24 júlí, 2003

Harðsperrur

Váááá.... ég skellti mér í ræktina í gær að reyna að bæta vöðavassann minn. Venjulega þá fer ég með einhverjum en í gær þá mætti félagi minn seint svo ég þurfti að byrja einn. Skellti mér í að æfa brjóst og handleggi.

Byrjaði á bekpressu, liggjandi með stöng. Gekk bara nokkuð vel. Fór upp 55 kg og tók það sex sinnum án aðstoðar. Það mesta sem ég hef tekið er 60 kg og þá tók ég það bara einu sinni og þá með smá aðstoð. Næst þegar ég fer þá ætla ég að reyna taka 60 kg nokkrum sinnum.

Síðan skellti ég mér í bekpressu, hallandi með lóð. Það var nú ekki nógu sniðugt því á þriðja settinu þá var það of mikið fyrir mig. Ég var svo mikill testóböggull að ég ætlaði að reyna við það einn en ég gat ekki lyft því. Reyndi það einu sinni, fór svo í léttari þyngd og prófaði og það gekk ekki heldur. Það er nefnilega erfitt að byrja með lóðin. Fékk síðan einn dreng til að hjálpa mér og kláraði æfinguna.

En maður uppsker eins og maður sáir og nú er ég að sálast herðablaðinu og þetta er byrjað að leiða í bakið.... ekki gott.

Vona bara að ég hafi ekki skemmt neitt!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli