16 júlí, 2003

Paintball

Finn svitan leka. Bíð. Allir skaka sér óþreyjufullur, bíða. Möndla byssuna, athuga skotin, nóg af skotum. Er með einn aukapakka, ætti að duga. Flaut.
"Ég fer í áttina að bílnum" Segir Jónas Frændi og fer. Allir þjóta, kúlnahríðni byrjar. Sé skotin þjóta framhjá, heyri í þeim lenda í grasinu. Bakka, ætla að fara til hægri og koma að hliðinni. Sé að það er of opið. Fer til baka, fer á bakvið heybagga. Lít í kringum, gríman er kámug og móða er byrjuð að myndast.
Sé Jónas, hann er að skríða frá bílnum og til hægri. Hleyp til hans, læt nokkrar kúlur þjóta. Það lenta nokkrar kúlur í bílnum. Stekk niður.
"Flönkum"
"Farð þú ég kovera" Segir Jónas. Og rís upp og lætur nokkrar kúlur þjóta. Hleyp í áttina að heybagga og stekk niður. Læta byssuna gagga. Móðan er orðin mikil, sólin sker í augun. Andadráttur mikill. Lít eftir veginum sé ekki neinn. Stekk upp og hleyp. Sé hvar nokkrar kúlur þjóta í áttina að mér. Finn fyrir einhverju sem lendir í hálsinum. Fell. Andadráttur, þreifa, engin bleyta. Sést ekkert, vegna móðu.
"Sérðu eitthvað Jónas?"
"neibb"
Stend upp snerti gikkinn nokkrum sinnum, læt nokkrar kúlur þjóta. Fer til Jónas.
"Ertu viss?"
Jónas lítur og skoðar.
"jamm, ekker þarna."
Held áfram. Skyggni ekkert. Fer á hnéinn bakvið skúr. Læt nokkrar kúlur þjóta. Sést ekkert. Móðan fyrir. Bölva.
"Hvar er Óvinurinn?"
"Við bílinn" og bendir. Sé ekkert, ekki bíl. Læt nokkur skot þjóta, byssan fer af stað. Stoppar ekki.
"BYSSA BILUÐ" Aftur og aftur. Dómarinn kemur hlaupandi. Krýpur niður og tekur byssuna. Fer í skúmaskot og fylgist með, þurka úr grímunni án þess að taka hana af hausnum. Jónas skiptist á skotum við einhvern.
"Þú hefur skotið eins og brjálaður" Segir dómarinn. Jónas fær skot í sig og stekkur niður.
"Er eitthvað?" Segir Jónas
"Nei, þú ert hreinn" Segir dómarinn og réttir byssuna, hleypur í burtu.
Hleypi nokkrum skotum í áttina að bílnum. Jónas tekur þátt í því. Sjáum byssu, hleypum báðir af.
"Ég er dauður" Segir Valdi og urrar. Andadráttur komin aftur, móðan komin.
Hætti að skjóta. Bíð. Hálfkrjúpandi fer áfram. Kem að horninu að húsinu, lít snögglega fyrir horn. Sé engan. Jónas er nálægt og Helga stendur við hitt hornið. Læt byssuna niður, þurka aftur úr gríumunni. Heyri skothljóð, helga skiptist á skotum við einhvern.
"fara?"
"Ég kóvera"
Stekk fyrir hornin og hleyp að hinu horninu. Skotin frá Jónasi þjóta framhjá, engin skot koma á móti. Lít fyrir horn. Óvinur er á hnjánum 3-4 metra frá, snýr frá. Miða, skotið lendir í mjóbakinu. Öskur og blót
"ÞÚ ÁTT EKKI AÐ SKJÓTA SVONA NÁLÆGT" Öskrar Kolbrún hin bláa.
"Fyrigefðu"
Fer í skjól. Jónas elti ekki. Lít aftur. Kolbrún labbar í burtu bölvandi. Annar óvinur er þar sem Kolbrún var, var í skjóli fyrst. Síðan er sá þriðji aðeins til hægri. Miða. tekk nokkrum sinnum í gikkinn. Skotin lenda á keflinu sem óvinurinn skýlir sér bakvið. Skotin er svöruð. Lendir eitt í veggnum og slettur lenda á glerinu. Stekk í skjól. Hristi byssuna. Fá skot eftir.
"Byssa biluð" Segir einhver úr fjalægð, kannski Jónas. Bölva. Lít við horn. Sé Huldu bláa standa. Miða.
"Er ekki stopp?" Segir hún.
"Nei, þótt byssa bilar þá stoppar ekki leikurinn"
"ok. Leyfðu mér að komast til baka"
"Ekkert mál" Fer í skjól.
Stekk til baka þar sem Jónas var. Stoppa, krýp niður. Tek upp aukapakkan af skotunum. Hleð. Móðan mikil. Andadráttur. Sviti.
Fer hálkrúpandi til baka.
Flaut.
Stoppa. Lappa á staðin sem dómarinn er. Læt niður byssuna. Anda. Þurka svitan.
3 hvítir lifandi. 2 Bláir.

SIGUR!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli