07 júlí, 2003

Eftir helgi

Já þessi helgi er búin og ég ákvað að skella mér á Humarhátíð á Höfn. Þessi helgi var waste of time and money. Helgin var frekar slöpp og ég fékk ekki mikið út úr þessari helgi.

En þar sem ég er búin að eyða töluverðum tíma í það að nöldra um þetta við allt fólkið sem ég hef talað við þá ætla ég að reyna að sjá hvað var gaman við þetta.

1. Ég hafði voðalega gaman að því að sjá hvað mannlífsflóran var stór sem var þarna. Ég spjallaði við Þröst og Jónas sem voru tveir gaurar sem voru að pissa út í eitthvað hús þegar ég þurfti að skvetta úr skinnsoknum. Þetta voru fínir gaurar, hann Jónas átti allt safnið með Bubba og fílaði hann í ræmur. Spjölluðum um rokkarastílinn minn og þegar ég sagði þeim að ég hafði farið á Metalica tónleika þá varð Þröstur rosalega hrifin og spjallaði í nokkurn tíma um það.
Síðan spjallaði smá tíma við Baldur sem opnaði bjórinn minn með GSM símanum sínum. Hann var nýkomin frá Hróarskeldu.
Síðan spjallaði helling við hana Áslaugu sem var 18 ára mær frá Ísafirði, sem var rosalega hrifin af hárinu mínu. Hún var á föstu með einhverjum strák sem var á hestamóti og átti bróður sem var í hljómsveitinni "myrk".
Spjallaði við mann sem var að kynna bækur þarna á humarhátíðinni yfir matnum á hótelinu, fínasti kall.

2.Síðan er alltaf gott að vita að mannfólk er í heildina frekar heiðarlegt. Ég nefnilega lét talsvert af farangrinum mínum í annan bíl og síðan hitti ég ekki þá einstaklinga alla helgina og þeir voru með flest allta dótið mitt (and you wonder why I did not like this weekend). Ég fór svo í bæinn á sunnudeginum án þess að hafa dótið. En eftir að hafa grenslast fyrir um símanúmer og hringt í strákana þá skutluðu þeir dótinu mínu heim til mín. Ekkert mál sögðu þeir. Og ég var auðvitað mjög þakklátur fyrir þennan greiða. Þeir þurftu ekkert að skutla dótinu til mín og hefðu geta rænt einhverju úr því... ekki það að eitthvað hafi verið merkilegt við það.... en það er auðvitað annað mál.

3.Maður lærir auðvitað heilmarkt af svona mistökum. Ekki fara með fólki í ferð sem þú treystir ekki. Alltaf taka með sér góðar græjur. Ekki láta dótið frá þér, nema ef þú hefur einhvern ákveðin randevou point eða símanúmer. Að heyra aðra stunda sóðalegt kynlíf í fortjaldi er ekki sexy eða skemmtilegt.

En svona er þetta... maður lærir af reynslunni (ég ætlaði að segja maður lifir og lærir... en fattaði það að það er bara sletta sem hefu verið þýdd).

2.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli