29 apríl, 2005

Star Wars III

Stars Wars III - Reveng of the Sith
er von?

Ég er mikill aðdáandi Star Wars myndanna en varð fyrir miklum vonbrigðum með nýjustu myndirnar. Finnst leikurinn vera hrikalegur og áherslan er öll á flottar tæknibrellur. Það er ekkert verið að reyna að nostra við handritið eða eitthvað svoleiðis dullerí.

Bara hreinsað, þurrt handrit sem væri illa nýtilegt sem skeinir, skreitt með miklum blúndum.

En ég var að lesa á imdb.com að hann Christopher Niel hefur verið fengin sem Dialogue Coach. Með öðrum orðum Goerge Lucas nennti ekki að leikstýra leikurunum heldur eyddi hann sínum kröftum í tæknibrellur og flottar senur. Nú trúi ég að þessi mynd gæti verið ágæt.

Lestur í strætó

Lestur í strætó

Ég held að það sé óumflýjanleg staðreynd að ég les mikið af bókum. Bezti tíminn sem ég nota til þess að lesa er þegar ég ferðast í strætó. Maður fær svona 3 korter til klukkutíma á dag til að lesa. Auðvitað les ég upp í rúmi eða þegar ég hef ekkert að gera en strætó ferðirnar eru nýttar í þetta.

Núna er að kárna ástandið. Ég þekki orðið svo marga í strætó að ég það mundi teljast ókurteisi ef ég myndi ekki spjalla við það. Það var orðið soldið slæmt á tímabili þar sem vinnufélaginn minn tók sama strætó og ég. Þannig að maður þurfti að spjalla við hann. Ég kom stundum inn og langaði ekki að tala við neinn og þá settist ég í fyrsta sætið og las. Vonandi tók því enginn illa.

En annars þá er ástandið betra núna þar sem allir í deildinni, nema yfirmaðurinn, taka sama strætó. Við erum þrjú og ferðumst öll með 15. Þar sem við erum þrjú og ég kem síðastur í strætóinn þá er það góð afsökun fyrir að setjast annars staðar.

Fólk..... truflar stundum lesturinn minn.

27 apríl, 2005

Grátur

Að gráta

Ég var að lesa bók í gær. Höfundur Íslands eftir Hallgrím Helgason. Á einum kaflanum er aðalsögupersónan að fjalla um sovétríkinn og spyr þá "Af hverju þurfti þetta að vera svona?" það var svo mikil sársauki bak við þessa setningu að ég fékk kökk í hálsinn. Mig langaði að gráta.

Mér hefur langað að gráta í nokkurn tíma. Fyrir nokkrum vikum þá var ég staddur í heimsókn og þar var persóna sem ég hafði aldrei séð áður. Hún fékk símtal og dró sig til hliðar og var að spjalla í nokkurn tíma. Síðan kom hún og settist og það brotnaði smá af skelinni hennar. Hún táraðist og fékk kökk í hálsinn. Hafði fengið slæmar fréttir í símanum.

Mér leið eins og skít. Vissi ekkert hvað ég átti að gera af mér. Hvort að ég ætti að segja eitthvað eða gera eitthvað. Þegar ég var á gangi heim þá fór ég að velta þessu fyrir mér. Ég hef sjálfur ekki grátið almennilega síðan ég var 18 ára gamall. Hef stundum fengið kökk í hálsin og eitt og eitt tár hefur skroppið út en þetta hefur aldrei komið fram með látum, tárum, hori og öllu þessu sem því fylgir. En grátur er eðlilegur hlutur af hegðun mannsins. Þegar börn fæðast þá er þetta oftast það fyrsta sem þau gera.

En síðan þegar líður á þá ýtum við þessu til hliðar. Vitum lítið hvernig á að bregðast við þegar fullorðið fólk grætur í kringum okkur. Stöndum eins og illa gerðir hlutir og reynum að hugsa um eitthvað annað. Hvað er málið... af hverju gerum við það? Erum við illa við að aðrir sýni tilfinningar sínar? Af hverju græt ég ekki? Af hverju ýti ég kekkinum til hliðar? Af hverju finnst mér það hryllileg tilhugsun að gráta fyrir framan aðra?

Já mig langaði að gráta í gær. Væla eins og gamall krakki sem hefur dottið og meitt sig. Gráta úr mér augum. Fá geggjaðan ekka og láta öll vit mín fyllast af vökva. Langaði að öskra yfir vonleysinu sem er að setjast í mig, mig langaði að gráta yfir öllu þessu.

En það gekk ekki...

26 apríl, 2005

Ískur

Ískur í nefi

Hafið þið lent í því að það ískrar í ykkur eftir að þið hafið snýtt ykkur? Hver hefur heyrt um það?

Sjit. Þetta er auðvitað algjörlega út í hött. Enn ein leiðin fyrir hann Gamla til að ulla á mig. Ég má ekki snýta mér.. þá kemur þetta geggjaða ískur..

Síðan fékk ég hellu fyrir nokkru og blés út í eyrun.. stuttu seinna kom ískur sem samstarfsmenn mínir heyrðu.

Samt líður mér ágætlega, er ekkert að kvarta.. er bara með kvef. Meira að segja ekkert slæmt kvef. Bara soldið hor og ískur..

25 apríl, 2005

Deyfð

Deyfð

Ég er að finna fyrir einverri deyfð í mér núna. Er að fella allt um koll í vinnunni og er með einhvern kvíðahnút í maganum.

Ég er líka að spá í þetta rafraus mitt.. það hefur verið heldur mikil deyfð í því upp á síðkastið.. ég er líka alltaf að spá hverjir séu að lesa það og hvort þessi færsla.. eða hin færslan myndi nú ekki koma illa við það fólk.

Þori ekki að skrifa einhverjar hugrenningar sem á við fólkið sem les rausið. Held að fólki gæti nú sárnað. En það er víst þeirra val að lesa þetta rafraus. Á maður ekki að gefa skít í það fólk og segja að það geti bara átt sig?

bara spyr.

22 apríl, 2005

Hor og Kvef

Hor


Hvað getur komið mikið hor úr einu litlu sætu nefi (já mitt nef er voða sætt og lítið.. er það ekki annars?...)? Ég smitaðist að kvefi í tilefni sumarsins, fékk einhverja hitavellu í fyrradag og lá fyrir horfði á Sopranos og spilaði Counter. Í gær skrap ég út og var með jungle speed kynningu og endaði svo á GZ og spilaði meira Counter.

Í dag mætti ég í vinnuna og var með svona snýtuklúta.. sem voru að klárast fyrir um hálftíma síðan. Endalaust hor. Eftir að ég er búin snýta mér þá er klúturinn rennblautur... og þetta þarf ég að gera á korters fresti.

Kvefið er líka að fara í augun á mér og það líkar mig illa. Voða voða gaman hjá mínum

18 apríl, 2005

Fréttir

Fréttir

Fengum nýjar tölvur í vinnunni. Stórir skjáir og öflugri tölvur.. alltaf gaman að fá nýjar tölvur.

Fór á Downfall um helgina.. langt síðan að ég feldi tár í bíó. Öflug mynd. Eitt af því betra sem ég hef séð.

Búin að vera niðurdreginn og fúll upp á síðkastið. Biðst velvirðingar á því en lofa engu um framhaldið.

Er að bíða eftir innheimtudeild símans.. þvílíka biðin... hver nennir eiginlega að versla við símann?

ohh well...

14 apríl, 2005

Damien Rice

Damien Rice

Var að hlusta á plötuna hans O og féll alveg kylliflatur. Þetta verður næsta plata sem ég mun fá mér.

Sjit.. hvað þetta er gott stöff. Röddin hans tælir mig gjörsamlega. Finn fyrir helling af tilfinningum.

Bara langaði að segja ykkur þetta.

Kaffi

Kaffi...

Ég fattaði áðan að mig langaði að prófa nýju kaffivélina sem er í vinnunni. Ég var að fá mér te og horfði á þessa vél. Það er komin ný kaffivél í vinnuna og hún notar baunir. Ég prófaði að finna lyktina af baununum og hún var mjög góð. Ég fékk löngun til að fá mér kaffi.

Sem er ekki nógu gott. Af hverju að fá sér kaffi þegar maður hefur komist af án þess í mörg ár. Það er óhollt.

Ætti ég að prófa að setja í einn bolla?

11 apríl, 2005

Kvikmyndahátíðin

Kvikmyndahátíðin (RANT)

Nú er ég frekar pirraður. Er búin að vera frekar fúll í dag. Eitthvað dapur.

En núna er ég að verða reiður og fúll. Er líka búin að finna einhvern til að sparka í.

Kvikmyndahátíðna sem er byrjuð. Ég var mjög spenntur yfir þessari kvikmyndahátíð. Hlakkaði til að skella mér á hana.

Síðan komu fyrstu vonbrigðin - Það var búið að auglýsa myndina Taegukgi hwinalrimyeo en síðan fann ég hana ekki á síðunni þeirra nema í auglýsingu þar sem er sagt frá að ellefu titlar eru staðfestir. Ég hringdi í þá og þeir sögðu að þessi mynd væri ekki sýnd. Ég kíkti betur á þessa auglýsingu og fann þar aðra mynd sem verður ekki sýnd á sýningunni. En ohh well...

Síðan komu vonbrigði nr. 2 - Passarnir eru uppseldir. Það voru prentaðir 500 passar.. 500???? hvaða rugl er það? Ef við búumst við því að það verði góð mæting á þessa hátíð þá er augljóst að 500 passar duga skammt. Og þá er verðið 800 krónur.. WTF???

Vonbrigði nr. 3 - Passarnir eru bara fyrir handhafa... þannig að maður getur ekki boðið vini sínum með sér.

Ég er búin að senda þeim tölvupóst með spurningum í sambandi við passana en auðvitað eru þeir ekki búnir að svara. Mun senda annan á morgun.

En þetta þýðir að ég þarf að endurskoða sýningarnar sem ég ætlaði að skella mér á. Ætlaði að fara á (woodsman, Uber goober, house of daggers, downfall, melindu, mean creek, What the bleep do we know, Ranarna, Motorcycle diaries, Darkness, Hole in my heart, Shake hands with the devil, hotel rawanda, Beutiful boxer) ég taldi upp 15 myndir.. sem þýðir að án passa þá verð ég að borga 12 þús kall fyrir að fara á þær.. og núna tel ég ekki með popp eða ef ég myndi bjóða einhverjum.

URRRRR.......

08 apríl, 2005

Recap

Recap


Sin city var frábær. Fannst the Yellow bastard vera frekar slök. En hinar tvær sögurnar voru frábærar. Mickey Rourke var sérstaklega góður sem Marv.

Kynningar átakið á junglespeed er að fara af stað. Búin að vera með 3 kynningar og þær hafa gengið allar ágætlega.

Ritgerðin er ekkert að hreyfast. Orðin pirraður út af því. EKKI SPYRJA MIG UM RITGERÐINA ÞEGAR ÞIÐ HITTIÐ MIG!!!!

Tók spilasession um daginn sem var kallað þjóðarbókhlöðublóðbaðið. Þarna fann ég annað spilamótsævintýri. Alveg frábært ævintýri. Ég skemmti mér konunglega og mér sýndist flestir spilararnir hafa gert það líka.

Það eru sumir bloggarar sem mættu nú blogga meira. Nefni engin nöfn.. en þið vitið upp á ykkur sökina. Fer að henda ykkur út af linkunum mínum ef þetta ástand heldur áfram óbreytt.

Er byrjaður að lesa Fables.. eruð þið byrjuð á því???? Ef ekki þá er besta að byrja í dag. Fáið sögurnar lánaðar.. kaupið þær í nexus... LESIÐ ÞÆR NÚNA!!!

En já.. ég hef voða lítið að segja.. þannig að ég ætla bara að þegja.

06 apríl, 2005

Sin city og vinna

Miðvikudagurinn í dag

Vaknaði upp við þá vissu að ég væri að fara í bíó í kvöld. Var mjög glaður og ánægður. Hamingjudagur hjá mínum manni.

En síðan mætti ég í vinnuna og sá þetta. Svona hlutir geta rústað deginum fyrir manni.

Ég spurði yfirmann minn hvað ætti að gera í þessu og hann svaraði einhverju mjög óljósu. Það var síðan haft samband við Framkvæmdarstjórann og þá fóru hjólin að snúast. Lekin hefur verið fundinn og upplýsingasöfnun er hafin.

Ég veit það líka að ég mundi ekki endast lengi í þessu starfi ef ekkert yrði gert í þessu. Þetta er ljóti bletturinn á mínu starfi og ég mundi aldrei sofa vel ef þetta yrði algengt.

Fólk lendir í vanskilum af öllum mögulegum ástæðum. Auðvitað eiga að vera upplýsingar um lánshæfni einstaklings svo það sé hægt að taka góðar ákvarðanir um lánveitingu en þessar upplýsingar eiga ALDREI að vera notaðar til frétta. Það er svo auðvelt að dæma einstaklinginn (eða fyrirtækið). Við erum of mannleg til að nýta þessar upplýsingar rétt.

En ohh well.. vonandi leysist þetta farsællega.

Sin city... 9 og hálfur tími þangað til...

04 apríl, 2005

Sin City fr. 2

Sin City

Ekki á morgun, heldur hinn!!!!

Nexus forsýning. Jíbíííííííí.....

Er að fá frábæra dóma á IMDB og Rotten. Einu slæmu dómarnir eru á þá leið að það sé of mikið ofbeldi í myndinni. Sem er bara gleði.

Fór á toppin í BNA með 28 millur í kassann... þannig að við eigum eftir að sjá meira af sin city myndum.. nammi namm.

bara langaði að segja frá því.

01 apríl, 2005

Fables

Samtal úr...

"I think you are lying "
"What.. no I am telling the truth.. I was mugged by three men, probably fables... why should I lie about that. "
"You alway lie, Jack."
"But, I am not doing that this time. "
"Do you know the boy who cried wolf?"
"yeah, of course, He lives on the seventh floor. What about him? "
"... Nevermind. I have more important things to do then listening to you."

.. samtal milli Jóa úr Baunagrasin, Stóra ljóta úlfsins og Mjallhvítar.

.......... FABLES