymsku. Maður man frekar hæðnisorðin sem sögð voru fyrir 10 árum síðan heldur en hrósið sem maður fékk í gær. Dýr sem hefur verið lamið og felur sig út í horni. Ógnvaldurinn er löngu horfin en samt er það ennþá að fela sig.
Mistökin sem maður gerði í staðin fyrir það sem gekk vel. Ósigrana í staðin fyrir sigrana. Verkkvíði í staðin fyrir verklokagleði.
Svona festist með reynslu. Slæmri reynslu. En afhverju er góða reynslan svona lengi að ýta þessu út?
Eða er ég kannski bara að eiga slæman dag?
24 júlí, 2003
Harðsperrur
Váááá.... ég skellti mér í ræktina í gær að reyna að bæta vöðavassann minn. Venjulega þá fer ég með einhverjum en í gær þá mætti félagi minn seint svo ég þurfti að byrja einn. Skellti mér í að æfa brjóst og handleggi.
Byrjaði á bekpressu, liggjandi með stöng. Gekk bara nokkuð vel. Fór upp 55 kg og tók það sex sinnum án aðstoðar. Það mesta sem ég hef tekið er 60 kg og þá tók ég það bara einu sinni og þá með smá aðstoð. Næst þegar ég fer þá ætla ég að reyna taka 60 kg nokkrum sinnum.
Síðan skellti ég mér í bekpressu, hallandi með lóð. Það var nú ekki nógu sniðugt því á þriðja settinu þá var það of mikið fyrir mig. Ég var svo mikill testóböggull að ég ætlaði að reyna við það einn en ég gat ekki lyft því. Reyndi það einu sinni, fór svo í léttari þyngd og prófaði og það gekk ekki heldur. Það er nefnilega erfitt að byrja með lóðin. Fékk síðan einn dreng til að hjálpa mér og kláraði æfinguna.
En maður uppsker eins og maður sáir og nú er ég að sálast herðablaðinu og þetta er byrjað að leiða í bakið.... ekki gott.
Vona bara að ég hafi ekki skemmt neitt!
Váááá.... ég skellti mér í ræktina í gær að reyna að bæta vöðavassann minn. Venjulega þá fer ég með einhverjum en í gær þá mætti félagi minn seint svo ég þurfti að byrja einn. Skellti mér í að æfa brjóst og handleggi.
Byrjaði á bekpressu, liggjandi með stöng. Gekk bara nokkuð vel. Fór upp 55 kg og tók það sex sinnum án aðstoðar. Það mesta sem ég hef tekið er 60 kg og þá tók ég það bara einu sinni og þá með smá aðstoð. Næst þegar ég fer þá ætla ég að reyna taka 60 kg nokkrum sinnum.
Síðan skellti ég mér í bekpressu, hallandi með lóð. Það var nú ekki nógu sniðugt því á þriðja settinu þá var það of mikið fyrir mig. Ég var svo mikill testóböggull að ég ætlaði að reyna við það einn en ég gat ekki lyft því. Reyndi það einu sinni, fór svo í léttari þyngd og prófaði og það gekk ekki heldur. Það er nefnilega erfitt að byrja með lóðin. Fékk síðan einn dreng til að hjálpa mér og kláraði æfinguna.
En maður uppsker eins og maður sáir og nú er ég að sálast herðablaðinu og þetta er byrjað að leiða í bakið.... ekki gott.
Vona bara að ég hafi ekki skemmt neitt!
23 júlí, 2003
Spilerí
Í gær fór ég að spila hjá ókunnugu fólki. Eða ég hélt að það væri ókunnugt. Á huga.is var auglýst eftir spilerum í einhverja Sci-fi grúppu. Ég sagði "pant ég" og það var tekið vel í það.
Ég mætti á staðin í gær, klukkan átta. Mætti aðeins of seinn vegna þess að ég fór út úr strætó á röngum stað. En þegar ég mætti á staðinn þá sá ég að ég þekkti flesta. 4 af 6 nánar tiltekið. 3 af þessum sem ég þekkti hafði ég stjórnað á spilamóti og síðan var einn sem ég hafði hitt á endureisnarfundi Fáfnirs.
Þannig að það var ekki mikið af ókunnugum þarna. Hófst þá persónusköpun og ég valdi það að vera Technician, half bort og eitthvað annað. Eitthver furðulegur kynþáttur, var 1,5 cm á hæð og um 70 kg. Sérhæði mig í því að gera við geimflugar og fatta hvað væri af þeim. Síðan tók maður aðeins í sprengusérfræðingin og setti þó nokkra punkta í sprengjur.
Síðan hóft kynningin á heiminum. Fólkið var búið að útbúa kerfi og heim. Algerlega heimatilbúin en undir áhrifum frá D20 kerfinu. Mesta snilldin var hins vegar heimurinn. Byggðist á mestu leiti á logic og mikill tími hefði verið eytt í það að útbúa mismunandi útlit geimskipa og að búa til raunverulegan heim.
Þetta var rólegt kvöld þar sem mestur tímin fór í spjall og að kynnast. Undurbjuggum næsta spilasession þar sem mjög líklega gerist eitthvað action. Þar sem við eigum að flytja einhvað undrabarn á milli tveggja staða í vetrarbrautinni. Mjög líklega verður gert áras á okkur af einhverjum óprúttnum náungum sem vilja klófesta barnið.
Merkilegt!
Í gær fór ég að spila hjá ókunnugu fólki. Eða ég hélt að það væri ókunnugt. Á huga.is var auglýst eftir spilerum í einhverja Sci-fi grúppu. Ég sagði "pant ég" og það var tekið vel í það.
Ég mætti á staðin í gær, klukkan átta. Mætti aðeins of seinn vegna þess að ég fór út úr strætó á röngum stað. En þegar ég mætti á staðinn þá sá ég að ég þekkti flesta. 4 af 6 nánar tiltekið. 3 af þessum sem ég þekkti hafði ég stjórnað á spilamóti og síðan var einn sem ég hafði hitt á endureisnarfundi Fáfnirs.
Þannig að það var ekki mikið af ókunnugum þarna. Hófst þá persónusköpun og ég valdi það að vera Technician, half bort og eitthvað annað. Eitthver furðulegur kynþáttur, var 1,5 cm á hæð og um 70 kg. Sérhæði mig í því að gera við geimflugar og fatta hvað væri af þeim. Síðan tók maður aðeins í sprengusérfræðingin og setti þó nokkra punkta í sprengjur.
Síðan hóft kynningin á heiminum. Fólkið var búið að útbúa kerfi og heim. Algerlega heimatilbúin en undir áhrifum frá D20 kerfinu. Mesta snilldin var hins vegar heimurinn. Byggðist á mestu leiti á logic og mikill tími hefði verið eytt í það að útbúa mismunandi útlit geimskipa og að búa til raunverulegan heim.
Þetta var rólegt kvöld þar sem mestur tímin fór í spjall og að kynnast. Undurbjuggum næsta spilasession þar sem mjög líklega gerist eitthvað action. Þar sem við eigum að flytja einhvað undrabarn á milli tveggja staða í vetrarbrautinni. Mjög líklega verður gert áras á okkur af einhverjum óprúttnum náungum sem vilja klófesta barnið.
Merkilegt!
22 júlí, 2003
Unglingabólur og annað
Hvað er þetta með unglingabólur! Á maður ekki að losna við þær á endanum? Afhverju í ands... er ég ennþá að fá þessar helv... graftarbólur í andlit? Ég er löngu hættur að vera unglingur!
Ástæður fyrir þessum skrifum er pirrandi graftarbóla, sem mig verkjar gríðarlega í og er á vinstri hlið, rétt við varirnar. Á versta stað. Hvers á maður að gjalda!
Í dag er ég líka orðin pirraður á skannernum í vinnunni. Hann er búin að vera leiðinlegur og þreytandi og mig langar svo að taka Office Space senu á hann.
En ég póstaði smá hugsun á Huga.is um tungumál og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.
Hvað er þetta með unglingabólur! Á maður ekki að losna við þær á endanum? Afhverju í ands... er ég ennþá að fá þessar helv... graftarbólur í andlit? Ég er löngu hættur að vera unglingur!
Ástæður fyrir þessum skrifum er pirrandi graftarbóla, sem mig verkjar gríðarlega í og er á vinstri hlið, rétt við varirnar. Á versta stað. Hvers á maður að gjalda!
Í dag er ég líka orðin pirraður á skannernum í vinnunni. Hann er búin að vera leiðinlegur og þreytandi og mig langar svo að taka Office Space senu á hann.
En ég póstaði smá hugsun á Huga.is um tungumál og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.
18 júlí, 2003
Tungumál
Ég var að kynnast manneskju sem stunda þann leik að á hverri viku þá finnur hún orð vikunnar. Gerir þetta með nokkrum ættmennum sínum og virðist gera þetta af miklum móð. Eins og ég skil þetta þá er hugsunin sú að auðga talað íslenskt mál.
Þetta er líka manneskja sem leiðréttir mig þegar ég tala slæmt mál. Ég hef alltaf lent í því í gegnum tíðina að það er einhver að leiðrétta mig. "'Eg heiti Sivar og ég er með þágufallssýki".
Stundum hef ég varið þetta og sagt að það skipti ekki máli hvort ég segi mér, mig eða ég langa. Það skilja allir hvað ég meina og hananú. En þá hefur þetta verið kallað barnaleg afsökun fyrir leti að minni hálfu.
En er þetta leti hjá mér? Ég hef aldrei haft mikin áhuga á íslensku tungumáli.. eða tungumálum yfirhöfuð. Þegar ég var á unglingsaldri þá fór ég í hinar ýmsu pælingar um mál og hugtök og komst að því að tungumál er verkfæri samskipta. Þetta er verkfæri er meingallað vegna þess að það er stundum ekki sami skilningur á orðum. Þegar ég segi "djöfullin" þá nota ég þetta orði í útrás fyrir tilfinningum og pirringi en gamla konan sér fyrir sér rauðan kall með horn og hala. Öll orð eru svona. Það er stundum mjög ólíkt hvað fólk leggur í merkingu orða. Þannig að afhverju að vera fullkomna eitthvað sem er þegar gallað?
Þetta hefur líka verið mín hugsjón. Svo lengi sem einhver skilur þig hvað þú ert að meina þá skiptir ekki máli hvort að hann tjái sig með vondri/góðri Íslensku, dönsku, bendingar, táknmál eða eitthvað .
En síðan hittir maður manneskjur sem eru miklu betri í þessu en maður sjálfur og þá skammast maður sín og veltir aftur fyrir sér spurningunni er þetta bara leti?
Kannski var roleplayið, allar ensku bækurnar sem ég las, ég fékk ekki stuðning í Íslensku frá umhverfinu, ég aldist upp í stórborg osfrv, osfrv.
Get ég breytt þessu? Kannski, ef ég hefði áhuga....
Það er flott að það sé til fólk sem hefur áhuga á íslensku tungumáli og reyni að auðga mál sitt.
En spurning er: á ég að skammast min fyrir þetta?
Ég var að kynnast manneskju sem stunda þann leik að á hverri viku þá finnur hún orð vikunnar. Gerir þetta með nokkrum ættmennum sínum og virðist gera þetta af miklum móð. Eins og ég skil þetta þá er hugsunin sú að auðga talað íslenskt mál.
Þetta er líka manneskja sem leiðréttir mig þegar ég tala slæmt mál. Ég hef alltaf lent í því í gegnum tíðina að það er einhver að leiðrétta mig. "'Eg heiti Sivar og ég er með þágufallssýki".
Stundum hef ég varið þetta og sagt að það skipti ekki máli hvort ég segi mér, mig eða ég langa. Það skilja allir hvað ég meina og hananú. En þá hefur þetta verið kallað barnaleg afsökun fyrir leti að minni hálfu.
En er þetta leti hjá mér? Ég hef aldrei haft mikin áhuga á íslensku tungumáli.. eða tungumálum yfirhöfuð. Þegar ég var á unglingsaldri þá fór ég í hinar ýmsu pælingar um mál og hugtök og komst að því að tungumál er verkfæri samskipta. Þetta er verkfæri er meingallað vegna þess að það er stundum ekki sami skilningur á orðum. Þegar ég segi "djöfullin" þá nota ég þetta orði í útrás fyrir tilfinningum og pirringi en gamla konan sér fyrir sér rauðan kall með horn og hala. Öll orð eru svona. Það er stundum mjög ólíkt hvað fólk leggur í merkingu orða. Þannig að afhverju að vera fullkomna eitthvað sem er þegar gallað?
Þetta hefur líka verið mín hugsjón. Svo lengi sem einhver skilur þig hvað þú ert að meina þá skiptir ekki máli hvort að hann tjái sig með vondri/góðri Íslensku, dönsku, bendingar, táknmál eða eitthvað .
En síðan hittir maður manneskjur sem eru miklu betri í þessu en maður sjálfur og þá skammast maður sín og veltir aftur fyrir sér spurningunni er þetta bara leti?
Kannski var roleplayið, allar ensku bækurnar sem ég las, ég fékk ekki stuðning í Íslensku frá umhverfinu, ég aldist upp í stórborg osfrv, osfrv.
Get ég breytt þessu? Kannski, ef ég hefði áhuga....
Það er flott að það sé til fólk sem hefur áhuga á íslensku tungumáli og reyni að auðga mál sitt.
En spurning er: á ég að skammast min fyrir þetta?
17 júlí, 2003
Að blogga
Já afhverju er maður að þessu? Hvaða sýniþörf er hjá fólki sem fer að blogga?
Þegar ég minnist á það að ég blogga þá segja margir "bölvað rugl" eða spyrja afhverju ég bloggi. Í fyrstu átti ég lítið um svör. Ég eiginlega vissi ekki afhverju ég væri að þessu. Mig langaði bara að gera þetta. Hafði reynt einu sinni áður en síðan datt sú síða niður og ég hætti þessu.
Svo einn daginn ákvað ég að byrja aftur. En afhverju?
Þetta er viss sýniþörf hjá mér. Mig langar að fólk lesi um mig og hvað ég er að gera. Mig langar að segja frá mörgu en oft kemur það upp að fólk vill ekki hlusta. Þá kemur bloggið til sögunar.
Síðan er þetta vettvangur fyrir fólk til þess að vera í sambandi við mig, það er svona unexpected bónus sem kom i ljós eftir að ég var byrjaður. Fólk sem bjó í útlöndum en voru vinir mínir gátu lesið um mig á blogginu.
Þetta tvennt er aðalástæða fyrir því að ég blogga. Í dag var ég að komast að því að síðan mín kemur fram á nagportal, það kom mér soldið á óvart. En það var samt svolítið gaman. Kitlar egoið. Það hafa verið þó nokkuð um heimsóknir þaðan. Bara gaman að því.
En já. Þetta var bloggið í dag.
Já afhverju er maður að þessu? Hvaða sýniþörf er hjá fólki sem fer að blogga?
Þegar ég minnist á það að ég blogga þá segja margir "bölvað rugl" eða spyrja afhverju ég bloggi. Í fyrstu átti ég lítið um svör. Ég eiginlega vissi ekki afhverju ég væri að þessu. Mig langaði bara að gera þetta. Hafði reynt einu sinni áður en síðan datt sú síða niður og ég hætti þessu.
Svo einn daginn ákvað ég að byrja aftur. En afhverju?
Þetta er viss sýniþörf hjá mér. Mig langar að fólk lesi um mig og hvað ég er að gera. Mig langar að segja frá mörgu en oft kemur það upp að fólk vill ekki hlusta. Þá kemur bloggið til sögunar.
Síðan er þetta vettvangur fyrir fólk til þess að vera í sambandi við mig, það er svona unexpected bónus sem kom i ljós eftir að ég var byrjaður. Fólk sem bjó í útlöndum en voru vinir mínir gátu lesið um mig á blogginu.
Þetta tvennt er aðalástæða fyrir því að ég blogga. Í dag var ég að komast að því að síðan mín kemur fram á nagportal, það kom mér soldið á óvart. En það var samt svolítið gaman. Kitlar egoið. Það hafa verið þó nokkuð um heimsóknir þaðan. Bara gaman að því.
En já. Þetta var bloggið í dag.
16 júlí, 2003
Paintball
Finn svitan leka. Bíð. Allir skaka sér óþreyjufullur, bíða. Möndla byssuna, athuga skotin, nóg af skotum. Er með einn aukapakka, ætti að duga. Flaut.
"Ég fer í áttina að bílnum" Segir Jónas Frændi og fer. Allir þjóta, kúlnahríðni byrjar. Sé skotin þjóta framhjá, heyri í þeim lenda í grasinu. Bakka, ætla að fara til hægri og koma að hliðinni. Sé að það er of opið. Fer til baka, fer á bakvið heybagga. Lít í kringum, gríman er kámug og móða er byrjuð að myndast.
Sé Jónas, hann er að skríða frá bílnum og til hægri. Hleyp til hans, læt nokkrar kúlur þjóta. Það lenta nokkrar kúlur í bílnum. Stekk niður.
"Flönkum"
"Farð þú ég kovera" Segir Jónas. Og rís upp og lætur nokkrar kúlur þjóta. Hleyp í áttina að heybagga og stekk niður. Læta byssuna gagga. Móðan er orðin mikil, sólin sker í augun. Andadráttur mikill. Lít eftir veginum sé ekki neinn. Stekk upp og hleyp. Sé hvar nokkrar kúlur þjóta í áttina að mér. Finn fyrir einhverju sem lendir í hálsinum. Fell. Andadráttur, þreifa, engin bleyta. Sést ekkert, vegna móðu.
"Sérðu eitthvað Jónas?"
"neibb"
Stend upp snerti gikkinn nokkrum sinnum, læt nokkrar kúlur þjóta. Fer til Jónas.
"Ertu viss?"
Jónas lítur og skoðar.
"jamm, ekker þarna."
Held áfram. Skyggni ekkert. Fer á hnéinn bakvið skúr. Læt nokkrar kúlur þjóta. Sést ekkert. Móðan fyrir. Bölva.
"Hvar er Óvinurinn?"
"Við bílinn" og bendir. Sé ekkert, ekki bíl. Læt nokkur skot þjóta, byssan fer af stað. Stoppar ekki.
"BYSSA BILUÐ" Aftur og aftur. Dómarinn kemur hlaupandi. Krýpur niður og tekur byssuna. Fer í skúmaskot og fylgist með, þurka úr grímunni án þess að taka hana af hausnum. Jónas skiptist á skotum við einhvern.
"Þú hefur skotið eins og brjálaður" Segir dómarinn. Jónas fær skot í sig og stekkur niður.
"Er eitthvað?" Segir Jónas
"Nei, þú ert hreinn" Segir dómarinn og réttir byssuna, hleypur í burtu.
Hleypi nokkrum skotum í áttina að bílnum. Jónas tekur þátt í því. Sjáum byssu, hleypum báðir af.
"Ég er dauður" Segir Valdi og urrar. Andadráttur komin aftur, móðan komin.
Hætti að skjóta. Bíð. Hálfkrjúpandi fer áfram. Kem að horninu að húsinu, lít snögglega fyrir horn. Sé engan. Jónas er nálægt og Helga stendur við hitt hornið. Læt byssuna niður, þurka aftur úr gríumunni. Heyri skothljóð, helga skiptist á skotum við einhvern.
"fara?"
"Ég kóvera"
Stekk fyrir hornin og hleyp að hinu horninu. Skotin frá Jónasi þjóta framhjá, engin skot koma á móti. Lít fyrir horn. Óvinur er á hnjánum 3-4 metra frá, snýr frá. Miða, skotið lendir í mjóbakinu. Öskur og blót
"ÞÚ ÁTT EKKI AÐ SKJÓTA SVONA NÁLÆGT" Öskrar Kolbrún hin bláa.
"Fyrigefðu"
Fer í skjól. Jónas elti ekki. Lít aftur. Kolbrún labbar í burtu bölvandi. Annar óvinur er þar sem Kolbrún var, var í skjóli fyrst. Síðan er sá þriðji aðeins til hægri. Miða. tekk nokkrum sinnum í gikkinn. Skotin lenda á keflinu sem óvinurinn skýlir sér bakvið. Skotin er svöruð. Lendir eitt í veggnum og slettur lenda á glerinu. Stekk í skjól. Hristi byssuna. Fá skot eftir.
"Byssa biluð" Segir einhver úr fjalægð, kannski Jónas. Bölva. Lít við horn. Sé Huldu bláa standa. Miða.
"Er ekki stopp?" Segir hún.
"Nei, þótt byssa bilar þá stoppar ekki leikurinn"
"ok. Leyfðu mér að komast til baka"
"Ekkert mál" Fer í skjól.
Stekk til baka þar sem Jónas var. Stoppa, krýp niður. Tek upp aukapakkan af skotunum. Hleð. Móðan mikil. Andadráttur. Sviti.
Fer hálkrúpandi til baka.
Flaut.
Stoppa. Lappa á staðin sem dómarinn er. Læt niður byssuna. Anda. Þurka svitan.
3 hvítir lifandi. 2 Bláir.
SIGUR!
Finn svitan leka. Bíð. Allir skaka sér óþreyjufullur, bíða. Möndla byssuna, athuga skotin, nóg af skotum. Er með einn aukapakka, ætti að duga. Flaut.
"Ég fer í áttina að bílnum" Segir Jónas Frændi og fer. Allir þjóta, kúlnahríðni byrjar. Sé skotin þjóta framhjá, heyri í þeim lenda í grasinu. Bakka, ætla að fara til hægri og koma að hliðinni. Sé að það er of opið. Fer til baka, fer á bakvið heybagga. Lít í kringum, gríman er kámug og móða er byrjuð að myndast.
Sé Jónas, hann er að skríða frá bílnum og til hægri. Hleyp til hans, læt nokkrar kúlur þjóta. Það lenta nokkrar kúlur í bílnum. Stekk niður.
"Flönkum"
"Farð þú ég kovera" Segir Jónas. Og rís upp og lætur nokkrar kúlur þjóta. Hleyp í áttina að heybagga og stekk niður. Læta byssuna gagga. Móðan er orðin mikil, sólin sker í augun. Andadráttur mikill. Lít eftir veginum sé ekki neinn. Stekk upp og hleyp. Sé hvar nokkrar kúlur þjóta í áttina að mér. Finn fyrir einhverju sem lendir í hálsinum. Fell. Andadráttur, þreifa, engin bleyta. Sést ekkert, vegna móðu.
"Sérðu eitthvað Jónas?"
"neibb"
Stend upp snerti gikkinn nokkrum sinnum, læt nokkrar kúlur þjóta. Fer til Jónas.
"Ertu viss?"
Jónas lítur og skoðar.
"jamm, ekker þarna."
Held áfram. Skyggni ekkert. Fer á hnéinn bakvið skúr. Læt nokkrar kúlur þjóta. Sést ekkert. Móðan fyrir. Bölva.
"Hvar er Óvinurinn?"
"Við bílinn" og bendir. Sé ekkert, ekki bíl. Læt nokkur skot þjóta, byssan fer af stað. Stoppar ekki.
"BYSSA BILUÐ" Aftur og aftur. Dómarinn kemur hlaupandi. Krýpur niður og tekur byssuna. Fer í skúmaskot og fylgist með, þurka úr grímunni án þess að taka hana af hausnum. Jónas skiptist á skotum við einhvern.
"Þú hefur skotið eins og brjálaður" Segir dómarinn. Jónas fær skot í sig og stekkur niður.
"Er eitthvað?" Segir Jónas
"Nei, þú ert hreinn" Segir dómarinn og réttir byssuna, hleypur í burtu.
Hleypi nokkrum skotum í áttina að bílnum. Jónas tekur þátt í því. Sjáum byssu, hleypum báðir af.
"Ég er dauður" Segir Valdi og urrar. Andadráttur komin aftur, móðan komin.
Hætti að skjóta. Bíð. Hálfkrjúpandi fer áfram. Kem að horninu að húsinu, lít snögglega fyrir horn. Sé engan. Jónas er nálægt og Helga stendur við hitt hornið. Læt byssuna niður, þurka aftur úr gríumunni. Heyri skothljóð, helga skiptist á skotum við einhvern.
"fara?"
"Ég kóvera"
Stekk fyrir hornin og hleyp að hinu horninu. Skotin frá Jónasi þjóta framhjá, engin skot koma á móti. Lít fyrir horn. Óvinur er á hnjánum 3-4 metra frá, snýr frá. Miða, skotið lendir í mjóbakinu. Öskur og blót
"ÞÚ ÁTT EKKI AÐ SKJÓTA SVONA NÁLÆGT" Öskrar Kolbrún hin bláa.
"Fyrigefðu"
Fer í skjól. Jónas elti ekki. Lít aftur. Kolbrún labbar í burtu bölvandi. Annar óvinur er þar sem Kolbrún var, var í skjóli fyrst. Síðan er sá þriðji aðeins til hægri. Miða. tekk nokkrum sinnum í gikkinn. Skotin lenda á keflinu sem óvinurinn skýlir sér bakvið. Skotin er svöruð. Lendir eitt í veggnum og slettur lenda á glerinu. Stekk í skjól. Hristi byssuna. Fá skot eftir.
"Byssa biluð" Segir einhver úr fjalægð, kannski Jónas. Bölva. Lít við horn. Sé Huldu bláa standa. Miða.
"Er ekki stopp?" Segir hún.
"Nei, þótt byssa bilar þá stoppar ekki leikurinn"
"ok. Leyfðu mér að komast til baka"
"Ekkert mál" Fer í skjól.
Stekk til baka þar sem Jónas var. Stoppa, krýp niður. Tek upp aukapakkan af skotunum. Hleð. Móðan mikil. Andadráttur. Sviti.
Fer hálkrúpandi til baka.
Flaut.
Stoppa. Lappa á staðin sem dómarinn er. Læt niður byssuna. Anda. Þurka svitan.
3 hvítir lifandi. 2 Bláir.
SIGUR!
14 júlí, 2003
Sími!
Mig vantar nýjan síma! Þetta er orðið það slæmt að mig langar að grýta honum út úr gluggan í vinnunni minni. Hann deyr alltaf, án undantekninga eftir svona hálfs mínútna spjall. Rafhlaðan er orðin það léleg! Þannig að ef ég skell á einhvern þá veit hann ástæðuna.
Verð að kaupa mér nýjan Gemsa. Stefni á að gera það næstu mánaðarmót. Veit einhver um gott tilboð á síma... má ekki vera of mikið, tími því ekki.
Ég held að hann Bubbi hafi ekki hitt á réttan nagla í laginu um helvíti á nýju plötunni hans. Þar segir hann "Í helvíti endast Gemsarnir heila mannsævi". Ég held að það væri bara himnaríki!
Mig vantar nýjan síma! Þetta er orðið það slæmt að mig langar að grýta honum út úr gluggan í vinnunni minni. Hann deyr alltaf, án undantekninga eftir svona hálfs mínútna spjall. Rafhlaðan er orðin það léleg! Þannig að ef ég skell á einhvern þá veit hann ástæðuna.
Verð að kaupa mér nýjan Gemsa. Stefni á að gera það næstu mánaðarmót. Veit einhver um gott tilboð á síma... má ekki vera of mikið, tími því ekki.
Ég held að hann Bubbi hafi ekki hitt á réttan nagla í laginu um helvíti á nýju plötunni hans. Þar segir hann "Í helvíti endast Gemsarnir heila mannsævi". Ég held að það væri bara himnaríki!
11 júlí, 2003
Góður dagur!
Þetta er búið að vera ánægjulegir dagar. Í gær og í dag. Ég fékk yfirvinnu á mig í gær hjá vinnunni sem ég er fyrir hádegi og það var verkefni sem ég hélt að mundi taka svona einn til tvo tíma en yfirmaður minn hélt að það mundi taka lengri. Þetta var verkefni sem fjallaði um að setja saman heilsteyptan texta úr mörgum skjölum. Nú ég gerði það á einum og hálfum tíma og fékk mér einn tékkneskan með því. Skilaði síðan verkenfinu til yfirmannsins og fór á tónleika.
Tónleikar með Hafdísi. Hafdís Bjarnadóttir er tónlistarmaður af líf og sál. Það mætti halda að tónlistin lifi sérstöku lífi í henni. Allt snýst í kringum tónlist, draumakarlmaðurinn er "hann er nakin.... og heldur á gítar". Ég er búin að þekkja Hafdísi frá því að ég var lítill. Alla vega frá því í 6 ára bekk ef ekki frá því í leikskóla. En við vorum engir vinir eða þvíumlíkt, við bara könnuðumst við hvort annað. Síðan kom fjölbraut og þá einhvern vegin kynntumst við aftur. Síðan hætti framhaldsskólin og við höfum hist sjaldan. En það er alltaf gaman að hitta hana, Tónlistin var svona.... arrgghh... get ekki lýst.. does not comupute.... góð tónlist.
Og síðan kom þessi dagur, og þá var textin tilbúin. Ég þurfti bara að rekja smiðshöggið á þetta og volla.... þetta er búið. Aðalverkefnið er búið hjá mér! Veeeeeiii veeiiii veiiii!
Nú er ég ánægður maður!
Almættið brosir í dag!
En það gerir það sjaldan lengi í einu!
Þetta er búið að vera ánægjulegir dagar. Í gær og í dag. Ég fékk yfirvinnu á mig í gær hjá vinnunni sem ég er fyrir hádegi og það var verkefni sem ég hélt að mundi taka svona einn til tvo tíma en yfirmaður minn hélt að það mundi taka lengri. Þetta var verkefni sem fjallaði um að setja saman heilsteyptan texta úr mörgum skjölum. Nú ég gerði það á einum og hálfum tíma og fékk mér einn tékkneskan með því. Skilaði síðan verkenfinu til yfirmannsins og fór á tónleika.
Tónleikar með Hafdísi. Hafdís Bjarnadóttir er tónlistarmaður af líf og sál. Það mætti halda að tónlistin lifi sérstöku lífi í henni. Allt snýst í kringum tónlist, draumakarlmaðurinn er "hann er nakin.... og heldur á gítar". Ég er búin að þekkja Hafdísi frá því að ég var lítill. Alla vega frá því í 6 ára bekk ef ekki frá því í leikskóla. En við vorum engir vinir eða þvíumlíkt, við bara könnuðumst við hvort annað. Síðan kom fjölbraut og þá einhvern vegin kynntumst við aftur. Síðan hætti framhaldsskólin og við höfum hist sjaldan. En það er alltaf gaman að hitta hana, Tónlistin var svona.... arrgghh... get ekki lýst.. does not comupute.... góð tónlist.
Og síðan kom þessi dagur, og þá var textin tilbúin. Ég þurfti bara að rekja smiðshöggið á þetta og volla.... þetta er búið. Aðalverkefnið er búið hjá mér! Veeeeeiii veeiiii veiiii!
Nú er ég ánægður maður!
Almættið brosir í dag!
En það gerir það sjaldan lengi í einu!
10 júlí, 2003
07 júlí, 2003
Eftir helgi
Já þessi helgi er búin og ég ákvað að skella mér á Humarhátíð á Höfn. Þessi helgi var waste of time and money. Helgin var frekar slöpp og ég fékk ekki mikið út úr þessari helgi.
En þar sem ég er búin að eyða töluverðum tíma í það að nöldra um þetta við allt fólkið sem ég hef talað við þá ætla ég að reyna að sjá hvað var gaman við þetta.
1. Ég hafði voðalega gaman að því að sjá hvað mannlífsflóran var stór sem var þarna. Ég spjallaði við Þröst og Jónas sem voru tveir gaurar sem voru að pissa út í eitthvað hús þegar ég þurfti að skvetta úr skinnsoknum. Þetta voru fínir gaurar, hann Jónas átti allt safnið með Bubba og fílaði hann í ræmur. Spjölluðum um rokkarastílinn minn og þegar ég sagði þeim að ég hafði farið á Metalica tónleika þá varð Þröstur rosalega hrifin og spjallaði í nokkurn tíma um það.
Síðan spjallaði smá tíma við Baldur sem opnaði bjórinn minn með GSM símanum sínum. Hann var nýkomin frá Hróarskeldu.
Síðan spjallaði helling við hana Áslaugu sem var 18 ára mær frá Ísafirði, sem var rosalega hrifin af hárinu mínu. Hún var á föstu með einhverjum strák sem var á hestamóti og átti bróður sem var í hljómsveitinni "myrk".
Spjallaði við mann sem var að kynna bækur þarna á humarhátíðinni yfir matnum á hótelinu, fínasti kall.
2.Síðan er alltaf gott að vita að mannfólk er í heildina frekar heiðarlegt. Ég nefnilega lét talsvert af farangrinum mínum í annan bíl og síðan hitti ég ekki þá einstaklinga alla helgina og þeir voru með flest allta dótið mitt (and you wonder why I did not like this weekend). Ég fór svo í bæinn á sunnudeginum án þess að hafa dótið. En eftir að hafa grenslast fyrir um símanúmer og hringt í strákana þá skutluðu þeir dótinu mínu heim til mín. Ekkert mál sögðu þeir. Og ég var auðvitað mjög þakklátur fyrir þennan greiða. Þeir þurftu ekkert að skutla dótinu til mín og hefðu geta rænt einhverju úr því... ekki það að eitthvað hafi verið merkilegt við það.... en það er auðvitað annað mál.
3.Maður lærir auðvitað heilmarkt af svona mistökum. Ekki fara með fólki í ferð sem þú treystir ekki. Alltaf taka með sér góðar græjur. Ekki láta dótið frá þér, nema ef þú hefur einhvern ákveðin randevou point eða símanúmer. Að heyra aðra stunda sóðalegt kynlíf í fortjaldi er ekki sexy eða skemmtilegt.
En svona er þetta... maður lærir af reynslunni (ég ætlaði að segja maður lifir og lærir... en fattaði það að það er bara sletta sem hefu verið þýdd).
2.
Já þessi helgi er búin og ég ákvað að skella mér á Humarhátíð á Höfn. Þessi helgi var waste of time and money. Helgin var frekar slöpp og ég fékk ekki mikið út úr þessari helgi.
En þar sem ég er búin að eyða töluverðum tíma í það að nöldra um þetta við allt fólkið sem ég hef talað við þá ætla ég að reyna að sjá hvað var gaman við þetta.
1. Ég hafði voðalega gaman að því að sjá hvað mannlífsflóran var stór sem var þarna. Ég spjallaði við Þröst og Jónas sem voru tveir gaurar sem voru að pissa út í eitthvað hús þegar ég þurfti að skvetta úr skinnsoknum. Þetta voru fínir gaurar, hann Jónas átti allt safnið með Bubba og fílaði hann í ræmur. Spjölluðum um rokkarastílinn minn og þegar ég sagði þeim að ég hafði farið á Metalica tónleika þá varð Þröstur rosalega hrifin og spjallaði í nokkurn tíma um það.
Síðan spjallaði smá tíma við Baldur sem opnaði bjórinn minn með GSM símanum sínum. Hann var nýkomin frá Hróarskeldu.
Síðan spjallaði helling við hana Áslaugu sem var 18 ára mær frá Ísafirði, sem var rosalega hrifin af hárinu mínu. Hún var á föstu með einhverjum strák sem var á hestamóti og átti bróður sem var í hljómsveitinni "myrk".
Spjallaði við mann sem var að kynna bækur þarna á humarhátíðinni yfir matnum á hótelinu, fínasti kall.
2.Síðan er alltaf gott að vita að mannfólk er í heildina frekar heiðarlegt. Ég nefnilega lét talsvert af farangrinum mínum í annan bíl og síðan hitti ég ekki þá einstaklinga alla helgina og þeir voru með flest allta dótið mitt (and you wonder why I did not like this weekend). Ég fór svo í bæinn á sunnudeginum án þess að hafa dótið. En eftir að hafa grenslast fyrir um símanúmer og hringt í strákana þá skutluðu þeir dótinu mínu heim til mín. Ekkert mál sögðu þeir. Og ég var auðvitað mjög þakklátur fyrir þennan greiða. Þeir þurftu ekkert að skutla dótinu til mín og hefðu geta rænt einhverju úr því... ekki það að eitthvað hafi verið merkilegt við það.... en það er auðvitað annað mál.
3.Maður lærir auðvitað heilmarkt af svona mistökum. Ekki fara með fólki í ferð sem þú treystir ekki. Alltaf taka með sér góðar græjur. Ekki láta dótið frá þér, nema ef þú hefur einhvern ákveðin randevou point eða símanúmer. Að heyra aðra stunda sóðalegt kynlíf í fortjaldi er ekki sexy eða skemmtilegt.
En svona er þetta... maður lærir af reynslunni (ég ætlaði að segja maður lifir og lærir... en fattaði það að það er bara sletta sem hefu verið þýdd).
2.
04 júlí, 2003
Helgarplön
Já önnur helgi er að renna upp. Maður velti sér hvað á maður að gera? Þau plön sem ég hafði beðið fyrir voru ekki samþykkt af almættinu, hann segir víst stundum "nei". Þannig að maður hefur nokkra valkosti.
Vera í bænum, þá mundi ég fara i Skvass á morgun og fara í ræktina, mundi geta sinnt pablo aðeins og síðan hef ég nóg að lesa þar sem ég keypti mér 3 bækur ekki fyrir svo löngu.
Annar möguleiki er að fara í sumarbústaðinn í Ásgarði með gamla settinu. Ég hef ekki komið þar í langan tíma og það væri öruglega fínt að hanga þar í smá tíma. Góð afslöppun, góður matur og dúlerí.
Þriðji möguleikinn er að fara á Humarhátíð á Höfn. Hinn Dökkhærði vinur minn ætlar að skella sér og ég hafði hug á því að fara sjálfur. Ég fór þangað ´98 og skemmti mér furðuvel, fór í partí með einhverjum Hornfirðingum, lenti á séns og borðaði mikið af humar.
Alir þessir möguleikar eru fínir en ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera.
HJÁLP!
Já önnur helgi er að renna upp. Maður velti sér hvað á maður að gera? Þau plön sem ég hafði beðið fyrir voru ekki samþykkt af almættinu, hann segir víst stundum "nei". Þannig að maður hefur nokkra valkosti.
Vera í bænum, þá mundi ég fara i Skvass á morgun og fara í ræktina, mundi geta sinnt pablo aðeins og síðan hef ég nóg að lesa þar sem ég keypti mér 3 bækur ekki fyrir svo löngu.
Annar möguleiki er að fara í sumarbústaðinn í Ásgarði með gamla settinu. Ég hef ekki komið þar í langan tíma og það væri öruglega fínt að hanga þar í smá tíma. Góð afslöppun, góður matur og dúlerí.
Þriðji möguleikinn er að fara á Humarhátíð á Höfn. Hinn Dökkhærði vinur minn ætlar að skella sér og ég hafði hug á því að fara sjálfur. Ég fór þangað ´98 og skemmti mér furðuvel, fór í partí með einhverjum Hornfirðingum, lenti á séns og borðaði mikið af humar.
Alir þessir möguleikar eru fínir en ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera.
HJÁLP!
02 júlí, 2003
Duglegur Gaur!
Já ég var duglegur í gær. Fór á fund hjá Urkí og var gerður af verkefnisstjóri yfir L-12 búðinni ásamt stúlku sem heitir Ása. Afhverju? Vegna þess að þetta er auðvelt verkefni sem er að klúðrast og ég tel mig geta bjargað því. Síðan mun tímin leiða í ljós hvort að það sé satt.
Eftir fundinn var allt of seint að fara í Ræktina þannig að ég ákvað að rölta aðeins um bæinn. Ég kíkti í mál og menningu og sá þar tilboðskiljur sem ég gat ekki látið í friði svo að ég keypti tvær. Síðan fór ég í pennan, austurstræti og var í smá stund þar og labbaði út með aðra bók (já ég veit... samtals þrjár bækur... en þær voru svo freystandi).
Þá ákvað ég að fara í Ground-Zero, var þar í smá stund að skjóta bandaríkjamenn í snildarleiknum Battlefield 1942. Stóð mig mjög vel í þeim leik og fór algerlega að kostum. En svo kom leiðinlegt borð svo að ég hætti þar og fór að spila Command and Conquer: Generals. Tók smá leik í honum og hann lítur nokkuð vel út. Síðan var ég rifin til Raunveruleikans með ósk um rigningu svo að ég rölti heim.
Þegar ég kom heim þá ákvað að ég að fara þrífa. Sem ég og gerði. Þurkaði af flestu, þreif klósettið og allt þar inni. Strauk yfir allt með rykmoppu, skipti á rúmminu og fór meira að segja í sturtu. Já ég var duglegur í gær!
En nú ætla að ég að fara í ræktina og sækja svo Pablo vin minn.
Já ég var duglegur í gær. Fór á fund hjá Urkí og var gerður af verkefnisstjóri yfir L-12 búðinni ásamt stúlku sem heitir Ása. Afhverju? Vegna þess að þetta er auðvelt verkefni sem er að klúðrast og ég tel mig geta bjargað því. Síðan mun tímin leiða í ljós hvort að það sé satt.
Eftir fundinn var allt of seint að fara í Ræktina þannig að ég ákvað að rölta aðeins um bæinn. Ég kíkti í mál og menningu og sá þar tilboðskiljur sem ég gat ekki látið í friði svo að ég keypti tvær. Síðan fór ég í pennan, austurstræti og var í smá stund þar og labbaði út með aðra bók (já ég veit... samtals þrjár bækur... en þær voru svo freystandi).
Þá ákvað ég að fara í Ground-Zero, var þar í smá stund að skjóta bandaríkjamenn í snildarleiknum Battlefield 1942. Stóð mig mjög vel í þeim leik og fór algerlega að kostum. En svo kom leiðinlegt borð svo að ég hætti þar og fór að spila Command and Conquer: Generals. Tók smá leik í honum og hann lítur nokkuð vel út. Síðan var ég rifin til Raunveruleikans með ósk um rigningu svo að ég rölti heim.
Þegar ég kom heim þá ákvað að ég að fara þrífa. Sem ég og gerði. Þurkaði af flestu, þreif klósettið og allt þar inni. Strauk yfir allt með rykmoppu, skipti á rúmminu og fór meira að segja í sturtu. Já ég var duglegur í gær!
En nú ætla að ég að fara í ræktina og sækja svo Pablo vin minn.
01 júlí, 2003
Fikta og annað
Jæja loksins kom ég tenglunum í lag og bætti nokkrum inná. Ég ákvað að hafa bara blogga tengla inná vefnum mínum, og síðan einn tengil á umræðuvefinn strakarnir.com vegna þess að hann virðist vanta einhverstaðar.
En annars væri það fínt ef ég gæti nú loksins komið upp heimasíðunni minni. Hún mum koma upp á endanum.. veit ekki alveg hvenær en hún mun koma upp.
Á henni verður mikið fjallað um RPG. Ég mun setja inn gömul ævintýri sem ég er búin að stjórna. Fjalla um hugmyndir ofl. Síðan verður síða sem mun fjalla um öll mín skrif og verður svona upphafið á bókinn sem ég ætla að gera.
En auðvitað verður blogg á aðalsíðunni. Það má alls ekki vanta!
Jæja... eins og þið sjáið þá er innblásturinn ekki mikill í dag. En svona er þetta.
Jæja loksins kom ég tenglunum í lag og bætti nokkrum inná. Ég ákvað að hafa bara blogga tengla inná vefnum mínum, og síðan einn tengil á umræðuvefinn strakarnir.com vegna þess að hann virðist vanta einhverstaðar.
En annars væri það fínt ef ég gæti nú loksins komið upp heimasíðunni minni. Hún mum koma upp á endanum.. veit ekki alveg hvenær en hún mun koma upp.
Á henni verður mikið fjallað um RPG. Ég mun setja inn gömul ævintýri sem ég er búin að stjórna. Fjalla um hugmyndir ofl. Síðan verður síða sem mun fjalla um öll mín skrif og verður svona upphafið á bókinn sem ég ætla að gera.
En auðvitað verður blogg á aðalsíðunni. Það má alls ekki vanta!
Jæja... eins og þið sjáið þá er innblásturinn ekki mikill í dag. En svona er þetta.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)