Duglegur Gaur!
Já ég var duglegur í gær. Fór á fund hjá Urkí og var gerður af verkefnisstjóri yfir L-12 búðinni ásamt stúlku sem heitir Ása. Afhverju? Vegna þess að þetta er auðvelt verkefni sem er að klúðrast og ég tel mig geta bjargað því. Síðan mun tímin leiða í ljós hvort að það sé satt.
Eftir fundinn var allt of seint að fara í Ræktina þannig að ég ákvað að rölta aðeins um bæinn. Ég kíkti í mál og menningu og sá þar tilboðskiljur sem ég gat ekki látið í friði svo að ég keypti tvær. Síðan fór ég í pennan, austurstræti og var í smá stund þar og labbaði út með aðra bók (já ég veit... samtals þrjár bækur... en þær voru svo freystandi).
Þá ákvað ég að fara í Ground-Zero, var þar í smá stund að skjóta bandaríkjamenn í snildarleiknum Battlefield 1942. Stóð mig mjög vel í þeim leik og fór algerlega að kostum. En svo kom leiðinlegt borð svo að ég hætti þar og fór að spila Command and Conquer: Generals. Tók smá leik í honum og hann lítur nokkuð vel út. Síðan var ég rifin til Raunveruleikans með ósk um rigningu svo að ég rölti heim.
Þegar ég kom heim þá ákvað að ég að fara þrífa. Sem ég og gerði. Þurkaði af flestu, þreif klósettið og allt þar inni. Strauk yfir allt með rykmoppu, skipti á rúmminu og fór meira að segja í sturtu. Já ég var duglegur í gær!
En nú ætla að ég að fara í ræktina og sækja svo Pablo vin minn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli