25 júlí, 2003

Reynsla

Merkilegt hvað sum reynsla fylgir manni lengi. Óþægilegar tilfinningar, hræðsla, ótti, efasemdir, hatur, reiði.

Hinar virðast falla í gleymsku. Maður man frekar hæðnisorðin sem sögð voru fyrir 10 árum síðan heldur en hrósið sem maður fékk í gær. Dýr sem hefur verið lamið og felur sig út í horni. Ógnvaldurinn er löngu horfin en samt er það ennþá að fela sig.

Mistökin sem maður gerði í staðin fyrir það sem gekk vel. Ósigrana í staðin fyrir sigrana. Verkkvíði í staðin fyrir verklokagleði.

Svona festist með reynslu. Slæmri reynslu. En afhverju er góða reynslan svona lengi að ýta þessu út?

Eða er ég kannski bara að eiga slæman dag?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli