Spilerí
Í gær fór ég að spila hjá ókunnugu fólki. Eða ég hélt að það væri ókunnugt. Á huga.is var auglýst eftir spilerum í einhverja Sci-fi grúppu. Ég sagði "pant ég" og það var tekið vel í það.
Ég mætti á staðin í gær, klukkan átta. Mætti aðeins of seinn vegna þess að ég fór út úr strætó á röngum stað. En þegar ég mætti á staðinn þá sá ég að ég þekkti flesta. 4 af 6 nánar tiltekið. 3 af þessum sem ég þekkti hafði ég stjórnað á spilamóti og síðan var einn sem ég hafði hitt á endureisnarfundi Fáfnirs.
Þannig að það var ekki mikið af ókunnugum þarna. Hófst þá persónusköpun og ég valdi það að vera Technician, half bort og eitthvað annað. Eitthver furðulegur kynþáttur, var 1,5 cm á hæð og um 70 kg. Sérhæði mig í því að gera við geimflugar og fatta hvað væri af þeim. Síðan tók maður aðeins í sprengusérfræðingin og setti þó nokkra punkta í sprengjur.
Síðan hóft kynningin á heiminum. Fólkið var búið að útbúa kerfi og heim. Algerlega heimatilbúin en undir áhrifum frá D20 kerfinu. Mesta snilldin var hins vegar heimurinn. Byggðist á mestu leiti á logic og mikill tími hefði verið eytt í það að útbúa mismunandi útlit geimskipa og að búa til raunverulegan heim.
Þetta var rólegt kvöld þar sem mestur tímin fór í spjall og að kynnast. Undurbjuggum næsta spilasession þar sem mjög líklega gerist eitthvað action. Þar sem við eigum að flytja einhvað undrabarn á milli tveggja staða í vetrarbrautinni. Mjög líklega verður gert áras á okkur af einhverjum óprúttnum náungum sem vilja klófesta barnið.
Merkilegt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli