30 júlí, 2003

Neiðarlegt atvik og STAR WARS

Í gær lenti ég í ein neyðarlegasta atviki lífs míns og þó er ég búin að lenda í þó nokkrum. Þetta var það hrikalegt að það er varla hægt að hlæja að því.

En því miður er þetta þannig atvik að það er ekki hægt að segja frá því á svona opinberum stað. Ég hef nefnilega komist að því að þrátt fyrir að manni langi til þess að segja frá öllu, þá er til fólk sem vill ekki heyra allt. Þetta atvik er eitt af þeim hlutum sem fólk vill ekkert komast að. Svo að ég ætla þegja yfir þessu á blogginu en ef þið viljið þá getið þið heyrt söguna frá mér. En þið verðið að muna það að þetta er kannski eitthvað sem þið viljið ekkert heyra um! Svo að ég er búin að aðvara ykkur!

En í gær spilaði ég líka Star Wars. Ég hef alltaf haft fordóma á móti Star Wars spunaspilinu. Þau örfáu skipti sem ég spilaði þau þá var það mjög flatt og maður nálgaðist ekkert tilfinninguna sem maður fékk þegar horft var á myndirnar. En síðan kom Haraldur hinn Dökki og vildi stjórna því.

Við erum búnir að spila þetta tvisvar og í bæði skiptin vorum við bara tveir spilarar. Samspilari minn spilaði jedi ráðgjafa af manna kynþætti. Ráðgjafi er eins og Joda. Er ekkert sérstaklega góður bardagamaður en hefur ljósasverðið og nokkra Force krafta. Er aðalega í hlutum eins og samningsviðræðum, pólitík og svoleiðis.

Ég aftur á móti spilaði force adept af Ithian kynþætti. Force adept er með með force kraft, og það þó nokkuð af þeim en aftur á móti þá lítur sá karakter á force sem galdra eða krafta frá guðunum. Þeir eru ekki með Jedi kennslu og kunna ekkert á ljósasverðið.

Ég verð nú að játa að ég fékk nokkuð góðan Stjörnustríðs fíling meðan við vorum að spila þetta. Atriði eins og að hoppa úr veðurstjórnarturninum á Corusant (sem er nokkra kílómetra hár) inní sendibíl sem er að þjóta í burtu. Lenda síðan í stuttum bardaga við mann í bílnum sem endar með því að hann flýgur út, ekki af fúsum og frjálsum vilja. Stökkva síðan í farþegasætið og rétt svo geta fest sig áður en bílinn brotlendir á byggingu svona einum kílómetra fyrir neðan.

Seinna þá var ég að fljúga yfir torg þar sem helling af hryðjuverkamönnum voru að gera árás á fólk, henti nokkrum rotsprengjum á hryðjuverkamennina, fljúga að senetor Palpatine þar sem hann er hangandi á svífandi platformi og þar sem jedi sem er gangandi hina myrkru leið er að reyna drepa hann. Öskra á Palpatine að stökkva og fljúga síðan í burtu en fá Jedinn hoppandi á bílinn og eina leiðin til þess að losna við hann var að brotlenda.

Maður vonar eftir að þetta haldi nú áfram, eins og maður vonar með WOD, mage, werewolf ofl.

hörkustuð

Engin ummæli:

Skrifa ummæli