04 júlí, 2003

Helgarplön

Já önnur helgi er að renna upp. Maður velti sér hvað á maður að gera? Þau plön sem ég hafði beðið fyrir voru ekki samþykkt af almættinu, hann segir víst stundum "nei". Þannig að maður hefur nokkra valkosti.

Vera í bænum, þá mundi ég fara i Skvass á morgun og fara í ræktina, mundi geta sinnt pablo aðeins og síðan hef ég nóg að lesa þar sem ég keypti mér 3 bækur ekki fyrir svo löngu.

Annar möguleiki er að fara í sumarbústaðinn í Ásgarði með gamla settinu. Ég hef ekki komið þar í langan tíma og það væri öruglega fínt að hanga þar í smá tíma. Góð afslöppun, góður matur og dúlerí.

Þriðji möguleikinn er að fara á Humarhátíð á Höfn. Hinn Dökkhærði vinur minn ætlar að skella sér og ég hafði hug á því að fara sjálfur. Ég fór þangað ´98 og skemmti mér furðuvel, fór í partí með einhverjum Hornfirðingum, lenti á séns og borðaði mikið af humar.

Alir þessir möguleikar eru fínir en ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera.

HJÁLP!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli