Góður dagur!
Þetta er búið að vera ánægjulegir dagar. Í gær og í dag. Ég fékk yfirvinnu á mig í gær hjá vinnunni sem ég er fyrir hádegi og það var verkefni sem ég hélt að mundi taka svona einn til tvo tíma en yfirmaður minn hélt að það mundi taka lengri. Þetta var verkefni sem fjallaði um að setja saman heilsteyptan texta úr mörgum skjölum. Nú ég gerði það á einum og hálfum tíma og fékk mér einn tékkneskan með því. Skilaði síðan verkenfinu til yfirmannsins og fór á tónleika.
Tónleikar með Hafdísi. Hafdís Bjarnadóttir er tónlistarmaður af líf og sál. Það mætti halda að tónlistin lifi sérstöku lífi í henni. Allt snýst í kringum tónlist, draumakarlmaðurinn er "hann er nakin.... og heldur á gítar". Ég er búin að þekkja Hafdísi frá því að ég var lítill. Alla vega frá því í 6 ára bekk ef ekki frá því í leikskóla. En við vorum engir vinir eða þvíumlíkt, við bara könnuðumst við hvort annað. Síðan kom fjölbraut og þá einhvern vegin kynntumst við aftur. Síðan hætti framhaldsskólin og við höfum hist sjaldan. En það er alltaf gaman að hitta hana, Tónlistin var svona.... arrgghh... get ekki lýst.. does not comupute.... góð tónlist.
Og síðan kom þessi dagur, og þá var textin tilbúin. Ég þurfti bara að rekja smiðshöggið á þetta og volla.... þetta er búið. Aðalverkefnið er búið hjá mér! Veeeeeiii veeiiii veiiii!
Nú er ég ánægður maður!
Almættið brosir í dag!
En það gerir það sjaldan lengi í einu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli