31 júlí, 2003

Átök

"Andskotans fífl", "ertu með einhver derring", "glæpamaður", "are you going somewhere?", "þú litli maður, nýtur þú þess að ************ djöfulsins andskotans fíflið" "þú ert að drepa mig"

Merkilegt hvað þessi orð sögð í bræði geta haft mikil áhrif á mann. Orð sem maður veit að er ekki beint að manni persónulega, heldur sögð vegna þess að persónunni veit eiginlega ekki hvað hún er að segja. Er bara reið.

Maður veit það. En samt... samt byrjar maður að hugsa um þetta og getur ekki losnað við það. Verður svona hugsunarsteinn sem margar hugsanir hnjóta yfir. Verður til vandræða.

Veldur óþægindum. Slæmum draumum, pirringi og veseni. Afhverju geta ekki bara köld rök náð tökum á þessu og ýtt þessu til hliðar... þetta er jú alger vitleysa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli