Sími!
Mig vantar nýjan síma! Þetta er orðið það slæmt að mig langar að grýta honum út úr gluggan í vinnunni minni. Hann deyr alltaf, án undantekninga eftir svona hálfs mínútna spjall. Rafhlaðan er orðin það léleg! Þannig að ef ég skell á einhvern þá veit hann ástæðuna.
Verð að kaupa mér nýjan Gemsa. Stefni á að gera það næstu mánaðarmót. Veit einhver um gott tilboð á síma... má ekki vera of mikið, tími því ekki.
Ég held að hann Bubbi hafi ekki hitt á réttan nagla í laginu um helvíti á nýju plötunni hans. Þar segir hann "Í helvíti endast Gemsarnir heila mannsævi". Ég held að það væri bara himnaríki!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli