Að blogga
Já afhverju er maður að þessu? Hvaða sýniþörf er hjá fólki sem fer að blogga?
Þegar ég minnist á það að ég blogga þá segja margir "bölvað rugl" eða spyrja afhverju ég bloggi. Í fyrstu átti ég lítið um svör. Ég eiginlega vissi ekki afhverju ég væri að þessu. Mig langaði bara að gera þetta. Hafði reynt einu sinni áður en síðan datt sú síða niður og ég hætti þessu.
Svo einn daginn ákvað ég að byrja aftur. En afhverju?
Þetta er viss sýniþörf hjá mér. Mig langar að fólk lesi um mig og hvað ég er að gera. Mig langar að segja frá mörgu en oft kemur það upp að fólk vill ekki hlusta. Þá kemur bloggið til sögunar.
Síðan er þetta vettvangur fyrir fólk til þess að vera í sambandi við mig, það er svona unexpected bónus sem kom i ljós eftir að ég var byrjaður. Fólk sem bjó í útlöndum en voru vinir mínir gátu lesið um mig á blogginu.
Þetta tvennt er aðalástæða fyrir því að ég blogga. Í dag var ég að komast að því að síðan mín kemur fram á nagportal, það kom mér soldið á óvart. En það var samt svolítið gaman. Kitlar egoið. Það hafa verið þó nokkuð um heimsóknir þaðan. Bara gaman að því.
En já. Þetta var bloggið í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli