Unglingabólur og annað
Hvað er þetta með unglingabólur! Á maður ekki að losna við þær á endanum? Afhverju í ands... er ég ennþá að fá þessar helv... graftarbólur í andlit? Ég er löngu hættur að vera unglingur!
Ástæður fyrir þessum skrifum er pirrandi graftarbóla, sem mig verkjar gríðarlega í og er á vinstri hlið, rétt við varirnar. Á versta stað. Hvers á maður að gjalda!
Í dag er ég líka orðin pirraður á skannernum í vinnunni. Hann er búin að vera leiðinlegur og þreytandi og mig langar svo að taka Office Space senu á hann.
En ég póstaði smá hugsun á Huga.is um tungumál og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli