18 júlí, 2003

Tungumál

Ég var að kynnast manneskju sem stunda þann leik að á hverri viku þá finnur hún orð vikunnar. Gerir þetta með nokkrum ættmennum sínum og virðist gera þetta af miklum móð. Eins og ég skil þetta þá er hugsunin sú að auðga talað íslenskt mál.

Þetta er líka manneskja sem leiðréttir mig þegar ég tala slæmt mál. Ég hef alltaf lent í því í gegnum tíðina að það er einhver að leiðrétta mig. "'Eg heiti Sivar og ég er með þágufallssýki".

Stundum hef ég varið þetta og sagt að það skipti ekki máli hvort ég segi mér, mig eða ég langa. Það skilja allir hvað ég meina og hananú. En þá hefur þetta verið kallað barnaleg afsökun fyrir leti að minni hálfu.

En er þetta leti hjá mér? Ég hef aldrei haft mikin áhuga á íslensku tungumáli.. eða tungumálum yfirhöfuð. Þegar ég var á unglingsaldri þá fór ég í hinar ýmsu pælingar um mál og hugtök og komst að því að tungumál er verkfæri samskipta. Þetta er verkfæri er meingallað vegna þess að það er stundum ekki sami skilningur á orðum. Þegar ég segi "djöfullin" þá nota ég þetta orði í útrás fyrir tilfinningum og pirringi en gamla konan sér fyrir sér rauðan kall með horn og hala. Öll orð eru svona. Það er stundum mjög ólíkt hvað fólk leggur í merkingu orða. Þannig að afhverju að vera fullkomna eitthvað sem er þegar gallað?

Þetta hefur líka verið mín hugsjón. Svo lengi sem einhver skilur þig hvað þú ert að meina þá skiptir ekki máli hvort að hann tjái sig með vondri/góðri Íslensku, dönsku, bendingar, táknmál eða eitthvað .

En síðan hittir maður manneskjur sem eru miklu betri í þessu en maður sjálfur og þá skammast maður sín og veltir aftur fyrir sér spurningunni er þetta bara leti?
Kannski var roleplayið, allar ensku bækurnar sem ég las, ég fékk ekki stuðning í Íslensku frá umhverfinu, ég aldist upp í stórborg osfrv, osfrv.

Get ég breytt þessu? Kannski, ef ég hefði áhuga....

Það er flott að það sé til fólk sem hefur áhuga á íslensku tungumáli og reyni að auðga mál sitt.

En spurning er: á ég að skammast min fyrir þetta?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli